Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 72
Þó að hip-hoppið hafi byrjað sem
partítónlist í Bronx snemma á átt-
unda áratugnum þá fékk það fljótlega
samfélagslegt hlutverk. Bæði pólit-
ískt hlutverk með sveitum eins og
Public Enemy en líka hlutverk sam-
einingartákns fyrir þeldökka Banda-
ríkjamenn, en því hlutverki hefur
það haldið alla tíð síðan þó að tónlist-
in sjálf sé löngu orðin að iðnaði.
Hip-hoppið hefur breiðst út um
allan heim og víða hafa undirokaðir minnihlutahópar tekið það í sína
þjónustu, hvort sem er á Kúbu, í Afríku eða í úthverfum franskra stór-
borga. Besta leiðin til þess að vita hvað hinn æsti múgur úthverfanna í
óeirðunum í Frakklandi hér um árið var að hugsa var að hlusta á rappar-
ana.
Nú er palestínskt rapp að verða mjög áberandi. Fyrsta palestínska
rappsveitin til að vekja athygli utan heimalandsins heitir DAM, sem
stendur fyrir Da Arabian MCs, en orðið dam þýðir líka blóð bæði á ar-
abísku og hebresku. DAM er skipuð þremur ísraelskum Palestínumönn-
um. Hún var stofnuð árið 1999 í úthverfi Tel Aviv og sló í gegn með lag-
inu Min erhabi? sem þýðir „Hverjir eru hryðjuverkamennirnir?“ Vel-
gengni DAM hefur hrundið af stað bylgju palestínskra hip-hop sveita.
Þær spretta nú upp eins og gorkúlur, en kvikmyndin Slingshot Hip Hop:
The Palestinian Lyrical Front sem verður frumsýnd fljótlega fjallar um
þessa bylgju sem er bæði áberandi á Gaza, Vesturbakkanum og á meðal
Palestínumanna í Ísrael.
Hvað tónlistina varðar er DAM mjög flott band sem sækir áhrif í
bandarískt rapp (Nas, 2Pac, Mos Def), franskt rapp (IAM, NTN, Saina
Supa Crew) og arabíska tónlist. Þeir berjast fyrir sjálfstæði Palestínu og
segja í nýlegu viðtali: „Við viljum einfaldlega að hernámi Ísraelsmanna í
Palestínu ljúki og við fáum okkar eigið ríki. Við leggjum mikla áherslu á
friðarboðskap því að við erum sannfærðir um að öðruvísi náum við ekki
takmarkinu.“ Hljómar betur en sjálfsmorðssprengingar. Þeir sem hafa
áhuga ættu að skoða Myspace.com/damrap og Slingshothiphop.com.
Er rappið sterkara en sverðið?
Franska danstónlistar-
plötufyrirtækið Ed Banger
er það langheitasta í dag.
Steinþór Helgi Arnsteins-
son grennslaðist fyrir um
fyrirtækið og steig villtan
dans í leiðinni.
Ed Banger var stofnað árið 2002
sem undirfyrirtæki Headbanger-
plötuútgefandans og má því á engan
hátt rugla saman við hina goðsagna-
kenndu pönkhljómsveit Ed Banger
and The Nosebleeds. Höfuðpaur Ed
Banger er maður að nafni Pedro
Winter, öðru nafni Busy P, en með
ötulli aðstoð goðsagna á borð við
Mr. Ozio (gerði lagið Flat Beat sem
varð geysilega vinsælt árið 1999
er það birtist í Levi’s-auglýsingu)
og Philippe Zdar (annar helming-
ur rafdúettsins Cassius) stofnaði
hann kjölfestu fyrir unga og efni-
lega danstónlistarmenn til þess að
koma tónlist sinni á framfæri. Í
nýlegu viðtali við URB-tímaritið
sagði Pedro að peningar frá Daft
Punk hefðu komið Ed Banger á fót
en Pedro hefur lengi verið umboðs-
maður þeirra. Markmiðið: að „gefa
út plötur sem gætu selst illa, án
þess að hafa áhyggjur,“ og að koma
Frakklandi aftur á danstónlistar-
kortið.
Önnur tólf tomman sem Ed Bang-
er gaf út hét Never Be Alone og
innihélt endurhljóðblöndun rafdú-
ettsins Justice á samnefndu lagi
eftir Simian (seinna Simian Mobile
Disco). Í dag þekkja allir þetta lag
sem We Are Your Friends með
Justice vs. Simian. Eftir það byrj-
uðu hjólin að snúast og það á ógn-
arhraða, ekki síst fyrir Justice,
sem vann í kjölfarið með til dæmis
Britney Spears, Franz Ferdinand,
Daft Punk og Fatboy Slim.
Fyrsta breiðskífa Justice, †, er
væntanleg í júlí og gefin út í sam-
vinnu við Vice. Mun platan inni-
halda meðal annars smáskífuna
Waters of Nazareth.
En Justice er svo sannarlega ekki
eina nafnið sem slegið hefur í gegn
hjá Ed Banger. Ed Banger hefur
spunnið um sig stóran og mikinn
vef og nægir í því sambandi að
nefna Feadz og kærustuna hans
Uffie sem nýlega komu til Íslands.
Auk þess verður að nefna höf-
uðpaurinn sjálfan, Busy P, en lagið
hans Rainbow Man er með því besta
sem komið hefur frá útgáfunni,
SebastiAn sem framkallar líklegast
vélrænustu tónana, Dj Mehdi, sem
mikið hefur unnið með bæði Daft
Punk og MC Solar, ofur 80’s hetj-
una Kavinsky, hinn svala Vicarious
Bliss, Mr. Flash sem er hálfgerð
hip-hop hlið Ed Banger og í svipuð-
um dúr er Krazy Baldhead.
Sá sem líklegast mestu athygl-
ina hefur fengið er So Me en hann
sér um öll myndbönd, plötuumslög
og grafík fyrir Ed Banger. Hann
gerði myndbandið við We Are Your
Friends sem valið var besta mynd-
bandið á síðustu MTV-hátíð.
Öll þessi fyrrnefnda fjölskylda
kemur síðan saman í villtum partí-
um undir nafni Ed Banger og hefur
troðið upp á skemmtistöðum úti um
allt. „Það er tími til kominn að við
sýnum fólki að hægt sé að fara frá
klassísku rave-lagi yfir í það nýj-
asta frá Soulwax eða Justin Timber-
lake. Við erum ekki teknó plötu-
snúðar sem horfa ekki á áhorfend-
urna – við deilum tónlistinni en
einnig partíandrúmslofti til Spike
Jonze/Beastie Boys-kynslóðarinn-
ar, ég meina fólk er að kasta sér
fram af sviðinu okkar,“ útskýrir
Busy P í fyrrnefndu URB-viðtali.
Sannkallað neu-rave hér á ferð.
Upptökur í Nashville
KLIPPIÐ HÉR!
- Ekkert hlé á góðum myndum
Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321
2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu.
FRUMSÝND 27. APRÍL SÝND Í REGNBOGANUM
STURLAÐ STÓRVELDI
„Engin mynd mun skelfa eða
heilla þig jafnmikið á þessu ári!“
- Total Film
„Ráðgáta sem á sér engan líka!“
- Empire