Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 30
Mikinn fer Össur Skarphéðins-son í palladómum sínum og gustmikilli yfirreið um ritvöll- inn í Fréttablaðinu á þriðjudag- inn var. Nú setur ráðherrann á sig gleraugu sjá- andans og rýnir í framtíðina, spáir um stöð- ugleika í sam- starfi ríkis- stjórnarflokk- anna en ólgu og uppgjörum innan flokka stjórnarand- stöðunnar. Allt er þetta gott og blessað og ber keim af óskhyggju fremur en spádómsgáfu Össurar. Um framtíðarsýn hans verð- ur ekki deilt hér á þessum vett- vangi en þess þá heldur er vert að kanna söguskýringar hans og greiningu á því sem liðið er. Ljóst er að hann getur ekki einn og sjálfur axlað ábyrgð á örlög- um krataflokksins heldur þarf að benda í ýmsar áttir til að kenna um ófarirnar og verður þá Stein- grímur J. Sigfússon gjarnan fyrir valinu. Af hverju lítur Össur á nýja ríkisstjórn sem ófarir í stað þess að standa keikur við ákvörðun formanns og forystu flokksins? Það er fánýtt að fara að togast á um skýringar varðandi atburða- rásina sólarhringana eftir kosn- ingar því sérhver mun væntan- lega túlka þá daga sér í hag. Hitt er annað að Framsókn gaf aldrei nein merki um að hún vildi ganga til samstarfs til vinstri. Þar á bæ vildu menn kanna möguleika á því að ganga til áframhaldandi samstarfs við Sjálfstæðisflokk- inn. Á eftirminnilegum blaðamanna- fundi í beinni útsendingu tjáði Geir Haarde þjóðinni að Fram- sókn vildi út úr stjórninni og í sömu setningu að hann hygðist ganga til viðræðna við Samfylk- ingu um myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Þar og þá á þessum degi kom formaður Samfylk- ingar í sjónvarp og tjáði þjóð- inni að samtal hennar og Geirs Haarde væri of langt komið til að aðrir kostir væru í stöðunni. Í sama sjónvarpsþætti sammælt- ust Steingrímur J. Sigfússon og Guðni Ágústsson um að fela bæri Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur stjórnarmyndunarumboðið. Þarna var tækifærið. Þarna var tæki- færið til vinstri stjórnar. Þarna var tækifærið til að kona yrði forsætisráðherra þjóðarinnar. Þarna lá ákvörðunin. Á þessum degi var afhjúpað að vilji forystu Samfylkingar var til þess eins að mynda stjórn með Sjálfstæð- isflokknum og allt tal um vinstri stjórn var orðin tóm. Þegar hið formlega tækifæri kom var því hent út í hafsauga og svo hefst greinaskrifaalda áhugamanna um stjórnmálaskýringar. Grein Öss- urar fellur í þann flokk. Loks verður ekki hjá því komist að gera alvarlega athugasemd við skýringu Össurar á endalokum R- listans, sem hann telur hafi staf- að af afskiptum forystu VG. Hér fer Össur Skarphéðinsson með staðlausa stafi. Endalok Reykja- víkurlistans hófust í furðulegri, órökréttri og fátkenndri leik- fléttu Össurar Skarphéðinsson- ar þegar hann byrjaði talið um forsætisráðherraefnið í lok árs 2002 sem er ein sú hjákátleg- asta sinnar gerð- ar í seinni tíð. Trúnaðarbrestur varð þá innan Reykjavíkurlist- ans vegna valda- brölts innan Samfylkingar- innar sem síðan leiddi til þeirrar niðurstöðu sem varð sumarið 2005. Sjálf var ég fulltrúi Vinstri grænna í viðræð- um um áframhaldandi framboð um Reykjavíkurlista. Á tuttug- asta og fimmta fundi komu full- trúar Samfylkingar enn með þá afstöðu að borðinu að sá flokkur ætti tilkall til fleiri borgarfulltrúa en aðrir flokkar í samstarfinu og grundvallarreglan um jafna að- komu flokkanna fór lönd og leið en sú regla hafði verið viðhöfð og skjalfest 1994, 1998 og 2002. Þarna átti að brjóta blað og Sam- fylkingin vildi semja um kjör- fylgið sitt í bakherbergjum. Við Vinstri græn vorum óhrædd þá við að slíta viðræðunum. Ekkert nýtt var í spilunum nema yfir- gangur Samfylkingarinnar og ósveigjanleiki. Reykjavíkurlistinn leið undir lok vegna valdapólitískra tilþrifa Samfylkingarinnar. Það er einn af mörgum athyglisverðum köflum í sögu Jafnaðarmannaflokks Ís- lands sem flestir ef ekki allir eru betur fallnir til að skrifa en Össur Skarphéðinsson. Við höfum á undanförnum misserum hlíft Samfylkingunni við að rekja suma þætti í þessari sögu; nú er ástæðulaust að sýna hlífisemi í hennar garð. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Ólga Össurar og söguskýringar Velferðarmálinog þar á meðal málefni aldraðra koma í hlut Sam- fylkingarinnar í hinni nýju ríkis- stjórn. Þessi mál eru nú færð undir félagsmálaráðu- neytið. Hér á árum áður heyrðu al- mannatryggingarnar undir félags- málaráðuneytið og þá lagði Al- þýðuflokkurinn alltaf áherslu á að fá það ráðuneyti. Hér hefur málum því verið skip- að á sama hátt og þá gerðist. Það er vel. Jóhanna Sig- urðardóttir er félagsmálaráðherra í nýju stjórninni. Ég treysti henni vel fyrir þessum málum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir: Ríkisstjórnin legg- ur áherslu á að styrkja stöðu aldr- aðra og öryrkja. Á grundvelli þessa ákvæðis getur Jóhanna unnið og leyst lífeyrismál aldraðra. Í kosn- ingabaráttunni lagði Samfylkingin fram róttæka stefnuskrá um mál- efni aldraðra en þar sagði að Sam- fylkingin vildi leiðrétta lífeyri aldraðra, þar eð hann hefði dreg- ist aftur úr launum annarra hópa í þjóðfélaginu. Í stefnuskránni sagði: Samfylkingin vill leiðrétta þetta misrétti. Og ennfremur sagði, að Samfylkingin vildi, að lífeyrir aldraðra dygði fyrir framfærslu- kostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Ég treysti Jóhönnu fyrir þessu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir, að draga eigi úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu. Þetta stefnumið er í samræmi við baráttumál samtaka eldri borg- ara og Samfylkingarinnar. Ríkis- stjórnin vill afnema tekjutengingu launatekna 70 ára og eldri við líf- eyri almannatrygginga og stefna að hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna fyrir aldurshópinn 67-70 ára. Það er ekki gott að ríkis- stjórnin búi til ný aldursmörk fyrir ellilífeyrisþega. Fólk fer á eftir- laun 67 ára og margir hætta þá í vinnu. M.a. hafa þeir hætt vegna þess að svo mikið hefur farið í skatt af tekjum þeirra og vegna mikill- ar skerðingar á tryggingabótum þeirra. Eftir að ellilífeyrisþegar hætta að vinna getur verið erfitt að byrja á ný síðar. Í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að afnema eigi skerðingar trygg- ingabóta vegna launatekna maka, 70 ára og eldri. Hér eru einnig búin til ný aldursmörk. Ellilífeyrisaldur er 67 ára og því á að afnema skerð- ingu tryggingabóta vegna launa- tekna maka frá 67 ára aldri en ekki síðar. Einnig segir í stefnuyfirlýs- ingunni, að skoða eigi hvort undan- skilja megi hluta af lífeyrissjóðs- tekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu. Það var í kosningastefnuskrá Samfylk- ingarinnar, að lífeyrisþegar ættu að geta fengið 100 þúsund króna lífeyrissjóðstekjur án skerðing- ar tryggingabóta. Verður að ætla að félagsmálaráðherra reyni að tryggja það. Samfylkingin lagði áherslu á það fyrir kosningarnar að eyða biðlist- um eldri borgara eftir hjúkrun- arrými og að tryggja sem flest- um einbýli á hjúkrunarheimilum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir, að hraða beri upp- byggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og að einbýlum verði fjölg- að. Einnig á að efla sólarhrings- þjónustu fyrir aldraða og auka ein- staklingsmiðaða þjónustu. Það eru mörg góð ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar en önnur vantar, t.d. um að lækka skatt á lífeyristekjum. Ekki ætti að vera hærri skattur en 10% á þann hluta lífeyrissjóðstekna, sem telst fjármagnstekjur. Að þeirri breytingu ber að vinna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Lífeyrissjóðsmál aldraðra Reykjavíkur- listinn leið undir lok vegna valda- pólitískra til- þrifa Samfylk- ingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.