Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 44
 31. MAÍ 2007 FIMMTUDAGUR8 fréttablaðið sjómannslíf Þeir herramenn sem um ferm- ingaraldur sigldu kringum landið á skólaskipum, lærðu að beita, laga net og draga fisk úr sjó ætla að hittast í Höfða á sjómannadaginn klukkan 16 og deila minningum. Bernharð Hjaltalín leigubílstjóri á hugmyndina að fundi skóla- skipsdrengjanna. „Ég fór til Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar borg- arstjóra í haust og hann tók því vel að borgin efndi til smá at- hafnar á sjómannadaginn til að minnast námskeiðanna í Sæ- björgu og öðrum skólaskipum,“ segir hann brosandi. „Mér finnst svo mikið gert úr því sem miður fór í uppeldismálum fyrr á árum, til dæmis Breiðavíkurmálinu, að ég tel ástæðu til að vekja líka at- hygli á starfi sem leiddi til upp- byggingar unglinga og aukins þroska.“ Bernharð kveðst hafa farið tvö sumur í þriggja vikna túra með skólaskipinu Sæbjörgu. Það var á árunum 1962 og 1963 þegar hann var 13 og 14 ára og hann á góðar minningar frá veru sinni um borð. „Þetta var mjög gaman. Við vorum átján um borð í einu, sigldum hringinn kringum landið og veiddum allt sem beit á enda var þetta fyrir daga kvóta. Vorum með línu og handfæri þannig að þetta voru vistvænar veiðar. Svo var siglt inn á hafnirnar og land- að. Skipstjórar á skólaskipun- um voru Þröstur Sigtryggsson, Bjarni Helgason, sem dó ungur, og Helgi Hallvarðsson. Auk þess voru kennarar frá sjóvinnu- kennslu Lindargötuskólans með, þeir Halldór Halldórsson, Pétur Ólafsson og Hörður Þorsteins- son. Þeir kenndu okkur handtök- in við veiðarnar, og hnýta hnúta og bæta net. Þetta snerist um að kenna sjómennsku frá A til Ö og við unnum á sex tíma vöktum.“ Ekki minnist Bernharð erf- iðleika eða hörku í sambandi við sjóferðirnar. „Yfirmennirn- ir voru góðir við okkur. Ef eitt- hvað var að veðri þá sigldu þeir inn á hafnirnar. Við fengum að leggja okkur á bekk ef við vorum þreyttir og sváfum á landstím- inu. Svo skiptumst við á að taka þátt í lönduninni.“ Það var Æskulýðsráð Reykja- víkur í samvinnu við Slysavarnar- félag Íslands, Landhelgisgæsluna og Lindargötuskólann sem stóð fyrir starfi skólaskipanna Jóns Halldórssonar, Víkings og Sæ- bjargar. Bernharð telur sr. Braga Friðriksson hafa verið einn af frumkvöðlum þess. „Það voru um hundrað drengir sem sóttu þessi námskeið,“ segir hann. „Ég fór í bækur til að finna nöfn allra. Úr þeim hópi urðu tveir skipherrar, Pálmi Hlöðversson og Kristján Jónsson, þannig að sumir ílengd- ust á sjónum og margir hafa náð langt í öðrum störfum. Ég get nefnt Friðrik Sophusson.“ Sjálfur er Bernharð lærður matreiðslumaður. Hann stundaði kokkamennsku á sjó í tíu ár og var veitingamaður í önnur tuttugu en hefur nú snúið sér að leigubíla- akstri. Hann kveðst horfa upp á marga unglinga hanga og gera ekki neitt í dag. „Krakkar fá ekki að taka þátt í alvöru atvinnulífi lengur og ég finn til með þeim. Það væri gaman að endurvekja svona sjómennskunámskeið og búa til eitthvert bakland fyrir þá,“ segir hann með blik í auga. Hann hlakkar til að hitta skóla- skipsstrákana á sjómannadag- inn. „Vilhjálmur borgarstjóri ætlar að taka á móti okkur klukk- an fjögur í Höfða og svo ætlar sr. Hildur Bolladóttir að hafa sér- staka messu í Laugarneskirkju klukkan átta um kvöldið. Þar er frjáls mæting.“ gun@frettabladid.is Veiddum allt sem beit á Um borð í Sæbjörgu 4. júní 1963. Lengst til hægri er Gunnlaugur Garðarsson, nú sóknarprestur á Akureyri. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR//SVEINN ÞORMÓÐSSON Bernharð er forsprakki skólaskipsdrengjanna sem Vilhjálmur borgarstjóri býður til fundar í Höfða á sjómannadaginn og halda síðan til messu í Laugarneskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR www.svefn.is Sjómanna dagurSj a dagurinn Sendum sjómönnum og fjölskyldum fleirra okkar bestu kve›jur 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.