Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 10
Lúðvík Bergvinsson var í gær kjörinn formaður þingflokks Samfylkingar- innar. Hann tekur við embættinu af Össuri Skarphéðins- syni. Steinunn Valdís Óskars- dóttir var kjörin varafor- maður þingflokksins og Árni Páll Árnason ritari hans. Lúðvík þing- flokksformaður Hugo Chavez, forseti Venesúela, lætur mótmæli þúsunda landsmanna sinna sem vind um eyru þjóta og segist hafa verið í fullum rétti að loka einkarekinni sjónvarpsstöð um síðustu helgi. Nú hótar hann því að loka annarri sjón- varpsstöð, sem hann segir hafa hvatt fólk til að ráða sig af dögum. „Ég mæli með því að þeir taki róandi lyf, hægi aðeins á sér, því ef þeir gera það ekki þá ætla ég að hægja á þeim,“ sagði Chavez í ræðu á þriðjudaginn. Þar átti hann við Globavision, sem er einkarekin sjónvarpsstöð rétt eins og Radio Caracas Television, sem hætti útsendingum um síðustu helgi eftir að Chavez neitaði að framlengja útsendingarleyfi hennar. Hann útskýrði reyndar ekki nánar hvað hann ætti við, en sagði bæði dagblöð og sjónvarpsstöðvar hvetja til óeirða og ofbeldis. Hann bað stuðningsmenn sína um að „vera á verði“ og hvatti opinbera embættismenn til þess að fylgjast náið með fjölmiðlum. Allt þetta sagði Chavez í ræðu á þriðjudagskvöldið, meðan þúsundir manna mættu til útifunda víðs vegar um land, ýmist til að lýsa andstöðu sinni við aðgerðir forsetans eða til að lýsa stuðningi sínum við hann. Andstæðingar hans kröfðust frelsis en stuðningsmennirnir mótmæltu tilraunum stjórnarandstöðunnar til að koma af stað óeirðum. Tugir slíkra funda hafa verið haldnir í Venesúela á síðustu dögum. Alþjóðleg samtök um fjölmiðla- frelsi, Evrópusambandið, öldunga- deild þingsins í Chile og mannrétt- indasamtökin Human Rights Watch hafa lýst áhyggjum sínum af lokun sjónvarpsstöðvarinnar RCTV. „Þetta er einræði“ hrópuðu and- stæðingar forsetans á mótmæla- fundum á þriðjudaginn, en stuðn- ingsmenn hans sögðust ekki sakna sjónvarpsstöðvarinnar. „RCTV var rusl. Dagskráin var hræðileg, tóm lágkúra. Ekki einu sinni stjórnarandstaðan horfði á hana,“ sagði Elena Pereira, ensku- prófessor í ríkisháskóla í Venesúela. „Þeir vilja bara ástæðu til að steypa stjórninni.“ Mótmæla- fundirnir á þriðjudaginn fóru frið- samlega fram, en á mánudaginn kom til átaka mótmælenda og lög- reglu í Caracas, höfuðborg lands- ins. Lögreglan beitti táragasi og sagði nítján lögreglumenn slasaða, en engar tölur voru nefndar um fjölda slasaðra mótmælenda. Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. Dagur án tóbaks - 31. maí! Viltu aðstoð við að hætta að reykja eða nota annað tóbak? Reyksíminn býður upp á faglega aðstoð! Láttu drauminn rætast og losnaðu úr klóm tóbaksins! Það er rétt að þetta er að mjög miklu leyti spurning um hugarfar. Mikilvægt er að þú gerir þér grein fyrir því. Þú verður að byggja upp það hugarfar með sjálfum / sjálfri þér að þér muni takast þetta. Stappaðu í þig stálinu og segðu við sjálf- an þig: Ég veit að ég get þetta! Mér mun takast þetta! Þú skalt líka þiggja allan þann stuðning sem þér býðst. Í tilefni dagsins höfum við opið frá kl. 10 - 22. Ertu tilbúinn að hefja nýtt líf án tóbaks? Bendum einnig á heimasíðu okkar www.8006030.is H im in n o g h a f / S ÍA Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu lögmanna olíufélag- anna Kers, Skeljungs og Olís, um að Sigrún Guðmundsdóttir myndi víkja sæti sem dómari í máli félag- anna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu. Fyrirtöku í málinu var jafn- framt frestað til 14. júní en það var á dagskrá héraðsdóms í gær. Lögmenn olíufélaganna gerðu kröfu um að Sigrún myndi víkja þar sem þeir töldu hana ekki geta dæmt í málinu með hlutlausum hætti, vegna dómsorða sem hún stóð að í máli Sigurðar Hreinsson- ar gegn Keri. Í sératkvæði hennar kom fram að það væri „óumdeilt að samráð olíufélaganna hefði valdið tjóni“ og „hækkað verð á eldsneyti“. Sigrún féllst ekki á kröfu lögmannanna, sem kærðu þá niðurstöðu til Hæstaréttar. Í máli Sigurðar var Ker dæmt til greiðslu fimmtán þúsund króna bóta vegna samráðsins. Olíufélögin krefjast þess að sektir sem samkeppnisyfirvöld lögðu á félögin vegna samráðsins, samtals 1,5 milljarðar, verði dæmdar ógildar. Í október 2004 voru olíufélögin sektuð um rúmlega 2,6 milljarða króna fyrir brot gegn samkeppn- islögum. Áfrýjunarnefnd sam- keppnismála lækkaði sektirnar niður í 1,5 milljarða en mestu munaði um 650 milljóna króna lækkun sektar Skeljungs. Kröfu olíufélaganna hafnað Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kviknaði í íbúð á Seltjarnarnesi í gærmorgun. Eldurinn kviknaði í feiti í potti á eldavél. Þegar slökkviliðið bar að garði hafði fyrrverandi slökkvi- liðsmaður, sem var staddur á vettvangi, náð að slökkva mesta bálið með brunaslöngu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en reykræsta þurfti íbúðina, sem er mikið skemmd. Tvennt var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og var kona á sextugs aldri flutt á slysadeild. Að sögn læknis er líðan hennar stöðug og ekki mikil einkenni um reykeitrun. Flutt á sjúkra- hús eftir bruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.