Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 24
hagur heimilanna Pressar vítamínsprengju á morgnana Alma Dröfn Geirdal, framkvæmda- stjóri Forma, á sjálfvirka rykmoppu og þarf því ekki að moppa gólfin sjálf. Verðmerkingar á ýmsum vörutegundum í verslunum Byko gefa til kynna að þær séu á tilboði þótt enginn afsláttur sé í boði. Ekki er ætlunin að blekkja neytendur og merkingunum verður breytt, segir inn- kaupastjóri Byko. Verðmerkingar á mörgum vörutegundum í verslun- um Byko gefa til kynna að vörurnar séu á tilboði þótt þær séu það ekki, með þeim afleiðingum að neytend- ur fá ekki afslátt sem þeir telja sig eiga rétt á. For- svarsmenn Byko viðurkenna að þetta sé gagnrýni- vert og ætla að breyta því eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Ákveðnir vöruflokkar hafa um langt árabil verið merktir með stöfunum TB á verðmiða í verslunum Byko, til dæmis svo til öll rafmagnsheimilistæki, parket og ýmis rafmagnsverkfæri. Starfsmenn versl- ana Byko hafa upplýst að stafirnir séu skammstöfun fyrir orðið „tilboð“ og vörurnar því í raun á tilboði í verslununum. Allir viðskiptavinir Byko geta fengið viðskiptakort sem gefur 10 prósent afslátt af vörum öðrum en til- boðsvörum, eins og fram kemur á vef Byko. Þegar þessir neytendur kaupa vörur sem eru TB-merktar fá þeir ekki afslátt af vörunum þó ekki komi skýrt fram að þær séu á tilboði. „Mér finnst þetta alveg út úr kortinu,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir, stjórnandi leiðbein- ingar- og kvörtunar- þjónustu Neytenda- samtakanna. „Það gilda lög um þetta [...] þegar eitthvað er auglýst á útsölu þýðir ekki að koma með eitthvert verð og segja að það sé tilboð, eða þetta sé útsala. Þarna er verið að gabba neytendur, ef eitthvað er sett á útsölu á neyt- andinn alltaf rétt á því að sjá upprunalegt verð og útsalan, tilboðið eða afslátturinn reiknast af því verði.“ Pétur Andrésson, innkaupastjóri Byko, segir TB- merkingarnar hafa komist þannig á að upphaflega hafi einungis tilboðsvörur verið merktar með TB, svo kassastarfsmenn áttuðu sig á því að ekki ætti að veita afslátt. Mál hafi svo þróast þannig að TB hafi einnig verið notað á vöruflokka sem séu þess eðlis að ekki sé hægt að veita af þeim afslátt. Ekki hafi verið ætlunin að blekkja neytendur. Alls séu á bilinu 13 til 15 prósent af veltu Byko vegna TB-vara. Til hefur staðið í nokkurn tíma að breyta þessum merkingum og þar með skilmálum viðskiptakortsins, segir Pétur. Fyrirspurn Fréttablaðsins verði til þess að þær breytingar verði kláraðar. Vörur á tíma- bundnu tilboði verði eftir sem áður merktar TB. Til viðbótar komi ný merking, EA, sem standi fyrir „ekki afsláttur“. Jafnframt verði þess getið þegar við- skiptavinir fái afsláttarkjör að þau gildi ekki á vörum sem merktar eru með EA. Vörur tilboðsmerktar en eru ekki á tilboði Verð á hádegismáltíð í mötuneyt- um grunnskóla er afar misjafnt eftir skólum. Neytendastofa kann- aði á dögunum verð á skólamáltíð- um í kjölfar lækkunar virðisauka- skatts 1. mars síðastliðinn. Dýrasti hádegisverðurinn er í Grunnskól- anum í Stykkishólmi en þar kostar maturinn 417 kr. Ódýrasta máltíð- in er í mötuneyti Grunnskólans á Hellu en þar kostar máltíðin aðeins 140 kr. Könnunin tók til 124 skóla í 39 sveitarfélögum. Í 38 skólum greiða nemendur aðeins fyrir hráefnið. Í 79 skólum greiða þeir einnig hluta rekstrarkostnaðar og í fjórum skólum greiða nem- endur allan kostnað við skólamötuneytið, þar með talið laun, rekstur og viðhald. Aðeins tveir skólar, Grunnskóli Skaga- strandar og Stóru-Vogaskóli í Vatnsleysustrandarhreppi, bjóða upp á ókeypis skólamáltíðir. Könnunin leiðir í ljós að algengt er að skilmálar séu óljósir um skiptingu milli hráefniskostnaðar og annars kostnaðar. Neytenda- stofa hvetur forsvarsmenn mötu- neytanna til þess að hafa skýra skilmála um kostnaðarskiptingu og verðmyndun máltíða. Ekkert mat var lagt á gæði mál- tíðanna í könnuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.