Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 38
31. MAÍ 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið sjómannslíf
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Háþrýstidælur
Vinnuþjarkar ætlaðir til
daglegra nota
HD 10/25-4 S
Vinnuþrýstingur
30-250 bör
500-1000 ltr/klst
Stillanlegur úði
Sápuskammtari
Túrbóstútur + 50%
HD 6/16-4 M
HD 6/16-4 MX
Vinnuþrýstingur
30-160 bör
230-600 ltr/klst
15 m slönguhjól
Stillanlegur úði
Sápuskammtari
Túrbóstútur + 50% Fjölskyldu- og sjómannahátíðin Sjóarinn síkáti
mun standa yfir alla helgina í Grindavík með
stanslausri dagskrá þar sem allir ættu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. Óskar Sævarsson,
ferða- og markaðsmálafulltrúi Grindavíkur og
forstöðumaður Saltfiskseturs Íslands, segir dag-
skrána aldrei hafa verið eins glæsilega og nú.
„Aðaldagur hátíðarinnar er á sunnudaginn en þá
verðum við með gífurlegt úrval af leiktækjum og
ýmsum uppákomum fyrir börnin, auk þess sem eldri
sjómenn verða heiðraðir og veitt verðlaun fyrir
þessar hefðbundnu keppnir sem fylgja sjómanna-
deginum,“ segir Óskar en tekur fram að keppnirnar
fari þó fram á laugardaginn.
„Hátíðin hefst í raun og veru í kvöld þegar Óska-
lög sjómanna verða flutt í þriðja sinn. Það er ofsalega
vinsæll viðburður sem byrjaði í litlu veitingahúsi hér
í bænum en verður nú í Festi og ég held að það sé
þegar orðið uppselt,“ segir Óskar og bætir því við að
reyndar sé þessi viðburður einkaframtak og því utan
við hefðbundna dagskrá sem hefst formlega 1. júní.
Óskar segir blúshátíð fléttast inn í hátíðina þetta
árið en þar mun landslið blúsara mæta á svæðið.
„Síðan verður hið geysivinsæla bryggjuball á föstu-
dagskvöldið. Það hefst klukkan hálf níu og er fyrir
alla fjölskylduna. Við áætluðum að það hefðu verið
um 1.500 manns á ballinu í fyrra og það verða örugg-
lega ekki færri núna,“ segir Óskar og heldur áfram:
„Laugardagskvöldið verður svo endað með stæl því
þá fáum við Magna og Kalla Bjarna í Festi en að auki
verða góðar hljómsveitir á fimm stöðum í bænum.
Rúta mun keyra á milli allra staðanna og einn miði
gildir á þá alla þetta kvöld.“
Þar sem fagnað er sextíu ára afmæli sjómanna-
dagshátíðarinnar í Grindavík í ár er dagskráin veg-
legri en áður hefur verið og gríðarlega mikil stemn-
ing, að sögn Óskars, auk þess sem hún er enn fjöl-
skylduvænni. „Það vantar reyndar inn í dagskrána
að hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson verð-
ur opið almenningi til sýnis á föstudaginn. Annars er
náttúrlega rosalega mikið af viðburðum alla helgina
og erfitt að draga út aðalatriðin í því. Ég bendi á að
við verðum með stórt og mikið tún fyrir húsbíla núna
enda hafa yfirleitt verið fjölmargir slíkir á svæð-
inu,“ segir Óskar, sem reiknar með allt að tíu þúsund
gestum í Grindavík um helgina. sigridurh@frettabladid.is
Sjómannahátíð í sextíu ár
Á sjómannadaginn er keppt í ýmsum óhefðbundum keppnis-
greinum, eins og þessari sem gengur út á að koma andstæð-
ingnum í höfnina. MYND/ODDGEIR KARLSSON
Dagskrá Sjóarans síkáta er sérlega fjölskylduvæn í ár og
börnin ættu að geta skemmt sér vel við hina ýmsu viðburði
alla helgina.
Það er jafnan gríðarleg stemning á bryggjunni þegar sjó-
mennirnir reyna með sér í hinum ýmsu þrautum. Hér er það
jafnvægið og hraðinn sem gilda.
Óskar Sævarsson, ferða-
og markaðsmálafulltrúi
Grindavíkur og forstöðu-
maður Saltfiskseturs,
telur að hátt í tíu þúsund
manns muni sækja
sjómannahátíðina í
Grindavík um helgina.