Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2007 15sjómannslíf fréttablaðið Sýningin „Hertur, frystur, salt- aður – fiskur í lífi borgarbúa“ verður opnuð á sjóminjasafn- inu. Hún fjallar um Fiskvinnslu BÚR á Granda og Meistaravöll- um. Sýningin Hertur, frystur, saltaður – fiskur í lífi borgarbúa verður opnuð í Sjóminjasafni Reykjavík- ur næsta laugardag. Á sýningunni er fjallað um fiskvinnslu BÚR á Granda og Meistaravöllum. Bæjarútgerð Reykjavíkur hóf rekstur árið 1947 með komu fyrsta nýsköpunartogarans, Ingólfs Arnarsonar RE 201. Í kjöl- farið sigldi hver togarinn á fætur öðrum og innan fárra ára gerði BÚR út átta togara. Árið 1950 lét BÚR reisa stóra fiskverkunarstöð á Meistaravöllum við Kaplaskjóls- veg. Þar var um árabil rekin um- fangsmikil saltfisk- og skreiðar- vinnsla, auk síldarvinnslu og þjón- ustu við togara útgerðarinnar. Þessi vinnsla útvegaði hundr- uðum borgarbúa, eldri sem yngri, atvinnu. Árið 1959 keypti bæjar- útgerðin hraðfrystihús Fiskiðju- vers ríkisins á Grandagarði 8 og var þar rekin fiskvinnsla og fryst- ing fram til ársins 1985. Sýningin í Sjóminjasafninu fjallar um þessa miklu land- vinnslu á sjávarafurðum sem Bæjarútgerðin stóð fyrir í áratugi og var gríðarlega mikilvæg í at- vinnulífi borgarbúa. Á sýningunni má meðal ann- ars sjá skreiðartrönur, saltfiskinn og innsýn í frystingu. Um fimm- tíu mannlífsmyndir frá starfsemi BÚR verða á veggjum sýningar- salarins og ef til vill geta fyrrum BÚR-stelpur þekkt sig á myndum. Þess má geta að núverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Vil- hjálmsson, var í síðustu BÚR- stjórninni ásamt þeim Kristjáni Benediktssyni og Björgvini Guð- mundssyni. Hann opnar sýning- una kl. 11.00. Hertur, frystur og saltaður Af er það sem áður var í fiskverkun. Í Sjóminjasafninu er dregin upp mynd af starfsemi BÚR, fiskvinnslufyrirtækis í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STAÐREYNDIR UM SJÓMANNADAGINN Sjómannadagurinn var fyrst haldinn í Reykjavík og Ísafirði 6. júní 1938 og breiddist siðurinn út um allt land á fáum árum. Sjómannadagurinn er venju- lega haldinn fyrsta sunnudag í júní. Eina undantekningin á því er þegar hvítasunnu ber upp á þann dag. Talið er að um tvö þúsund sjómenn hafi tekið þátt í skrúð- göngu í Reykjavík árið 1938. Nú er sjómannadagurinn víða mesti hátíðisdagur að jólunum undanskildum. Á sjómannadeginum er starf sjómanna kynnt og á hann að efla samhug sjómanna. Einnig minnast menn drukkn- aðra sjómanna. Það eru samtök sjómanna sem sjá um hátíðar- höldin. Árið 1987 voru sett sérstök lög um sjómannadaginn þar sem tímasetning hans var lögfest og settar reglur til að tryggja sem flestum sjómönnum frí þann dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.