Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 6
www.lyfja.is - Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 3 75 59 0 5/ 07 Acidophilus Bifidus + FOS Mjólkursýrugerlar, góðir fyrir meltinguna. Champignon DETOX + FOS og Spirulina Hreinsaðu líkamann að innan - minnkar óæskilega lykt. Milk Thistle DETOX Hreinsaðu líkamann að innan. Psyllium Husk Fibre Rúmmálsaukandi, gott fyrir meltinguna. 30% afsláttur af Vega vítamínum Finnst þér að unglingar eigi að vinna í sumarfríinu? Notar þú strætó einu sinni í viku eða oftar? Tuttugu og sex ára karl- maður, Hlynur Freyr Kristjánsson, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn tveimur stúlkum, fimm og níu ára, vörslu barnakláms, fíkniefnabrot og umferðarlaga- brot. Hlynur var sýknaður af tveimur ákærum um kynferðisbrot gegn tveimur börnum til viðbótar. Ákæran var í átta liðum, þar af fimm fyrir kynferðisbrot. Það alvarlegasta átti sér stað í janúar í Vogahverfinu. Þá lokkaði hann fimm ára stúlku inn í kofa á leik- velli undir því yfirskyni að hann ætlaði að gefa henni sleða sem þar væri geymdur og lét hana snerta getnaðarlim sinn og hafa við sig munnmök. Hlynur neitaði sök í þeim lið en viðurkenndi að hafa verið á leik- vellinum og hitt stúlkuna. Stúlkan var hins vegar mjög nákvæm og greinargóð í vitnisburði sínum, og þótti dómnum „óraunhæft að gera ráð fyrir því að svo ungt barn [lýsti] ítrekað atburðum eins og hún gerði án þess að þeir hafi raun- verulega átt sér stað.“ Var maður- inn því sakfelldur fyrir þann lið. Hlynur var einnig ákærður fyrir að hafa sýnt annarri fimm ára stúlku getnaðarlim sinn á leikvelli í desem- ber, en var sýknaður af því. Hlynur kvaðst á þeim tíma ekki hafa stund- að þá óreglu sem hann hóf um ára- mót, auk þess sem engin stúlknanna þriggja sem á leikvellinum voru umræddan dag þekkti Hlyn við sak- bendingu. Ákæruvaldið byggði sönnunarfærsluna á því að atburð- urinn líktist svo mjög brotinu gegn fimm ára stúlkunni í janúar. Það þótti ekki nægja til sakfellingar og þótti ósannað að maðurinn hefði verið á svæðinu þennan dag. Þá var hann ákærður fyrir að hafa sama dag og hann braut gegn fimm ára stúlkunni kallað tvær stúlkur, níu og tólf ára, að bíl sínum, sýnt þeim klámfengnar myndir og spurt þá eldri hvort hún vildi sjá lim hans. Hann játaði að hafa sýnt báðum klámmynd, en neitaði því síðastnefnda. Hann var dæmdur fyrir brotið gegn þeirri níu ára, en sýknaður af hinu, annars vegar vegna þess að ljóst þótti að myndin sem hann sýndi eldri stúlkunni hefði verið af konum íklæddum bikiníi, sem dómnum þótti ekki klámfengið, og hins vegar vegna óskýrs framburðar stúlkunnar. Þá var hann dæmdur fyrir vörslu yfir 1.100 barnaklámmynda, og fyrir akstur án ökuréttinda og undir áhrifum lyfja. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða fimm ára stúlkunni 800 þúsund krónur í bætur, og þeirri níu ára hundrað þúsund. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið dæmdu Guðjón St. Marteinsson, Ásgeir Magnússon og Sigríður Ólafsdóttir. Neyddi fimm ára stúlku til munnmaka Maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum í Vogunum, vörslu barnakláms og fleiri brot. Lokkaði fimm ára stúlku inn í kofa á leikvelli með loforði um sleða. Sýknaður af ákærum um barnaníð. Um 180 manns við Kárahnjúka, í Norðfirði og á Landspítalanum verða prófaðir vegna hættu á berklasmiti, í kjölfar þess að portúgölsk stúlka greindist með sjúkdóminn á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað. Stefán Þórisson, læknir á Egilsstöðum, telur ekki mikla hættu á því að sjúklingurinn hafi smitað samstarfsfólk sitt eða hjúkrunarstarfsmenn. Hins vegar sé allur varinn allur góður. „Ef einhver veikist af berklum hjá manni fer fram mat á því hvort smithættan sé mikil eða lítil. Þá er gert ákveðið húðpróf á fólki í kringum þann veika. Síðan er lesið af því eftir tvo til þrjá daga. Það segir okkur hver staðan er á því fólki í dag. Svo þarf að endurtaka prófið eftir tvo mánuði til að vita hvort einhver hafi smitast af þessum sjúklingi,“ segir Stefán. Endanlegrar niðurstöðu er því ekki að vænta fyrr en þá. Búið er að taka sýni af starfsfólki sjúkrahússins í Neskaupstað og heilbrigðisstarfsmenn við Kára- hnjúka munu prófa starfsfólk þar á næstu dögum. Um 180 manns í berklapróf Portúgalski sendiherrann João António da Silveira de Lima Pimentel kemur til landsins í dag, að sögn Helgu Láru Guðmundsdóttur, ræðis- manns Portúgals á Íslandi. Sendiherrann mun rannsaka hvað sé hæft í umfjöllun portúgalskra fjölmiðla um aðbúnað verkamanna við Kárahnjúka. Þar hefur því meðal annars verið haldið fram að Portúgalar fái lægri laun en Ítalir, að farið sé með þá eins og þræla og aðstæður séu allar hinar verstu. Impregilo neitar þessu og segir eitt yfir alla ganga við Kárahnjúka. Sendiherrann kemur í dag Fulltrúar Íslenskrar erfðagreiningar afhentu í gær Námsmatsstofnun gögn og mæli- tæki til greiningar á einhverfu. Gögnin eru meðal annars nákvæmir spurningalistar til skimunar og greiningar á ein- hverfurófi og þykja þeir veita einna haldbestu svör sem fáanleg eru um ástand barna. Íslenska útgáfan er afrakstur rannsókna Íslenskrar erfðagreiningar en fyrirtækið þýddi og staðfærði gögnin í samstarfi við Greiningar- stöð ríkisins og Barna- og ungl- ingadeild Landspítalans. Fagfólk sem vinnur að málefnum einhverf- ra getur nálgast greiningartækin hjá Námsmatsstofnun. Miklir biðlistar hafa myndast hjá Greiningarstöð ríkisins. Frétta- blaðið hefur greint frá því að nú bíði 270 börn greiningar en biðin er orðin um tvö ár meðal leikskóla- barna og þrjú ár meðal grunn- skólabarna. Skimunartækið sem er meðal þeirra sem notuð eru er talið einfalda forgangsröðun barna fyrir greiningu. „Biðlistarnir eiga þó ekki eftir að styttast nú í bráð. Langtímasjónarmið okkar er þó að með því að fleiri læri þær aðferðir sem viðhafðar hafa verið á Grein- ingarstöðinni dreifist álagið og með því styttist biðin,“ segir Evald Sæmundsen, sálfræðingur hjá Greiningarstöð ríkisins. Hann segir að skimunartækin geri svo kleift að finna börn sem þurfi á aðstoð fyrr en áður. Námsmatsstofnun hefur umsjón með uppfærslum og þjálfun við notkun mælitækjanna. Ný gögn auðvelda greiningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.