Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 46
fréttablaðið farið á fjöll 31. MAÍ 2007 FIMMTUDAGUR10
Súgfirðingar hafa ærna
ástæðu til að fagna sjó-
mannadegi þetta árið, enda
gestkvæmt í bænum eftir
að Bobby Fisherman flutti
þangað.
Á Suðureyri blómstar nú ferða-
mannaþjónusta sem aldrei fyrr
en heiðurinn af því á Elías Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Hvíldarkletts og „faðir“ Bobbys
Fisherman.
Elías, sem er innfæddur Súg-
firðingur, hóf uppbygginguna
fyrir nokkrum árum og þetta
vorið er uppskorið af erfiðinu.
Frá fyrsta maí síðastliðnum hafa
tvær flugvélar lent í viku með
tæplega níutíu sjóstangveiðimenn
innanborðs sem dvelja svo í um
sjö daga í senn á Suðureyri, milli
þess sem þeir halda á haf út.
„Þetta hefur gengið mjög vel
fram til þessa. Góð veiði og flottir
fiskar. Uppistaðan er þorskur
en við erum líka að fá steinbít,
ýsu og lúðu. Stærsta lúðan sem
veiddist í síðustu viku var yfir
tveir metrar,“ segir Elías ánægð-
ur í samtali við blaðamann og
bætir við að allt hafi þetta geng-
ið vonum framar. Hann segist
enn fremur ekki vera hræddur
við samkeppni frá öðrum sjávar-
þorpum þar sem af nægu sé að
taka.
„Það er til nóg af sjóstangveiði-
mönnum í heiminum – við gætum
öll haft atvinnu af þessu ef við
vildum og þannig eru næg tæki-
færi fyrir fleiri staði,“ segir þessi
snjalli Súgfirðingur, en gaman er
að geta þess að hann hlaut nýver-
ið verðlaun frá Útflutningsráði
fyrir bestu markaðsáætlunina.
Lilja Rafney Magnúsdóttir er
formaður sjómannadagsráðs á
Suðureyri. Hún segist búast við
því að þýsku veiðimennirnir vilji
taka þátt í dagskránni enda nóg
um að vera bæði laugardag og
sunnudag. „Annars verður Elías
hjá Hvíldarkletti að finna út úr
því hvort hann vilji ekki útskýra
fyrir þeim hvað sé í gangi,“ segir
Lilja Rafney og hlær. „Okkur
líst bara ágætlega á þessa ferða-
menn enda setja þeir svip á
bæinn. Reyndar kippum við
okkur ekki upp við þetta hvorki
til né frá enda erum við því alvön
að hér séu útlendingar,“ segir
Lilja. „Suðureyri hefur verið al-
þjóðlegt þorp í áraraðir og hing-
að eru allir velkomnir sem vilja
vera með okkur. Hin síðari ár
hefur það aukist að Pólverjar og
Taílendingar hafi flust hingað,
upp úr 1950 komu Færeyingar í
hrönnum, svo Ástralir, Ný-Sjá-
lendingar, Bretar, Grænlending-
ar … bara nefndu það! Við tökum
öllum opnum örmum.“
mhg@frettabladid.is
Alþjóðlegur sjómannadagur á Suðureyri
Elías ásamt kampakátum veiðimanni með nýfenginn kola.Elías Guðmundsson við smábátaflota Hvíldarkletts, en þeir ganga
undir nafninu Bobby frá eitt upp í tuttugu og tvo.
Lilja Rafney hefur löngum verið virkur þáttakandi í hátíðarhöldum sjómannadagsins á Suðureyri. Hér tekur hún á í reiptogi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður Sjómannadagsráðs Suðureyrar,
ásamt móður sinni Þóru Þórðardóttur á siglingu um Súgandafjörð.
DAGSKRÁ
SJÓMANNNA-
DAGSINS
Á SUÐUREYRI
LAUGARDAGUR
13.00 Allur smábátafloti
Suðureyrar siglir út Súg-
andafjörð í skoðunarferð.
16.00 Kappróður á Lóni
– kvenna- og karlalið.
20.00 Sjávarréttaveisla og
skemmtiatriði: Kvennakór
Vestfjarða syngur nokk-
ur lög, pólskur trúbador
stígur á svið og að lokum
fer fram stórdansleikur í
íþróttahúsinu á Suðureyri
þar sem hljómsveitin AHA
leikur fyrir dansi.
SUNNUDAGUR
13.45 Skrúðganga frá
Bjarnaborg í sjómanna-
dagsmessu þar sem sjó-
maður verður heiðraður.
15.00 Skemmtidagskrá á
hafnarsvæðinu: Karahlaup,
reiptog, kappbeiting, kara-
róður og lokahlaup ásamt
áhættuatriðinu – hjólað í
sjóinn.