Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 4
Alþingi, hið 134. í röð
löggjafarþinga, verður sett í dag.
Þingsetningin er venju sam-
kvæmt formleg og hátíðleg og
hefst með guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni þar sem séra Jakob
Ágúst Hjálmarsson dómkirkju-
prestur og herra Karl Sigurbjörns-
son, biskup Íslands, þjóna fyrir
altari.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, setur þingið og að því
loknu tekur starfsaldursforseti,
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra, við fundarstjórn og
stjórnar kjöri kjörbréfanefndar.
Þá verður gert um klukkustund-
ar hlé á þingfundi á meðan kjör-
bréf eru rannsökuð.
Þingsetningarfundi verður fram
haldið klukkan hálf fjögur þegar
kjörbréf verða afgreidd og nýir
þingmenn undirrita drengskapar-
heit að stjórnarskránni. Forseti
Alþingis og varaforsetar verða
kjörnir, kosið verður í fastanefndir
þingsins og að lokum hlutað um
sæti þingmanna.
Í kvöld flytur Geir H. Haarde
forsætisráðherra stefnuræðu sína
og á eftir fara fram umræður um
hana.
Í kosningunum 12. maí voru 39
þingmenn endurkjörnir en 24
nýkjörnir. Af þessum 24 hafa þrír
setið áður á þingi, þeir Árni John-
sen (1983-1987 og 1991-2001), Ell-
ert B. Schram (1971-1979 og 1983-
1987) og Karl V. Matthíasson
(2001-2003).
Fjórir til viðbótar hafa sest á
þing sem varamenn, þau Atli
Gíslason, Álfheiður Ingadóttir,
Grétar Mar Jónsson og Jón
Magnússon.
Tveir varaþingmenn sitja
sumarþingið í fjarveru aðalmanna,
þær Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
varamaður Ögmundar Jónassonar,
og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir,
varamaður Jóns Bjarnasonar.
Af þeim sautján sem setjast á
þing í dag í fyrsta sinn eru nokkrir
þaulkunnugir þingstörfunum.
Ármann Kr. Ólafsson, Illugi
Gunnarsson og Ragnheiður Elín
Árnadóttir hafa öll verið aðstoðar-
menn ráðherra og fjölmörg eiga
að baki langa reynslu úr sveitar-
stjórnum og búa fyrir vikið að
nokkrum samskiptum við þingið.
Ekki verður þingfundur á morg-
un en fundahald er fyrirhugað á
mánudag.
Sautján setjast á þing
í fyrsta sinn í dag
Þing kemur saman í dag. Af þeim 24 nýju þingmönnum sem kjörnir voru í
kosningunum 12. maí hafa sjö setið áður á þingi sem aðal- eða varamenn.
Gerry og Kate
McCann, foreldrar fjögurra ára
stúlku sem rænt var í Portúgal
fyrir tæpum mánuði, gengu í gær á
fund Benedikts sextánda páfa í
Páfagarði í Róm.
„Hann var mjög vingjarnlegur,
mjög einlægur,“ sagði Kate McCann
um Benedikt páfa, sem veitti þeim
blessun sína og sagðist ætla að
biðja áfram fyrir dóttur þeirra.
„Þetta var miklu persónulegra en
ég hefði nokkurn tímann getað
ímyndað mér,“ sagði Gerry eftir að
þau höfðu hitt páfa stuttlega á
Péturstorginu.
Við komuna til Rómar í gær sagði
Gerry McCann það blendnar til-
finningar að vera kominn þangað á
fund páfa. „Við venjulegar kring-
umstæður hefði þetta verið eitt af
því mest spennandi sem við gætum
gert á ævinni, en sú staðreynd að
við erum hér án Madeleine er okkur
mjög ofarlega í huga.“
McCann-hjónin eru kaþólskrar
trúar og páfi féllst strax á að hitta
þau eftir að breski kardinálinn
Cormac Murphy-O‘Connor fór fram
á það við Páfagarð.
McCann-hjónin hafa dreift
myndum af dóttur sinni og biðja
fólk um að dreifa þeim sem víðast.
Á næstunni ætla þau að fara til
Þýskalands, Hollands og Spánar í
leit að dóttur sinni, en frá þessum
löndum koma margir ferðamenn til
ferðamannastaðarins í Portúgal
þar sem dóttir þeirra hvarf.
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Kínverski
ríkisendurskoðandinn, hr. Li
Jinhua, heimsækir Ísland nú í
vikunni í boði Ríkisendurskoðunar
ásamt sjö manna fylgdarliði.
Heimsókninni er ætlað að treysta
tengsl stofnananna og miðla þeim
aðferðum og vinnubrögðum við
endurskoðun opinberra aðila sem
talin eru henta best hverju sinni.
Li Jinhua hefur fundað með
Sigurði Þórðarsyni ríkisendurskoð-
anda, kynnt sér starfsemi Ríkis-
endurskoðunar og gert grein fyrir
starfi sínu í Kína. Hópurinn mun
kynna sér virkjunarframkvæmdir
við Kárahnjúka og ferðast nokkuð
um landið.
Heimsækir
Kárahnjúka
Tvítugur maður hefur í
Héraðsdómi Suðurlands verið
dæmdur í fjögurra mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir
umferðarlagabrot, fyrir að aka
ölvaður undan lögreglu í Vest-
mannaeyjum síðasta sumar og
reyna svo að flýja á hlaupum.
Hann rauf skilorð með brotinu.
Maðurinn var einnig ákærður
fyrir að hafa stolið bíl próflaus og
undir áhrifum áfengis síðla árs
2005 og velt bílnum. Maðurinn
neitaði hvorki né játaði það brot
og sagðist ekkert muna sökum
ölvunar. Þar sem talsverðir
annmarkar þóttu á rannsókn
málsins var hann sýknaður af
þeim ákærulið.
Ók ölvaður og
flúði á hlaupum
Fyrirhugað er að breyta
eða skipta um rafmagn í fasteign-
um á Keflavíkurflugvelli en
rafmagnsmálin þar samræmast
ekki Evrópureglum. Kjartan Þór
Eiríksson, framkvæmdastjóri
Þróunarfélags Keflavíkurflug-
vallar, Kadeco, segir að unnið sé
að útfærslu á málinu.
„Við erum að kanna með hvaða
hætti verður staðið að þessu. Það
þarf að gera ákveðnar endur-
bætur á kerfinu sjálfu. Langtíma-
markmiðið er að dreifikerfið og
allt rafmagn samræmist Evrópu-
reglum,“ segir hann.
Rafmagnsmálin geta haft áhrif
á fasteignaverðið, að mati
Kjartans. „Það gilda sömu reglur
hvað varðar þessi fasteignavið-
skipti eins og önnur. Allur
kostnaður er metinn inn í
fasteignaverðið.“
Stefnt er að því að breytingar á
rafmagninu komi til fram-
kvæmda í haust.
Rafmagn sam-
ræmist Evrópu
Rannsókn Samkeppnis-
eftirlits á hugsanlegu samráði
innan Samtaka ferðaþjónustunnar
(SAF) er „talsvert viðamikil“ og
ekki er að vænta niðurstöðu alveg
á næstunni, segir Páll Gunnar
Pálsson,
forstjóri
eftirlitsins. Páll
segir „ekki
óeðlilegt að
stjórnsýslumeð-
ferð máls af
þessu tagi taki
nokkurn tíma.“
Málsmeðferð
hjá samkeppnis-
yfirvöldum
tekur þó
mismikinn tíma. Á árunum 2000
til 2004 tók minnst 45 daga að
koma máli til afgreiðslu, en mest
1.009 daga.
Húsleit var gerð hinn 3. mars
hjá SAF og nokkrum ferðaskrif-
stofum. Hald var lagt á marga
kassa af gögnum.
Talsvert viða-
mikil rannsókn