Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 86

Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 86
Í gær fór ég með Niki, leikkonu- vinkonu minni, í eitt stærsta kvik- myndastúdíóið hér í borg. Við keyrð- um í gegnum risa hlið og við veginn upp að húsinu stóðu há tré. Fyrir framan húsið var marmaraverönd með marmarasúlum og sundlaug í risa garðinum. Þetta var dæmigerð höll eins og venjulegt ríkt fólk bjó í á tímum keisarans. Eftir bylting- una tók stjórnin margar svona hall- ir í sína vörslu og núna hýsir þetta ótrúlega fallega hús kvikmynda- bransann. Þarna eru fullkomnustu klippi- herbergin og hljóðstúdíóin í Íran. Íranar eru mikil kvikmyndaþjóð og írönskum kvikmyndagerðamönnum hefur gengið vel í alþjóðlega kvik- myndaheiminum, þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður heimafyrir, aðal- lega vegna stöðugrar ritskoðunar. Ritskoðunin fer fram í þrem- ur stigum. Fyrst þurfa leikstjórar að ritskoða sjálfa sig meðan á ferl- inu stendur, þeir þurfa alltaf að hafa bak við eyrað hvað þeir mega og mega ekki og hversu langt þeir geta dansað á þeirri línu. Á öðru stigi skila þeir handritinu til ritskoðunar- nefndar menningarráðuneytisins til að fá leyfi. Handritinu er yfirleitt breytt á því stigi. Þegar myndin er fullunnin fer hún aftur fyrir ritskoð- unarnefndina sem gefur grænt ljós eða bendir á nokkrar senur sem eru ekki í lagi. Þá fer fram annað klippiferli til að fá græna ljósið. En þótt allt sé klippt í burtu sem gerð var athugasemd við fá ekki allar myndir leyfi. Þannig eru helstu leik- stjórar Íran sem njóta al- þjóðlegra vinsælda oftar en ekki bannaðir heima- fyrir. Í vikunni fór ég á bókaráðstefnu sem er sú stærsta í Mið-Austurlönd- um. Þar voru allir mögulegir bókaútgefendur heimsins komnir saman en stjórn- in fylgist vel með hvaða bækur eru í boði. Bækur eru oftar en ekki á bannlista. Það er fyndið að fletta í gegnum bækurnar í bókabúðun- um og sjá límmiðana sem er búið að líma yfir einhverjar myndir. Sömu- leiðis ritskoða íranskir höfund- ar sjálfa sig meðan þeir skrifa og bókin þarf að sleppa í gegnum rit- skoðunarferlið áður en hún er gefin út. Um daginn hitti ég ungan rithöf- und sem unnið hefur Bókmennta- verðlaun Írans. Hann sagði mér að bókaútgáfa hefði dregist saman eftir að nýi forsetinn tók við. Færri höfundar sleppa í gegn en áður. Sama gildir um tónlistarbrans- ann. Þessi ritskoðun fer fram á eig- inlega öllum stigum samfélagsins. Bæði í listum og daglegu lífi. Af því að netið er svo heiftarlega ritskoð- að eru endalaust margar vefsíður bannaðar hér. Hér eru vefsvæði eins og YouTube og MySpace kolólögleg fyrirbæri og að sjálfsögðu blokker- aðar. En í staðinn eiga Íranar líklega bestu hakkara í heimi. Tölvunördar í Íran þurfa að vera helm- ingi klárari til að komast framhjá öllum þessum hindrunum. Ef eitthvað er bannað þá er það helm- ingi meira spennandi. Þannig eru ýmsar leiðir sem unga fólkið finnur til að komast framhjá filter- unum og tónlist er „dán- lódað“ grimmt af netinu. Íranskir krakkar hlusta á alla tónlist á mp3. Annars byggja Íranar menningu sína að miklu leyti á listum og lista- saga Persíu er mjög rík. Fólk vitn- ar ennþá í helstu ljóðskáldin Hafez, Ferdosi, Saadi, og Rumi í daglegu lífi. Hafez er á rokkstjörnustalli og sömuleiðis Rumi sem er mjög vin- sæll meðal unga fólksins. Hvergi hef ég séð jafn mikið af ungum krökk- um með SLR-myndavélar á öxlinni, og þá er ég ekki að tala um túrista því þeir eru sjaldséðir, heldur ungt kreatívt Teheran-fólk. Ljósmyndun, málun, kvikmyndagerð, hljóðfæra- leikur og svo framvegis er eitthvað sem fólk gerir mjög náttúrulega hér, og eru algeng hobbí. Málara- trönur þykja sjálfsögð húsgögn og þótt þú sért læknir, verkfræðingur eða tölvunarfræðingur er mjög lík- legt að listrænir hæfileikar blómstri heimafyrir. Þrátt fyrir allt og allt er hér blómstrandi listalíf. Í vikunni fór ég á opnanir í stærstu listamiðstöð- inni hér í borg sem heitir einfald- lega Artist´s House. Þar var mikið líf og alls konar listum blandað saman. Þar voru heilu fjölskyld- urnar mættar og aldursbilið var frá ungabörnum með snuð til gam- almenna í hjólastólum. Artist´s House er á nokkrum hæðum og þar var myndlistarsýningum, bíó- sýningum, spuna, leikritum, ljós- myndasýningum og svo framveg- is blandað saman. Þar voru bæði frægir listamenn og leikarar og venjulegt fólk komið saman til að njóta. Umhverfis húsið er stór garður með gosbrunnum þar sem fólk sat úti og drakk te langt fram á kvöld meðan listalífið iðaði inn- andyra jafnt sem utan. Það verður ekki annað sagt en að Teheran sé mjög lifandi borg og fólkið sömu- leiðis. hannabjork@gmail.com hannabjork.blogspot.com Ég var aftur orðinn einstæðingur, umkomulaus, vonsvikinn, iðrandi. Lindir allífsins voru horfnar niður í sandauðnir sálarinnar. Lóurnar horfnar úr móum og túnum. Spó- arnir flúnir af melum og börðum. Hrossagaukurinn hættur að seiða til sín ástvininn uppi í bláma himinsins. Gustkaldur vindgnýr í fjallinu í stað glitrandi leiks lækjarins. Og ég söng án þess að unna hjarta mínu andartaks- hvíldar: Taktu sorg mína, svala haf. Taktu sorg mína, svala haf. Þannig enda allir dagar, sem hefjast með ást á hinu forgengi- lega. Þórbergur Þórðarson: Íslenzkur aðall (1938) Salome Þorkelsdóttir skrifar mér og telur eðlilegra að tala um karla og konur en menn og konur – og jafnvel fremur karlmenn og kvenmenn – en karlmenn og konur. Orðið maður getur merkt tegund- ina, en einnig karlmaður. Skýrt dæmi um fyrri merkingu má lesa í 13. kafla Laxdælu er Höskuld- ur Dala-Kollsson fór út að ganga: „sá hann þar tvá menn og kenndi; var þar Ólafur sonur hans og móðir hans“. Í kvæðinu alþekkta segir: „bæði menn og fljóð“ og er maður þar auðvitað karlmaður. Því er ærið löng hefð fyrir hvoru tveggja. segir í fyrirsögn í Blaðinu 1. maí – og mætti þessi blaðamað- ur læra að so. krefjast stýrir eign- arfalli og kvenkynsorð sem enda á –ing fá eignarfallsendingu – ar. Þessi blaðamaður er þó ekki einn um slík afglöp. Í Fréttablað- inu sama dag má lesa eftirfarandi: „Að sögn Bjarna er það rakið til þriggja þátta: Aukningu(ar) á um- svifum bankans, eflingu(ar) inn- viða bankans (nástaða) og fjárfest- ing(ar) í framlínustarfsfólki til frekari vaxtar.“ Þurfa blaðamenn ekki lengur að kunna venjulegar fallbeygingar? Þarna kemur líka við sögu tor- kennilegt orð: framlínustarfsfólk. Ég þykist að vísu hafa hugboð um merkingu þess orðs, en skelfing finnst mér það ljótt. Ég hygg það nýmæli að tala um reynslubolta, einkum þegar reyndur maður lætur af störfum eða hverfur af vettvangi. Finnst mönnum það fallegt? Ég kannast við ýmiss konar bolta, meira að segja straubolta og drykkjubolta. Bolti getur merkt hár og gild- ur maður, og kannski er drykkju- boltinn einhver sem er mikill fyrir sér í drykkjuskap. En að tengja bolta reynslu, er það eðlilegt? Þegar Guðmundur Magnússon lét af störfum á Austurlandi 1996, sendu starfsmenn og nemendur Hafnarskóla honum lítið hefti með sögum og ljóðum eftir nemend- urna. Það var kærkomin sending. Heftið nefndu þau Undir Horna- fjarðarmána. Hann þakkaði fyrir með eftirfarandi braghendu: Launa vil ég litla bók með ljóði mínu. Hollar átti ég heillastundir „Hornafjarðarmána undir“. Artí Teheran og iðandi listalíf Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. LEYSTU KROSSGÁTUNA! Þú gætir unnið “A good year” á DVD með Russel Crow! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.gatur.net
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.