Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 54
BLS. 14 | sirkus | 27. APRÍL 2007 „Ég ætla að ferðast um landið okkar. Ég geri mikið af því á hverju sumri enda finnst mér fátt skemmtilegra. Síðan er aldrei að vita nema maður skelli sér til útlanda í ágúst.“ Tinna Hrafnsdóttir leikkona „Sumarið er mjög opið hjá mér. Vonandi get ég skemmt mér og komið mér áfram í „bransanum“. Ég ætla að fara að læra tækniteiknun í Iðnskólanum í Reykjavík í haust svo ég hef hugsað mér að vinna eins og geðsjúklingur fram að því.“ Guðný Pála Rögnvalds- dóttir söngkona „Í sumar ætla ég að leika við strákana mína. Við ætlum ekki til útlanda en förum örugglega saman í útilegur og svo ætla ég að spila golf.“ Sigmar Vilhjálmsson fjölmiðlamaður „Ég fer með manni og barni til Hamptons og Manhattan. Við ætlum að skipta við vini um íbúð sem er frábær leið til að fara í gott og langt sumarfrí án þess að fara á hausinn vegna hótelkostnaðar. Við verðum í mánuð og ég hlakka mikið til.“ Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, frambjóðandi Samfylking- arinnar Hvað á að gera í sumar? Uppáhalds veitingastaðurinn „Uppáhaldsveitingastaðurinn minn er japanskur veitingastaður í Soho sem heitir Satsuma. Staðurinn er skemmti- lega upp settur og maturinn þar er alltaf jafn góður. Ég mæli sérstaklega með Chicken katsu curry eða Miso ramen hjá þeim.“ Hafdís Huld söngkona „Ég verð eiginlega að nefna tvo veitingastaði. Pan American Club við höfnina í Liverpool. Frábært andrúmsloft, meiri háttar staðsetning og afbragðsmatur. Svo verð ég að nefna einhvern íslenskan, enginn í sérstöku uppáhaldi en Austur- Indíafélagið klikkar aldrei, þægileg stemning og fínn matur.“ Hörður Magnússon íþróttafrétta- maður „Það eru margir góðir staðir í Reykjavík en gamla góða Grillið stendur alltaf fyrir sínu. Mér líður alltaf vel á Grillinu. Maturinn er góður og það sem skiptir máli er að þjónustan er líka mjög góð.“ Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona „Uppáhaldsveitinga- staðurinn minn er Ítalía af því ég og kærastan fórum þangað á okkar fyrsta deit. Ítalía er staðurinn okkar.“ Kristinn Darri Röðulsson, Herra Ísland Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@ frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is sirkus SPURNINGAKEPPNI sirkuss SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. Í ÞETTA SKIPTIÐ MÆTIR MARTA MARÍA SIGURÐI KÁRA KRISTJÁNSSYNI ALÞINGISMANNI. Rétt svör: 1. 19932. Valentines Lost. 3.UptonPark.4.David Beckham. 5. Stúdentaráð Háskóla Íslands.6.Knútur. 7.Ramsay Street. 8.Grímsey. 9.Óbeisluð fegurð. 10.Rakel og Hildur. Marta María 1. 1993. 2. Valentine‘ s Lost. 3. Veit ekki. 4. Brad Pitt. 5. Stúdentaráð Háskóla Íslands. 6. Knútur. 7. Hef ekki hugmynd. 8. Hrísey. 9. Óbeisluð fegurð. 10. Veit ekki. Sigurður Kári 1. 1994. 2. I read your mind. 3. Upton Park. 4. David Beckham. 5. Stúdentaráð Háskóla Íslands. 6. Knútur. 7. Friendsroad. 8. Grímsey. 9. Óbeisluð fegurð. 10. Ragnheiður og Halldóra. Sigurgöngu Mörtu Maríu er lokið. Sigurður Kári sigrar með sex stigum gegn fimm. Marta María skorar á Gerði Kristnýju sem mun keppa við Sigurð Kára í næstu viku. 1. Hvaða ár var Sódóma Reykjavík frumsýnd? 2. Hvað heitir lagið Ég les í lófa þínum á ensku? 3. Hvað heitir heimavöllur West Ham? 4. Hver situr í efsta sæti lista Victoria‘s Secret yfir kyn- þokkafyllstu feður heims? 5. Hverjir standa fyrir heimasíðunni loford.is? 6. Hvað heitir frægi ísbjörninn sem komst í fréttirnar á dögunum vegna morðhótunar? 7. Í hvaða götu búa Nágrannar? 8. Hvaða eyju er lýst: Eyjan er 5,3 km² að stærð. Hæst er hún 105 metrar og fjarlægð frá Íslandi er 41 km? 9. Hvaða fegurðarsam- keppni var haldin í félagsheimilinu í Hnífsdal síðasta vetrardag? 10. Hvað heita systurnar í Hara? É g er að sjálfsögðu rosalega stoltur af henni,“ segir Elmar Freyr Elíasson, einkaþjálfari og sambýlismaður Rósu Bjargar Guðlaugsdóttur, en Rósa stóð sig með prýði á Fitness-mótinu sem haldið var á Akureyri á dögunum. Rósa Björg, sem er 35 ára, lenti í 3. sæti í hópi 35 ára og eldri og 2. sæti í hópi kvenna sem eru hærri en 164 cm. Rósa og Elmar starfa bæði í líkamsræktargeiranum. Hún hjá Curves ásamt því að vera í einkaþjálf- aranámi en Elmar er einkaþjálfari ásamt því að vera með hóptíma. Þau kynntust í Sporthúsinu og eru sammála um að þessi sameiginlegi áhugi þeirra sé jákvæður fyrir árangurinn. „Sportinu fylgja miklar pælingar og það fer mikill tími í þetta,“ segir Rósa Björg og Elmar tekur undir: „Það er mun betra að æfa með einhverjum og við berjum hvort annað áfram. Þetta er okkar lífsstíll og jafn stór hluti af okkur og hvað annað. Það góða við þetta áhugamál er að það smitar stelpuna okkar, Daníelu. Hún vill vera eins og mamma sín og ætlar að vinna skólahreystið einhvern tímann.“ Rósa segir ekki mikla keppni ríkja á milli þeirra Elmars enda hafi hún hingað til séð um að keppa á mótum. Hún vonar þó að Elmar láti til skarar skríða á næsta ári. „Maður veit aldrei hvað framtíðin hefur að geyma, við sjáum bara til,“ segir hann. Aðspurð- ur hvort Rósa taki hann í armbeygj- um segir hann svo vera. „Hún er betri en ég í þessu öllu enda atvinnumað- urinn í þessu. Ég stend hjá, hvet hana áfram og nýt þess að smyrja á hana brúnkukreminu.“ indiana@frettabladid.is Nýtur þess að smyrja á hana brúnkukreminu FLOTT PAR Elmar Freyr og Rósa Björg kynntust í Sporthúsinu og eru bæði á fullu í ræktinni. SIRKUSMYND/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.