Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 27.04.2007, Qupperneq 4
 „Nokkur dæmi eru um að ungir ökumenn sem hafa valdið alvarlegum umferðar- slysum haldi áfram að brjóta af sér í umferð- inni, jafnvel þótt þeir hafi séð vini sína láta lífið vegna þeirra. Fræðsla dugar ekki ein á þennan hóp heldur verður öðrum og harðari úrræðum beitt á þá,“ segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðar- slysa. Hert viðurlög við umferðarlagabrotum taka gildi í dag en nú stendur yfir Umferðarvika Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin skilgreinir afleiðingar umferðarslysa sem eitt stærsta heilbrigðisvandamál heims. Um 3.000 manns deyja daglega af völdum þeirra í heiminum. Umferðarráð Íslands hélt fræðslu- fund í gær en á honum var vakin athygli á hættum á götum úti, tillögur gerðar um úrbætur og farið yfir hinn mikla kostnað sem hlýst af umferðarslysum hér á landi ár hvert. Ágúst benti á að hraðakstur væri lang- algengasta orsök alvarlegra slysa hér á landi og að undanfarin ár hefði öfgakenndum tilvik- um hraðaksturs fjölgað. Slík tilfelli miðar Ágúst við 180 km hraða og kallar ofsaakstur. Hann segir yngstu ökumennina yfirleitt þá sem taki upp á slíku. Ágúst og Sigurður Helgason, verkefnisstjóri Umferðarstofu, voru þó báðir sammála um að ekki væri rétt að hækka bílprófsaldur. „Það á að refsa þeim sem þarf að refsa en ekki þeim sem haga sér vel,“ segir Sigurður. Einnig bendir hann á að undanfarin ár hafi tekist að draga úr tjónum af völdum ungra ökumanna um helming með fræðslu. Alltaf verði ein- hverjir eftir sem fræðsla bíti ekki á og fyrir þá verði að finna aðrar aðferðir. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi sam- gönguráðuneytisins, segir að nauðsynlegt hafi þótt að gera breytingar á lögum og reglum um umferðarbrot í ljósi þess ófremdarástands sem skapaðist hér á landi í fyrra. „Ákveðið var að herða aðhald með ungum ökumönnum þannig að ef þeir fá fleiri en fjóra punkta getur lögregla bannað þeim að aka og skikkað þá aftur í bílpróf,“ segir Jóhannes. Einnig verður hægt að gera ökutæki síbrota- manna í umferðinni upptæk. Ungir ökufantar verða skikkaðir aftur í bílpróf Ný og hert viðurlög við umferðarbrotum taka gildi í dag. Forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðar- slysa segir fræðslu ekki duga á suma ökumenn, beita verði harðari aðgerðum. Rangt sé að refsa öllum. Íslenskri konu sem býr í Ástralíu er neitað um ellilíf- eyri frá Tryggingastofnun Íslands. Eiginmaður hennar hefur hins vegar fengið lífeyri sendan út frá árinu 1999. Eftir að samið var um Evrópska efnahagssvæðið árið 1994 áttu Íslendingar í löndum utan svæðis- ins, að Sviss og Kanada undan- skildum, engan rétt til ellilífeyris frá Íslandi. Þetta vafðist fyrir starfsmönnum Trygginga- stofnunar. „Það tók menn hér innan dyra tíma að átta sig á samningum og níu manns í Ástralíu fengu rétt- indin fram til ársins 2002. Þetta fólk mun áfram njóta þessa réttar þannig að þetta mál verður ekki látið bitna á þeim,“ segir Glúmur Baldvinsson, upplýsingafulltrúi hjá Tryggingastofnun. Konan í Ástralíu sótti í fyrra- sumar um ellilífeyri frá Trygg- ingastofnun og fannst undarlegt að vera synjað þar sem eiginmað- ur hennar hefur fengið ellilífeyri frá Íslandi allt frá árinu 1999. Tryggingastofnun segir það hafa verið „vegna misskilnings starfsmanna“ sem greiddar voru bætur til fólks í Ástralíu: „Það hefur verið gert án þess að greiðsluheimild væri í raun fyrir hendi,“ viðurkennir stofnunin. Úrskurðarnefnd almannatrygg- inga tekur undir með Trygginga- stofnun: „Það að greiðslur hafi verið inntar af hendi til nokkurra einstaklinga á röngum forsendum vegna mistaka starfsfólks Trygg- ingastofnunar skap- ar að mati úrskurð- arnefndar ekki öðrum rétt.“ Borga ellilífeyri án heimildar kynntu þér málið á www.vg.is TÆKIFÆRI TIL NÝSKÖPUNAR Hagnaður Mosaic Fashions, sem meðal annars rekur Karen Millen og Oasis, nam 14,7 milljónum punda eftir skatta fyrir síðasta rekstrarár. Það jafngildir tæpum 1,4 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 12,6 milljónum punda. Sala ársins jókst um 43 prósent í 585,8 milljónir punda. Rekstrar- hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 72,2 milljónum punda. Það var aukning upp á 22 prósent. Á árinu tók Mosaic tískuversl- anakeðjuna Rubicon Retail yfir. Skýrist vöxtur ársins að miklum hluta til af því. 1,4 milljarðar Sex hæða íbúðar- blokk hrundi til jarðar í Istanbúl í gær. Óljóst var hvort einhver var í blokkinni þegar hún hrundi. Brestir fóru að heyrast í blokkinni hálftíma áður en hún hrundi og tókst að rýma hana að mestu að sögn ríkisstjóra Istanbúl-héraðs, Muammer Güler. Niðurrif á samliggjandi byggingu orsakaði hrun íbúðar- blokkarinnar, að sögn borgar- stjórans Kadir Topbas. Ekki er óalgengt í Tyrklandi að byggingar hrynji. Jarðfræðingar hafa hvatt stjórnvöld til að rífa um 50.000 byggingar sem eru taldar geta hrunið verði jarð- skjálfti í Istanbúl. Sex hæða blokk hrundi til jarðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.