Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 42
 31. MAÍ 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið sjómannslíf Um 160 manns starfa að ýmsum rannsóknarverkefnum hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þrátt fyrir að vera milli steins og sleggju segir Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri stofnunarinn- ar, Hafró vera góðan vinnustað. Fræðingarnir hjá Hafrannsókna- stofnuninni eru ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu. Þegar þeir gefa upp niðurstöður sínar og setja fram tillögur um kvóta eru yfir- leitt flestir óánægðir. Útgerðar- menn vilja meira og umhverfis- sinnar minna og mitt á milli steins- ins og sleggjunnar eru starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar. „Við tökum þessu öllu með still- ingu og ró,“ segir Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar. „Við gerum okkur grein fyrir hversu mikilvæga hluti við fjöllum um. Hluti sem skipta þjóðarbúið og afkomu sam- félagsins í heild miklu máli og því er bara eðlilegt að fólk hafi mis- munandi skoðanir.“ Eðlilega vinnur Hafró út frá bestu fáanlegu rannsóknargögn- um hverju sinni en Jóhann er fyrstur manna að viðurkenna að ekkert sé óbrigðult. „Við vinn- um eftir bestu vitund en auðvitað erum við ekki óskeikulir frekar en aðrir,“ segir Jóhann. „Við reynum að hlusta á öll sjónarmið því auð- vitað eiga gagnrýnisraddir full- an rétt á sér og geta jafnvel verið leiðbeinandi fyrir okkur.“ Starfsandinn er þrátt fyrir pressuna mjög góður á Hafrann- sóknastofnuninni. „Hér er mjög áhugavert og skemmtilegt að vinna,“ segir Jóhann. „Með öllum útibúum og áhöfnum rannsókna- skipa okkar eru 160 manns sem starfa hér við fjölbreytt verk- efni.“ Hafró er með útibú víða um land og eru þau, ásamt rannsóknarskip- unum tveimur Bjarna Sæmunds- syni RE 30 og Árna Friðrikssyni RE 200, augu og eyru stofnunar- innar. Unnið er að fjölmörgum rannsóknarverkefnum allan árs- ins hring, allt frá fiskeldisrann- sóknum og mengunarmælingum að rannsóknum á botnlífi land- grunnsins og áhrifum veiðafæra á það. „Við erum líka í miklum tengslum við sjómennina sjálfa og vinnum mikið með þeim og það er alltaf ánægjulegt,“ segir Jóhann. Hafrannsóknastofnunin tekur þátt í hátíðarhöldum sjómanna- dagsins og helgarinnar með ýmsum hætti. Bjarni Sæmundsson RE 30 verður til sýnis í Grindavík í dag, föstudag, en þangað rak þessi fyrsti íslenski fiskifræðingur, sem skipið er nefnt eftir, ættir sínar. Í Reykjavík tekur stofnunin þátt í Degi hafsins og verða ýmis ein- tök af fiskum til sýnis sem feng- ist hafa í rannsóknarleiðöngrum. „Sjálfur verð ég á vappi með fjöl- skyldunni hér í Reykjavík en það er hefð hjá mér,“ segir Jóhann að lokum. tryggvi@frettabladid.is Áhugaverður og skemmtilegur vinnustaður Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, er einn af 160 starfsmönnum hennar. Þeir eru um allt land og allan sæ. Eitt af meginhlutverkum Hafrannsóknastofnunarinnar er að ráðleggja sjávarútvegs- ráðherra hversu mikill kvótinn eigi að vera. Ekki er hægt að gera öllum til geðs og því alltaf einhverjir óánægðir með útkomuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.