Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 1
69%
30%
37%
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars 2007.
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
höfuðborgarsvæðið
Fimmtudagur
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
30
10
20
40
0
50
60
80
70
Goth-tískan á upptök sín í nýbylgju ní d
áratugari
Mörkinni 6, Símí 588-5518
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
Spretta eins
og goth-kúlur
Á skólaskipi í kringum
landið
sjómannslífFIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2007 Endurfundir skipsdrengjaÁ sjómannadaginn hittast drengir sem sigldu á skólaskipunum. BLS. 8
www.vedur.is
Rúmlega tvær og
hálf milljón tonna af norsk-
íslenskri síld eru gengnar inn í
íslensku fiskveiðilögsöguna fyrir
austan land, að mati Hafrann-
sóknastofnunarinnar. Margt þykir
benda til þess að síldin sé að taka
upp fyrra göngumynstur og muni
hafa vetursetu við landið. Sjávar-
útvegsráðherra telur að samnings-
staða Íslendinga breytist mjög til
hins betra verði það raunin.
Þetta er niðurstaða mælingar
Hafrannsóknastofnunar eftir
árlegan leiðangur við síldar-
mælingar fyrir austan land.
Guðmundur J. Óskarsson, sér-
fræðingur á nytjastofnasviði
Hafrannsóknastofnunar, stjórnaði
síðari hluta rannsóknaleiðangurs-
ins. „Mælingin er upp á tvær og
hálfa milljón tonna en við teljum
að enn meira magn sé þarna á
ferðinni,“ segir Guðmundur.
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, segir
niðurstöðu mælingarinnar mjög
merkileg tíðindi. „Við erum að
mæla þarna meira magn innan
okkar lögsögu en síðan á síldar-
árunum. Nú verður áhugavert að
vita hvort hún fer norður fyrir land
eins og hún gerði áður.“ Jóhann
segir tvennt geta skýrt síldargöng-
una; breytt skilyrði í hafinu og
stærð stofnsins sem hefur áhrif á
útbreiðslu hennar. „Þetta hefur
gríðarlega þýðingu varðandi veið-
arnar og staðfestir það sem við
höfum verið að halda fram um rétt
okkar til veiða úr þessum stofni.“
Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra segir það augljóst
mál í sínum huga að síldargangan
styrki samningsstöðu Íslendinga.
„Við vorum ekki yfir okkur hrifnir
með niðurstöðu síðustu samninga
og það voru Norðmenn ekki heldur.
Þeir töldu sig eiga rétt á stærri
hlutdeild með þeim rökum að
stofninn héldi sig að mestu innan
þeirra lögsögu. Norðmenn hafa
sett fram óraunsæjar og ósann-
gjarnar kröfur að okkar mati
hingað til.“
Spurður hvort ekki sé ástæða til
að fylgja rannsóknaleiðangrinum
eftir til að afla sem mestra upplýs-
inga um hvað sé að gerast í hafinu
fyrir austan segir Einar að rann-
sóknir séu forsenda þess að kom-
ast að skynsamlegri niðurstöðu í
samningum um veiðar úr stofnin-
um. „En ég þarf tækifæri til að
fara yfir það með Hafrannsókna-
stofnun hvernig að því verður
staðið á næstunni.“
Síldargangan vel á
þriðju milljón tonna
Rúmlega tvær og hálf milljón tonna af norsk-íslenskri síld mælast fyrir Austur-
landi. Sjávarútvegsráðherra telur gönguna styrkja samningsstöðu Íslendinga
um veiðar. „Mjög merkileg tíðindi“, segir forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Bubbi Morthens fer af
stað með nýjan
sjónvarpsþátt
eftir áramót á
Stöð 2 sem mun
heita Bandið
hans Bubba.
Hann hyggst
ferðast um
landið og leita
að tónlistar-
mönnum sem
syngja á
íslensku. „Ég er búinn að vera í
mörg ár dálítið hissa á því hvað
það er lítið sungið á íslensku,“
segir Bubbi. „Í Idolinu sá ég að
þegar krakkarnir sungu á
íslensku fannst mér sálin í þeim
koma fram,“ segir Bubbi í
samtali við Fréttablaðið. Í
verðlaun fyrir sigurvegarann eru
þrjár milljónir íslenskra króna,
plötusamningur og umboðs-
maður.
Stjórnar nýjum
sjónvarpsþætti
Tveimur tólf ára
stúlkum úr Reykjanesbæ var rænt
og misþyrmt af þremur eldri
stúlkum um helgina.
Á sunnudagskvöld hafði læknir
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
samband við lögreglu og tilkynnti
að hjá honum væru tvær stúlkur
sem hefðu orðið fyrir líkamsáras.
Í ljós kom að stúlkurnar höfðu
verið færðar upp í bíl með valdi
af þremur stúlkum; einni sautján
ára og tveimur fimmtán ára. Óku
þær með stúlkurnar í yfirgefið
hús í Innri-Njarðvík, misþyrmdu
þeim, hárreyttu, hræktu á þær og
niðurlægðu. Einnig voru stúlk-
urnar neyddar til að reykja sígar-
ettur.
Stúlkurnar þrjár voru hand-
teknar skömmu síðar og færðar til
yfirheyrslu. Einnig voru skýrslur
teknar af foreldrum þeirra og
vitnum. Barnaverndarnefnd hefur
verið tilkynnt um málið og kærur
lagðar fram. Málið er enn í rann-
sókn en rannsóknarlögreglan á
Suðurnesjum segir málið við-
kvæmt þar sem allir sem komi að
því séu börn.
Leitandi og frum-
legur kennari
Elín G. Ólafsdóttir hlaut
í gær Íslensku menntaverðlaunin
í flokki kennara sem skilað hafa
merku ævistarfi. Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, afhenti
verðlaunin í Ingunnarskóla í
Reykjavík í gærkvöldi.
Elín kenndi í Langholtsskóla í
Reykjavík í rúm fjörutíu ár. Í
greinargerð dómnefndar segir að
Elín hafi allan sinn feril verið
leitandi og frumlegur kennari.
Menntaverðlaunin í flokki skóla
hlaut Hrafnagilsskóli í Eyja-
fjarðarsveit, sem vakti athygli
fyrir framsækni og farsælt
skólastarf. Kristín Gísladóttir
hlaut verðlaunin í flokki ungra
kennara, en hún þótti fara
ótroðnar slóðir við að afla sér
kennsluefnis. Í flokki námsefnis-
höfunda hlutu þau Ásdís Olsen og
Karl Ágúst Úlfsson verðlaunin
fyrir námsefni í lífsleikni.
Við erum að mæla
þarna meira magn
innan okkar lögsögu en síðan á
síldarárunum. Nú verður áhuga-
vert að vita hvort hún fer norður
fyrir land eins og hún gerði áður.