Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 46
fréttablaðið fákar og fólk 27. APRÍL 2007 FÖSTUDAGUR6 Feðginin Þórir og Sonja stunda bæði nám við hestadeild Hólaskóla, hann á þriðja ári og hún á fyrsta. Þórir Ísólfsson er aldursfor- setinn í hrossadeild Hólaskóla. „Mér skilst á kunnugum að ég sé sá elsti sem hef innritast í þetta nám,“ segir Þórir glað- lega. Þótt þetta sé hans fyrsta ár í skólanum stundar hann nám með nemum á þriðja ári. „Tamningamenn með mikla reynslu komast beint á þriðja ár að undangengnum inntöku- prófum,“ útskýrir Þórir sem fór í prófin í haust og byrjaði í skólanum eftir áramót. „Svo klára ég í vor ef guð lofar,“ segir hann glettinn. Þórir hefur starfað við hestamennsku í árafjöld og temur, þjálfar og ræktar hesta á bæ sínum Lækjamóti í Víði- dal í Húnavatnssýslu. Þrátt fyrir mikla reynslu fannst honum kominn tími á að læra meira. „Hestamennskan er á engan hátt ólík öðrum grein- um. Mikil þróun hefur átt sér stað og full þörf á endur- menntun.“ Þórir segir fullt starf að vera í skólanum enda um krefjandi nám á háskólastigi að ræða. Því býr hann á meðan á Hólum hjá dóttur sinni Sonju og kærastanum henn- ar, en Sonja er sjálf á fyrsta ári á hrossabraut Hólaskóla. „Mér finnst indælt að vera í sama skóla og Sonja. Við erum nú ekki í sama bekk en í mjög tengdu námi,“ segir Þórir en námið og hestamennskan eru mikið rædd á heimili þeirra feðgina. „Ég bý vel að því að eiga þau að enda þarf ég hjálp við ýmislegt eftir svona langa fjarveru frá skólabekk,“ segir Þórir og hlær. Þórir telur sig hafa lært ótrúlega mikið á þeim tíma sem hann hefur dvalið í skól- anum og margt hafi komið sér á óvart. „Hér byggist þjálf- un hestanna upp á hugmynda- fræði sem snýst að forsendum hestsins og það hefur komið mér á óvart hvað það virk- ar gríðarlega vel. Þar sannast máltækið „Betur vinnur vit en strit,“ segir Þórir. Honum þykir námið vel skipulagt og kennararnir á hrossaræktarbraut frábærir á sínu sviði. „Það eru forréttindi fyrir hestamenn, á hvaða aldri sem þeir eru, að vera í þessu námi.“ solveig@frettabladid.is Feðginin saman á skólabekk Feðgin á Hólum. Þórir situr hér hryssu úr sinni ræktun, Rán frá Lækjamóti, og Sonja situr Dagrós frá Stangarholti. FRÉTTABLAÐIÐ/SÓLRÚN HARÐARDÓTTIR Hestafræði heitir ný sameiginleg námslína Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri og Háskólans á Hólum og hefst kennsla í haust. „Námið brýtur blað í íslenskri háskólasögu því þetta er í fyrsta sinn sem tveir há- skólar bjóða upp á sameiginlega námsbraut þar sem nemendur útskrifast með sameiginlega prófgráðu,“ segir Þorvaldur Kristjánsson, kennari á Hvanneyri. Hann segir að undirbúningur hafi staðið yfir síðast- liðið ár. Námið er á BS-stigi og tekur þrjú ár. Fyrstu tvö árin eru tekin á Hvanneyri og það síðasta á Hólum. „Á Hvanneyri er námsefnið að mestu bóklegt og byggist á raungreinum. Þar er grunnurinn lagður,“ útskýrir Þorvaldur sem sjálfur kennir hrossarækt og kynbótafræði. Fyrsta árið byggist að mestu á búvís- indabraut sem hefur verið við lýði í skólanum í ára- raðir. „Þá eru einnig sérfög um búvísindi og bútækni, fóðurverkun og kynbótafræði,“ segir Þorvaldur. Eftir fyrstu vorönnina er haldið mánaðarnámskeið á Hólum í reiðmennsku og sögu hestsins. Verður það kennt á ensku og boðið sem valáfangi fyrir nemend- ur erlendra skóla. Að öðru leyti verður lögð megin- áherslan á sérhæfðar hestafræði- greinar og reiðmennsku á þriðja ári sem fram fer á Hólum. Inntökuskilyrði í námið eru stúd- entspróf og einnig þarf að þreyta stöðupróf í reiðmennsku sem Þor- valdur segir ekki mjög stíft. „Fólk verður þó að hafa kynnst hestin- um og hafa jafnvægið nokkurn veginn í lagi. Við getum ekki tekið fólk í þetta nám sem aldrei hefur komið á hestbak.“ Ástæðan fyrir því að boðið er upp á þetta nám er margþætt að sögn Þorvaldar. „Í fyrsta lagi vild- um við sameina krafta beggja stofnana og í öðru lagi hefur áhuginn á íslenska hestinum aukist mikið bæði hér á landi og erlendis,“ segir Þorvaldur. Búist er við erlendum nemendum strax í haust. Þorvaldur segir mikinn áhuga vera á náminu og hafi þó nokkrir sótt um. Umsóknarfrestur rennur þó ekki út fyrr en í byrjun júní. BS-nám í hestafræðum Þorvaldur Kristj- ánsson, kennari á Hvanneyri, segir mikinn áhuga á námi í hestafræð- um. Nemendur útskrifast með sam- eiginlega gráðu frá Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri og Háskólanum á Hólum. HNAKKAHÖNNUN verð- ur til umræðu á fræðslufundi sem haldinn verður hjá hestamanna- félaginu Sörla í Hafnarfirði í kvöld klukkan 19.00. Fyrirlesari er Kari Anne frá Noregi sem er lærður hnakka- formfræðingur frá Bretlandi. Hún veit því hvernig hanna þarf hnakk miðað við byggingu hestsins. Allir eru velkomnir en að- gangseyrir er 1.000 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.