Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég borða alltaf skál af Cheerios með einni Cornflakes-flögu út í. Þegar ég fæ leið á því, þá fæ ég mér bara Cornflakes og einn Cheerios-hring út í það.“ „Við á Finsen landshöfðingja förum með hinu hefðbundna ís- lenska lagi,” segir siglingameist- arinn Ísleifur Friðriksson. Mikill hiti og kapp er nú að fær- ast í fyrirhugaða róðrakeppni sem að venju er haldin á sjómannadag- inn, að þessu sinni þann 3. júní, og má búast við meiri keppni en oft- ast áður. Fréttablaðið hefur þegar greint frá því að hin sigursæla sveit færeyska saumaklúbbs- ins Stokkarnir ætlar ekki að gefa hlut sinn. Og JPV útgáfan ætlar að mæta til leiks með vaska róðra- sveit. Og nú hefur Siglunes, Sigl- ingaklúbburinn í Nauthólsvík, ákveðið að mynda lið og er ætl- unin að veita Stokkunum maklega keppni. „Já, við ákváðum að taka til ára okkar,” segir Ísleifur en þess bera að geta að Ísleifur hefur einmitt þjálfað þau lið, ef undanskildum Stokkunum, enda þaulvanur sigl- ingamaður. Hann neitar því þó al- farið að hafa kennt þeim skakkt áralag til að auka möguleika sína. Ísleifur segir mikla vakningu í kringum þessa fínu íþrótt og nú verði róðurinn hugsanlega vit- rænni því Sjómannadagsráð hafi ákveðið að hafa einn keppnisbát á sjó yfir sumarið til að lið geti æft á slíkum. „Þær eru nokkrar tegundir af áralagi. Færeyingar hafa allt annað áralag en Íslendingar. Hafn- leysurnar hérna þýddu að menn þurftu að leggjast meira á árarn- ar. Þetta er meiri handavinna í Færeyjum.” Sjómennirnir og frystihúsafólki hefur látið undir höfuð leggjast að taka þátt undanfarin ár en vakning er hins vegar á ólíklegustu stöðum öðrum. Lið Finsens skipa þau Jón- ína dela Rosa sem er formaður, í austurrúmi sitja þeir Óttar Hrafn- kelsson og Kjartan Iversen, á mið- þóftinni Kolbrún Vaka Helgadótt- ir og Jóhanna Klara Stefánsdóttir og í andófi eru Ísleifur Friðriks- son og Freysteinn Oddsson. Íslenska áralaginu teflt gegn því færeyska „Þetta telst eitt af mínum allra fyrstu embættisverkum. Og það geri ég með mjög glöðu geði,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Í gær keypti Guðlaugur fyrsta álfinn í hinni árlegu álfasölu SÁÁ sem nú fer fram í 18. sinn. Þegar Fréttablaðið náði tali af ráðherra var nokkurt óðagot niðri í ráðuneyti því ráðherra hugðist snarast út í næsta hraðbanka til að ná í reiðufé til að greiða fyrir álfinn góða. En hann átti þá von á sölufólki álfsins innan tíðar. „Nei, ég hef þá nefnilega grun- aða um að vera ekki með posa,” segir Guðlaugur Þór aðspurður hvort hann teldi SÁÁ-fólk ekki vera með posa líkt og ljóðskáld sem liggja orðið á því lúalagi, þegar menn breiða yfir áhugaleysi sitt á ljóðabókum til sölu með því að segjast ekki eiga fé handbært heldur bara kort, að veifa framan í þá posa. „Nei, bíddu, þetta reddaðist. Ég sló ritarann. Fyrir álfi,” segir ráð- herra léttur í bragði. Og gat nú ró- legur sinnt blaðamanni. „Þetta er afskaplega gott fram- tak. SÁÁ er eitt þessara öflugu fé- lagasamtaka sem eru að vinna gott starf í þágu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Nei, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég kaupi álfinn. Ég held ég hafi alltaf gert það og meira að segja hef ég skrifað greinar í þeim tilgangi að hvetja fólk til að kaupa álfinn. Það er mér sérstök ánægja að fá að kaupa þann fyrsta núna og vil hvetja alla til að kaupa hann einnig. Enda er þeim fjármunum vel varið.” Ráðherra sló ritarann fyrir álfi Bubbi Morthens fer af stað með nýjan sjónvarpsþátt eftir áramót sem gengur undir vinnuheitinu Bandið hans Bubba. Ætlar hann að ferðast vítt og breitt um landið í leit að tónlistarmönnum sem syngja á íslensku. Sigurvegarinn fær í sinn hlut þrjár milljónir króna, plötusamning og umboðs- mann. „Ég er búinn að vera í mörg ár dálítið hissa á því hvað það er lítið sungið á íslensku,“ segir Bubbi. „Í Idolinu sá ég að þegar krakk- arnir sungu á íslensku fannst mér sálin í þeim koma fram. Það er bara þannig hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki að þegar þú syngur á eigin tungumáli þá ert þú rótfastur. Þá fékk ég þessa hugmynd hvers vegna engum hafi dottið í hug að reyna að rífa upp tungumálið í dægurtónlistinni og um leið að búa til skemmtiþátt sem byggir á ekki ósvipaðri hug- mynd og Idolinu,“ segir hann. Þrír dómarar verða í þættin- um en Bubbi verður ekki einn af þeim. Sjálfur er hann búinn að velja hljómsveitina sem spilar í þættinum og er hún skipuð hans uppáhaldstónlistarmönnum. Ætlar Bubbi að ferðast um landið og leita uppi hæfileikaríkt fólk sem fær tækifæri til að syngja með hljóm- sveitinni á íslensku, annað hvort frumsamin lög eða lög eftir aðra. Bubbi telur að þörf sé á hugar- farsbreytingum í íslensku tónlist- arlífi og vonast til að þátturinn leggi sitt af mörkum. „Sú tónlist sem lifir hvað lengst er sú tónlist sem er sungin á íslensku. Það er tónlistin sem selur og er lifandi,“ segir hann. „Ástandið er jafnvel verra nú en fyrir tíma pönksins. Ís- lenskt tungumál virðist ekki vera gjaldgengt lengur hjá ungu fólki. Ég hef sungið alla mína hunds- og kattartíð á íslensku og mér hefur vegnað betur en nokkrum öðrum íslenskum tónlistarmanni. Ég er ekki að setja mig í hásæti sem ein- hver sem er bestur eða mestur heldur hef ég einfaldlega selt flestar plötur og hef kannski orðið sæmilega fjáður. Þetta segir það að það er hægt að lifa af tónlist- inni og maður þarf ekki að syngja á ensku til að ná langt.“ Upptökur á sjónvarpsþættin- um hefjast í haust og verður hann sýndur á Stöð 2. Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.