Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 50
 31. MAÍ 2007 FIMMTUDAGUR14 fréttablaðið sjómannslíf Ekki virðist vera grundvöllur fyrir vinnslu á skötusel á Ís- landi en fiskurinn er seldur að mestu óunninn úr landi. Nánast allur skötuselur er seldur því sem næst óunninn úr landi. Guðmundur Óli Hilmisson sjávar- útvegsfræðingur hefur kannað hvort grundvöllur sé fyrir frek- ari vinnslu hér heima og kveðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki, að öllu óbreyttu. Hann gerir því ekki ráð fyrir að vinnsla aukist á honum hér á landi. „Við veiðum fimmtíu prósent af heildaraflanum á þriggja mán- aða tímabili, frá september fram í desember. Á þeim tíma er eftir- spurn á markaðnum erlendis eftir skötusel þannig að við fáum mjög hátt verð fyrir skötuselinn óunn- inn á þessum tíma. Svo er lægra verð á öðrum tímum og þá getur borgað sig að vinna hann hérna heima en þá er bara svo lítið og óstöðugt framboð,“ segir Guð- mundur Óli. Markaður fyrir skötusel breyt- ist ört og má því segja að hann sé síkvikur. „Það er ekki hægt að segja að best sé að flaka hann og selja til einhvers ákveðins lands því ef maður ætlar alltaf að fá hæsta verðið þarf maður að vera á tánum í hverri einustu viku því verðið breytist fyrirvaralaust,“ segir hann. „Það getur verið best að selja hann flakaðan til Frakk- lands í þessari viku og flakað- an til Belgíu í næstu viku. Þess vegna tala ég um að hann sé sí- kvikur.“ Skötuselur getur orðið stór skepna en stærsti skötuselur sem veiðst hefur hér við land var 155 sentimetra langur. Það var áhöfn- in á Glófaxa sem veiddi hann. Skötuselur á það til að éta sjófugla og norsk saga segir að skötusel- urinn hafi tekið lamb sem verið var að flytja milli lands og eyja, „þannig að þetta er töluverður vargur“, segir Guðmundur Óli. - ghs Skötuselur seldur nánast óunninn úr landi Markaðurinn fyrir skötusel er síkvikur og því þyrfti að vera stöðugt á tánum til að fá alltaf hæsta verðið. Að öllu óbreyttu er því best fyrir Íslendinga að selja hann óunninn. Guðmundur Óli Hilmisson sjávarútvegs- fræðingur hefur kannað hvort grund- völlur sé fyrir frekari vinnslu á skötusel á Íslandi og komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. „Sjómannadagurinn er mikil hátíð sem allir eyjarbúar taka þátt í,“ segir Bjarni Gylfason, formaður björgunarsveitar- innar Sæþórs í Grímsey, en björgunarsveitin sér um dag- skrá sjómannadagsins í eynni. „Við mætum niður á bryggju um hádegisbilið og grillum pylsur og fáum okkur gos með. Á eftir skjótum við línubyssu yfir höfnina og leyfum krökk- unum að fara yfir með stól en það skemmtilegasta er ef þau blotna aðeins í fæturna,“ segir Bjarni og bætir við að burtfluttir Grímseyingar geri sér gjarnan ferð út í eyju ef veðrið er gott. „Við fáum allt- af einhverja gesti og sérstak- lega krakka sem hafa flutt í land. Ef veðrið er gott er um að gera fyrir sem flesta að kíkja til okkar því það verður af nógu að taka. Við förum rúnt á slysavatnsbátnum, förum í belgjaslag og keppum í fót- bolta. Ef veðrið er gott förum við kannski út í Básavík þar sem er sandströnd og grillum og leikum okkur, sem er alltaf mjög skemmtilegt. Svo verður veitingastaðurinn opinn um kvöldið.“ indiana@frettabladid.is Hátíð fyrir alla eyjarbúa Bjarni Gylfason, formaður björg- unarsveitinnar í Grímsey, hlakk- ar til sjómanna- dagsins. Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Vörn gegn brunaslysum frá Danfoss Termix One tengigrind til hitunar á neysluvatni Stillanlegt hitastig neysluvatns Stórminnkar slysahættu af völdum heita neysluvatnsins Jafn þrýstingur á heitu og köldu neysluvatni, lengir líftíma blöndunartækja Léttari þrif, enginn kísill á flísum og hreinlætistækjum Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld í uppsetningu Snyrtileg hlíf fylgir • • • • • • • • www.stillumhitann.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.