Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 28
greinar@frettabladid.is
Þorsteinn Pálsson ritstjóri spurði um daginn beittrar
spurningar í leiðara þessa blaðs.
Úr því að Frökkum duga fimmtán
ráðuneyti handa sextíu milljónum
manns, hvers vegna þurfa Íslend-
ingar tólf? Svarið blasir við. Það
væri hægt að komast af með færri
ráðuneyti og færri ráðherra. Verk-
efni sumra ráðuneytanna útheimta
ekki óskiptan ráðherra, enda voru
þau oftast á fyrri tíð aukabúgrein
hjá ráðherrum í öðrum ráðuneyt-
um. Tökum dóms- og kirkjumála-
ráðuneytið. Þegar Borgaraflokkn-
um var bætt í þriðju ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar
1989, var ráðherrum fjölgað úr
níu í ellefu á þann veg, að dóms-
og kirkjumálaráðuneytið fékk í
fyrsta skipti sérstakan ráðherra.
Þetta var bersýnileg atvinnubóta-
ráðstöfun. Sagan endurtók sig
1999, þegar ráðherrum var fjölg-
að úr tíu í tólf. Bólgan hefur birzt
í ýmsum öðrum myndum eins og
starfsheitin ráðherra Hagstofu
Íslands og samstarfsráðherra
Norðurlanda bera með sér.
Ríkisstjórnin nýja stefnir að því
að sameina sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytið í nýju atvinnu-
vegaráðuneyti. Það er spor í rétta
átt, en of stutt. Það á ekki vel við
að kenna ráðuneyti við atvinnu-
vegi án þess að hafa langfjölmenn-
ustu atvinnuvegi landsins með:
iðnað, verzlun og þjónustu. Það
þarf að bæta iðnaðarráðuneytinu
og viðskiptaráðuneytinu, sem voru
á einni hendi frá 1988 þar til nú, í
púkkið til að draga úr landlægum
ríg milli atvinnuveganna og sætta
ólík sjónarmið. Hingað til hafa út-
vegsmenn og bændur notað ráðu-
neyti sjávarútvegs og landbúnað-
ar til að hygla sjálfum sér sum-
part á kostnað iðnaðar, verzlunar
og þjónustu. Með því að færa yfir-
stjórn allra atvinnuvega á eina
hendi er hægt að girða fyrir þenn-
an gamla ríg og gæta almanna-
hags. Atvinnuvegaráðherrann
þarf að bera hag allra atvinnu-
vega fyrir brjósti. Með líku lagi er
í hagræðingarskyni hægt að sam-
eina dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið, samgönguráðuneytið og
umhverfisráðuneytið í nýju innan-
ríkisráðuneyti. Ráðuneytin þurfa
ekki að vera fleiri en átta. Lítum
á listann.
Forsætisráðuneytið þarf að
færa í fyrra horf með því að færa
umsýslu efnahagsmála aftur til
fjármálaráðuneytisins og skerpa
á verkstjórnarhlutverki forsætis-
ráðuneytisins. Hagstjórnin fór úr
böndunum, þegar valdsvið fjár-
málaráðuneytisins var þrengt
fyrir nokkrum árum, Þjóðhags-
stofnun var lögð niður og efna-
hagsmálin voru færð inn í hring-
iðu stjórnmálanna í forsætisráðu-
neytinu, þar sem þau eiga ekki
heima.
Utanríkisráðuneytið helzt
óbreytt. Evrópumálin munu skella
á ráðuneytinu af fullum þunga,
þegar umsókn Íslands um aðild að
Evrópusambandinu verður lögð
fram.
Fjármálaráðuneytið þarf að
færa í fyrra horf með því fela því
aftur óskoraða yfirumsjón hag-
stjórnarinnar og annarra efna-
hagsmála.
Atvinnuvegaráðuneytið fer með
mál allra atvinnuvega eins og lýst
er að framan.
Heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið stendur óbreytt, nema rétt
þyki að færa almannatryggingar
til félagsmálaráðuneytisins eins
og ríkisstjórnin áformar.
Félagsmálaráðuneytið getur létt
tryggingamálum af heilbrigðis-
ráðuneytinu. Einnig kemur til
greina að sameina félagsmála-
ráðuneytið og heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytið, svo að ráðu-
neytin verða þá sjö frekar en átta.
Ráðherrar voru sjö frá 1960 til
1974.
Menntamálaráðuneytið er
eins og það á að vera og þarfnast
engrar yfirhalningar.
Innanríkisráðuneytið fer með
dóms- og kirkjumál, samgöngumál
og umhverfismál.
Er lítið gert úr umhverfismálum
með því að hafa þau ekki áfram í
sérstöku ráðuneyti? Nei. Við höfum
haft sjö umhverfisráðherra síðan
1989, og enginn þeirra lyfti litla
fingri til að hefta lausagöngu bú-
fjár, sem er þó langbrýnasti um-
hverfisvandi Íslands. Við leysum
ekki vandamál með því að fjölga
ráðherrum. Hitt virðist líklegra,
að fækkun ráðherra væri til bóta.
Ný ríkisstjórn Geirs H. Haarde
hefði átt að leggja upp með átta
ráðherra, ekki tólf. Hún hefði þá
unnið hugi og hjörtu landsfólks-
ins í einu vetfangi. Hún þarf á með-
byr að halda, því að mörg brýn
verkefni bíða úrlausnar, þar á
meðal endurskipulagning verka-
skiptingar í heilbrigðis- og mennta-
málum. Hefði ríkisstjórnin varð-
að veginn með vandlegri umskipun
í eigin ranni strax í upphafi, hefði
hún getað vænzt víðtæks stuðnings
við margar erfiðar ákvarðanir. Enn
er tími til stefnu. Það er aldrei of
seint að breyta rétt.
Fækkun ráðuneyta
Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum og einsett sér að koma á jafnvægi í
þjóðarbúskapnum. Viðtækt jafnvægi á
sem flestum sviðum er best til þess fall-
ið að tryggja langvarandi hagvöxt og við-
unandi starfsskilyrði fyrirtækja en um
leið kaupmátt launafólks. Af einhverj-
um ástæðum vilja sumir skrifa það ójafn-
vægi, sem hér ríkir, á reikning ál- og orku-
iðnaðar. Það á ekki við haldbær rök að styðjast.
Þar vega aðrir þættir þyngra, aðallega breytingar
á fasteignamarkaði, vaxandi einkaneysla, mikil
samneysla og lækkun skatta.
Vissulega hafa byggingaframkvæmdir við ál- og
orkuver í för með sér viðskiptahalla meðan á þeim
stendur þar sem flytja þarf inn mikið af fjárfest-
ingarvörum. Sá halli er hins vegar ekki vandamál
þegar horft er til þess að árlega mun áliðnaðurinn
flytja út verðmæti fyrir hundruð milljarða næstu
áratugina. Sá útflutningur hefur jákvæð áhrif á
viðskiptajöfnuð. Í þessu sambandi er oft
talað um góðkynja viðskiptahalla þegar
hann stafar af uppbyggingu nýrra útflutn-
ingsfyrirtækja.
Árið 2006 var ál flutt út fyrir ríflega 61
milljarð króna. Reiknað er með að útflutn-
ingurinn aukist um 75% á þessu ári og um
50% á því næsta og verði þá um 143 millj-
arðar. Þessi aukning er vegna stækkunar
Norðuráls á Grundartanga og starfsemi
Alcoa Fjarðaáls. Í fyrra nam álútflutningur
23,5% af heildarverðmæti vöruútflutnings
en hlutfallið mun hækka í 35% á þessu ári
og 41% á því næsta.
Vegna vaxandi vægis álútflutnings breikkar út-
flutningsgrunnur þjóðarbúsins og hvílir á fleiri
sterkari stoðum en áður. Sá tímabundni viðskipta-
halli, sem skapast vegna uppbyggingar ál- og orku-
iðnaðar, er því síður en svo vandamál. Þvert á móti
mun aukinn álútflutningur stuðla að betra jafn-
vægi í þjóðarbúskapnum og vinna þannig með
efnahagsmarkmiðum nýrrar ríkisstjórnar.
Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Vaxandi álútflutningur stuðl-
ar að auknum stöðugleika
Ríkisstjórnin nýja stefnir að
því að sameina sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytið í
nýju atvinnuvegaráðuneyti.
Það er spor í rétta átt, en of
stutt.
Bankastræti • Fjörður • Kringlan • Laugavegur 178 • Smáralind
HEITASTA VÉLIN
EOS 400D
með 18-55mm linsu
10,1 milljón pixla
2,5" skjár
Níu punkta fókus
Digic II örgjörvi
3 rammar á sek.
allt að 27 rammar í burst
Picture style – mismunandi
litir og áhrif
Hugbúnaður til RAW vinnslu í tölvu
Video out
Vegur aðeins 510 grömm
Val á yfir 60 linsum við vél
Sumarstemning
S
amtök um kvennaathvarf verða 25 ára næstkomandi
laugardag, 2. júní. Kvennaathvarfið tók svo til starfa
hálfu ári síðar, í desember 1982. Fyrsta kvennaathvarf-
ið var stofnað í Bretlandi í upphafi áttunda áratugarins
en hugmyndin breiddist hratt út og hefur skotið rótum
í vestrænu samfélagi.
Markmið Kvennaathvarfsins er að veita konum sem hafa orðið
fyrir ofbeldi, og börnum þeirra, skjól gagnvart ofbeldismönnum
og einnig að vinna forvarnarstarf í því skyni að draga úr heimil-
isofbeldi og ofbeldi gegn konum. Sömuleiðis er markmið Kvenn-
aathvarfsins að veita konum sem hafa orðið fyrir nauðgun að-
stoð.
Auk þess að bjóða upp á dvöl fyrir konur sem kjósa að fara
burt af heimilum sínum vegna ofbeldis býður Kvennaathvarf-
ið upp á stuðningsviðtöl við konur sem búa við, eða hafa búið
við, heimilisofbeldi. Sömuleiðis er í boði símaráðgjöf í athvarf-
inu allan sólarhringinn og sjálfshjálparhópar fyrir konur sem
hafa orðið fyrir ofbeldi.
Ársskýrsla Kvennaathvarfsins sem kom út fyrr í mánuðinum
sýnir svo ekki verður um villst að þörfin á kvennaathvarfi er
afar mikil. Aldrei hafa fleiri komur verið skráðar í athvarfið en
árið 2006 og aldrei fleiri viðtöl. Vissulega endurspegar það ekki
endilega vaxandi þörf heldur vaxandi umræðu um kynbundið of-
beldi sem leiðir til þess að konur leita sér frekar aðstoðar þegar
þær verða fyrir ofbeldi en þær gerðu áður.
Þeim konum sem kæra ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir fjölg-
ar engu að síður afar hægt en að því er virðist örugglega. Í fyrra
kærðu sextán prósent þeirra kvenna sem höfðu leitað til Kvenna-
athvarfs. Hlutfall kærðra nauðgana er ekki heldur hátt. Þegar
lágt hlutfall dóma í málum sem snúa að kynbundnu ofbeldi er
skoðað þarf ekki heldur að undrast að fórnarlömbin dragi í efa
að það þjóni tilgangi að kæra. Þessu þarf að breyta og verður
vitanlega ekki breytt nema með því að konur kæri ofbeldi sem
þær verða fyrir.
Á síðasta þingi var samþykkt fimm ára aðgerðaáætlun gegn
kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Ástæða er til að
fagna þessari áætlun og binda vonir við að hún skili sér í raun-
verulegu lífi fólks. Heimilið á að vera griðastaður. Þar á aldrei
að líðast ofbeldi í krafti aflsmunar. Konur og karlar verða að
vinna samhent að því að útrýma þessu ofbeldi.
Framlag Samtaka um kvennaathvarf í aldarfjórðung er ómet-
anlegt og líf fjöldamargra kvenna hefur tekið nýja stefnu eftir
dvöl í Kvennaathvarfinu þar sem vítahringur ofbeldis hefur
verið rofinn. Þannig hefur Kvennaathvarfið skipt sköpum og
mun gera áfram um ókomin ár.
Kvennaathvarf í
aldarfjórðung
Framlag Samtaka um kvennaathvarf í aldarfjórðung
er ómetanlegt og líf fjöldamargra kvenna hefur tekið
nýja stefnu eftir dvöl í Kvennaathvarfinu.