Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 26
Greining Glitnis hefur hækk- að verðmat sitt á Alfesca úr 5,2 krónum í 5,3 krónur á hlut. Verð- matsgengið var 2,5 prósentum yfir gengi á markaði þegar upp- fært verðmat var gefið út. Gengi félagsins hafði hins vegar lækk- að um 0,78 prósent seinni partinn í gær. Mælt er með því að fjárfest- ar haldi bréfum sínum í félaginu horft til langs tíma. Markgengi félagsins er sett á 5,5. Það er spá greiningardeildarinnar um hvar gengi í félaginu muni standa að sex mánuðum liðnum. Helstu ástæðurnar að baki hækkuðu verðmati eru gott upp- gjör á þriðja fjórðungi fjárhags- árs félagsins, janúar til maí á þessu ári. Þá hefur laxaverð lækk- að á síðustu mánuðum en rekstur Alfesca er mjög háður sveiflum í því. Þar að auki mun endurfjár- mögnun félagsins, sem nú stend- ur yfir, minnka vaxtakostnað og hafa þannig jákvæð áhrif til lengri tíma. Hærra mat á Alfesca [Hlutabréf] Vanskil fyrirtækja eru nú hærri en verið hefur frá miðju ári 2005. Þetta sýnir ný samantekt Fjár- málaeftirlitsins á tölum um van- skil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok mars 2007. Vanskil- in eru þó mun lægri en þau voru á árunum 2000 til þess tíma. Vanskilahlutfall fyrirtækja er 0,8 prósent í lok 1. ársfjórðungs 2007 samanborið við tæplega 0,5 prósent í árslok 2006. Þegar hlutföllin eru mæld með eins árs tímatöf kemur í ljós að þau eru eitt prósent samanborið við 0,7 prósent í árslok 2006. Með eins árs tímatöf er átt við að vanskil- in eru sett fram sem hlutfall af útlánastofninum árið á undan. Miðað við tveggja ára tímatöf eru vanskilin 1,8 prósent sam- anborið við tæplega 1,2 prósent í árslok 2006. Með því að skoða vanskil með eins og tveggja ára tímatöf má sjá hvort undirliggjandi vöxt- ur hafi verið í vanskilum. Til að mynda ef mikil útlánaaukning hefur verið eru í stofninum ný- veitt útlán sem ekki er farið að reyna á. Með því að setja nýleg vanskil í hlutfall við stóran stofn, sem að hluta til eru ný útlán, getur því hlutfallið lækkað, jafn- vel þótt vanskilin gætu verið að aukast. Vanskilahlutfall einstaklinga er rúmlega 0,8 prósent í lok 1. ár- sjórðungs sem er lítillega hærra en í árslok 2006. Á sama mæli- kvarða hafa vanskilahlutföll einstaklinga miðað við eins og tveggja ára tímatöf eitt prósent og 1,6 prósent samanborið við 1,1 og 1,8 prósent í árslok 2006. Vanskil einstaklinga eru nánast óbreytt frá árslokum 2006. Þau hafa ekki verið lægri á því sex ára tímabili sem samanburður- inn nær yfir. Vanskil hafa aukist Létt pepperoni Kröftugt, létt og ljúffengt á hvaða brauð sem er. Brauðskinka Girnileg brauðsneið, og fullt fullt af góðri skinku. Hangiálegg Hangikjöt og flatbrauð. Létt og ávallt gott. F íto n eh f. / S ÍA Undanfarin misseri hafa sérfræðingar Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands leitað ljósum logum að galdramixtúrunni að baki íslensku útrásinni. Umfangsmiklu rannsóknaverkefni var ýtt úr vör síðastliðið haust í þessu miði. Er með því leitast við að svara hver árangur íslensku útrásarfyrir- tækjanna hefur verið og hvað skýrir þessa velgengni. Ýmsir merkilegir vísar að vel- gengninni hafa fundist og fleiri má vænta í framtíðinni. Á þriðjudaginn kynnti Auður Hermannsdóttir, verkefnastjóri hjá Við- skiptafræðistofnun, vinnugrein sína, Snjólfs Ólafssonar og Annýjar Berglindar Thorsten- sen, sem sneri að þróun á erlendum fjárfest- ingum Íslendinga á árunum 1998 til 2005. Engan skyldi undra að tölurnar sýna mikla aukningu í erlendri fjárfestingu. Eftir árið 2000 tók hlutfall beinna erlendra fjárfest- inga að aukast verulega. Árið 2005 var hlut- fall þeirra orðið rúmlega 78 prósent er- lendra fjárfestinga frá Íslandi. Þær atvinnu- greinar þar sem hlutfallsleg aukning hefur verið mest á tímabilinu er í eignarhaldsfé- lögum og öðrum viðskiptum, fjármálaþjón- ustu og framleiðslu. Fjármagnsflæði sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var afar mikið hér á landi árin 2004 og 2005 og mun meira en í öðrum OECD-lönd- um. Á sama tímabili dróst fjármunaeign frá hinum Norður- löndunum og Bret- landi, sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu, heldur saman. Peningaskápurinn... Stjórnir Símans og Anza greindu starfsfólki sínu frá því í gær að fyrirtækin verði sameinuð og muni starfsfólk Anza hefja störf hjá Sím- anum 1. júlí næstkomandi. Sem kunnugt er var Síminn stærsti eig- andinn í Anza. Stjórnirnar telja að með sam- einingunni skapist tækifæri til að veita fyrirtækjum enn betri þjón- ustu auk þess sem góð samlegðar- áhrif komi fram með samrunanum. Hreinn Jakobsson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Anza, mun setja á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn og byggja upp starfsemi Skipta hf, móðurfélag Símans, í Skandinavíu. Mun hann meðal annars vinna að málum Sirius IT í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð og kanna ný fjárfest- ingatækifæri á sviði upplýsinga- tækni, að því er segir í tilkynningu á vef Anza. Sameinast Símanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.