Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 44
31. MAÍ 2007 FIMMTUDAGUR8 fréttablaðið sjómannslíf
Þeir herramenn sem um ferm-
ingaraldur sigldu kringum
landið á skólaskipum, lærðu
að beita, laga net og draga fisk
úr sjó ætla að hittast í Höfða á
sjómannadaginn klukkan 16
og deila minningum.
Bernharð Hjaltalín leigubílstjóri
á hugmyndina að fundi skóla-
skipsdrengjanna. „Ég fór til Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar borg-
arstjóra í haust og hann tók því
vel að borgin efndi til smá at-
hafnar á sjómannadaginn til að
minnast námskeiðanna í Sæ-
björgu og öðrum skólaskipum,“
segir hann brosandi. „Mér finnst
svo mikið gert úr því sem miður
fór í uppeldismálum fyrr á árum,
til dæmis Breiðavíkurmálinu, að
ég tel ástæðu til að vekja líka at-
hygli á starfi sem leiddi til upp-
byggingar unglinga og aukins
þroska.“
Bernharð kveðst hafa farið
tvö sumur í þriggja vikna túra
með skólaskipinu Sæbjörgu. Það
var á árunum 1962 og 1963 þegar
hann var 13 og 14 ára og hann á
góðar minningar frá veru sinni
um borð. „Þetta var mjög gaman.
Við vorum átján um borð í einu,
sigldum hringinn kringum landið
og veiddum allt sem beit á enda
var þetta fyrir daga kvóta. Vorum
með línu og handfæri þannig að
þetta voru vistvænar veiðar. Svo
var siglt inn á hafnirnar og land-
að. Skipstjórar á skólaskipun-
um voru Þröstur Sigtryggsson,
Bjarni Helgason, sem dó ungur,
og Helgi Hallvarðsson. Auk þess
voru kennarar frá sjóvinnu-
kennslu Lindargötuskólans með,
þeir Halldór Halldórsson, Pétur
Ólafsson og Hörður Þorsteins-
son. Þeir kenndu okkur handtök-
in við veiðarnar, og hnýta hnúta
og bæta net. Þetta snerist um að
kenna sjómennsku frá A til Ö og
við unnum á sex tíma vöktum.“
Ekki minnist Bernharð erf-
iðleika eða hörku í sambandi
við sjóferðirnar. „Yfirmennirn-
ir voru góðir við okkur. Ef eitt-
hvað var að veðri þá sigldu þeir
inn á hafnirnar. Við fengum að
leggja okkur á bekk ef við vorum
þreyttir og sváfum á landstím-
inu. Svo skiptumst við á að taka
þátt í lönduninni.“
Það var Æskulýðsráð Reykja-
víkur í samvinnu við Slysavarnar-
félag Íslands, Landhelgisgæsluna
og Lindargötuskólann sem stóð
fyrir starfi skólaskipanna Jóns
Halldórssonar, Víkings og Sæ-
bjargar. Bernharð telur sr. Braga
Friðriksson hafa verið einn af
frumkvöðlum þess. „Það voru um
hundrað drengir sem sóttu þessi
námskeið,“ segir hann. „Ég fór í
bækur til að finna nöfn allra. Úr
þeim hópi urðu tveir skipherrar,
Pálmi Hlöðversson og Kristján
Jónsson, þannig að sumir ílengd-
ust á sjónum og margir hafa náð
langt í öðrum störfum. Ég get
nefnt Friðrik Sophusson.“
Sjálfur er Bernharð lærður
matreiðslumaður. Hann stundaði
kokkamennsku á sjó í tíu ár og var
veitingamaður í önnur tuttugu en
hefur nú snúið sér að leigubíla-
akstri. Hann kveðst horfa upp á
marga unglinga hanga og gera
ekki neitt í dag. „Krakkar fá ekki
að taka þátt í alvöru atvinnulífi
lengur og ég finn til með þeim.
Það væri gaman að endurvekja
svona sjómennskunámskeið og
búa til eitthvert bakland fyrir
þá,“ segir hann með blik í auga.
Hann hlakkar til að hitta skóla-
skipsstrákana á sjómannadag-
inn. „Vilhjálmur borgarstjóri
ætlar að taka á móti okkur klukk-
an fjögur í Höfða og svo ætlar sr.
Hildur Bolladóttir að hafa sér-
staka messu í Laugarneskirkju
klukkan átta um kvöldið. Þar er
frjáls mæting.“ gun@frettabladid.is
Veiddum allt sem beit á
Um borð í Sæbjörgu 4. júní 1963. Lengst til hægri er Gunnlaugur Garðarsson, nú sóknarprestur á Akureyri.
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR//SVEINN ÞORMÓÐSSON
Bernharð er forsprakki skólaskipsdrengjanna sem Vilhjálmur borgarstjóri býður til
fundar í Höfða á sjómannadaginn og halda síðan til messu í Laugarneskirkju.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
www.svefn.is
Sjómanna dagurSj a dagurinn
Sendum sjómönnum
og fjölskyldum fleirra
okkar bestu kve›jur
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI