Fréttablaðið - 31.05.2007, Side 30

Fréttablaðið - 31.05.2007, Side 30
Mikinn fer Össur Skarphéðins-son í palladómum sínum og gustmikilli yfirreið um ritvöll- inn í Fréttablaðinu á þriðjudag- inn var. Nú setur ráðherrann á sig gleraugu sjá- andans og rýnir í framtíðina, spáir um stöð- ugleika í sam- starfi ríkis- stjórnarflokk- anna en ólgu og uppgjörum innan flokka stjórnarand- stöðunnar. Allt er þetta gott og blessað og ber keim af óskhyggju fremur en spádómsgáfu Össurar. Um framtíðarsýn hans verð- ur ekki deilt hér á þessum vett- vangi en þess þá heldur er vert að kanna söguskýringar hans og greiningu á því sem liðið er. Ljóst er að hann getur ekki einn og sjálfur axlað ábyrgð á örlög- um krataflokksins heldur þarf að benda í ýmsar áttir til að kenna um ófarirnar og verður þá Stein- grímur J. Sigfússon gjarnan fyrir valinu. Af hverju lítur Össur á nýja ríkisstjórn sem ófarir í stað þess að standa keikur við ákvörðun formanns og forystu flokksins? Það er fánýtt að fara að togast á um skýringar varðandi atburða- rásina sólarhringana eftir kosn- ingar því sérhver mun væntan- lega túlka þá daga sér í hag. Hitt er annað að Framsókn gaf aldrei nein merki um að hún vildi ganga til samstarfs til vinstri. Þar á bæ vildu menn kanna möguleika á því að ganga til áframhaldandi samstarfs við Sjálfstæðisflokk- inn. Á eftirminnilegum blaðamanna- fundi í beinni útsendingu tjáði Geir Haarde þjóðinni að Fram- sókn vildi út úr stjórninni og í sömu setningu að hann hygðist ganga til viðræðna við Samfylk- ingu um myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Þar og þá á þessum degi kom formaður Samfylk- ingar í sjónvarp og tjáði þjóð- inni að samtal hennar og Geirs Haarde væri of langt komið til að aðrir kostir væru í stöðunni. Í sama sjónvarpsþætti sammælt- ust Steingrímur J. Sigfússon og Guðni Ágústsson um að fela bæri Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur stjórnarmyndunarumboðið. Þarna var tækifærið. Þarna var tæki- færið til vinstri stjórnar. Þarna var tækifærið til að kona yrði forsætisráðherra þjóðarinnar. Þarna lá ákvörðunin. Á þessum degi var afhjúpað að vilji forystu Samfylkingar var til þess eins að mynda stjórn með Sjálfstæð- isflokknum og allt tal um vinstri stjórn var orðin tóm. Þegar hið formlega tækifæri kom var því hent út í hafsauga og svo hefst greinaskrifaalda áhugamanna um stjórnmálaskýringar. Grein Öss- urar fellur í þann flokk. Loks verður ekki hjá því komist að gera alvarlega athugasemd við skýringu Össurar á endalokum R- listans, sem hann telur hafi staf- að af afskiptum forystu VG. Hér fer Össur Skarphéðinsson með staðlausa stafi. Endalok Reykja- víkurlistans hófust í furðulegri, órökréttri og fátkenndri leik- fléttu Össurar Skarphéðinsson- ar þegar hann byrjaði talið um forsætisráðherraefnið í lok árs 2002 sem er ein sú hjákátleg- asta sinnar gerð- ar í seinni tíð. Trúnaðarbrestur varð þá innan Reykjavíkurlist- ans vegna valda- brölts innan Samfylkingar- innar sem síðan leiddi til þeirrar niðurstöðu sem varð sumarið 2005. Sjálf var ég fulltrúi Vinstri grænna í viðræð- um um áframhaldandi framboð um Reykjavíkurlista. Á tuttug- asta og fimmta fundi komu full- trúar Samfylkingar enn með þá afstöðu að borðinu að sá flokkur ætti tilkall til fleiri borgarfulltrúa en aðrir flokkar í samstarfinu og grundvallarreglan um jafna að- komu flokkanna fór lönd og leið en sú regla hafði verið viðhöfð og skjalfest 1994, 1998 og 2002. Þarna átti að brjóta blað og Sam- fylkingin vildi semja um kjör- fylgið sitt í bakherbergjum. Við Vinstri græn vorum óhrædd þá við að slíta viðræðunum. Ekkert nýtt var í spilunum nema yfir- gangur Samfylkingarinnar og ósveigjanleiki. Reykjavíkurlistinn leið undir lok vegna valdapólitískra tilþrifa Samfylkingarinnar. Það er einn af mörgum athyglisverðum köflum í sögu Jafnaðarmannaflokks Ís- lands sem flestir ef ekki allir eru betur fallnir til að skrifa en Össur Skarphéðinsson. Við höfum á undanförnum misserum hlíft Samfylkingunni við að rekja suma þætti í þessari sögu; nú er ástæðulaust að sýna hlífisemi í hennar garð. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Ólga Össurar og söguskýringar Velferðarmálinog þar á meðal málefni aldraðra koma í hlut Sam- fylkingarinnar í hinni nýju ríkis- stjórn. Þessi mál eru nú færð undir félagsmálaráðu- neytið. Hér á árum áður heyrðu al- mannatryggingarnar undir félags- málaráðuneytið og þá lagði Al- þýðuflokkurinn alltaf áherslu á að fá það ráðuneyti. Hér hefur málum því verið skip- að á sama hátt og þá gerðist. Það er vel. Jóhanna Sig- urðardóttir er félagsmálaráðherra í nýju stjórninni. Ég treysti henni vel fyrir þessum málum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir: Ríkisstjórnin legg- ur áherslu á að styrkja stöðu aldr- aðra og öryrkja. Á grundvelli þessa ákvæðis getur Jóhanna unnið og leyst lífeyrismál aldraðra. Í kosn- ingabaráttunni lagði Samfylkingin fram róttæka stefnuskrá um mál- efni aldraðra en þar sagði að Sam- fylkingin vildi leiðrétta lífeyri aldraðra, þar eð hann hefði dreg- ist aftur úr launum annarra hópa í þjóðfélaginu. Í stefnuskránni sagði: Samfylkingin vill leiðrétta þetta misrétti. Og ennfremur sagði, að Samfylkingin vildi, að lífeyrir aldraðra dygði fyrir framfærslu- kostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Ég treysti Jóhönnu fyrir þessu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir, að draga eigi úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu. Þetta stefnumið er í samræmi við baráttumál samtaka eldri borg- ara og Samfylkingarinnar. Ríkis- stjórnin vill afnema tekjutengingu launatekna 70 ára og eldri við líf- eyri almannatrygginga og stefna að hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna fyrir aldurshópinn 67-70 ára. Það er ekki gott að ríkis- stjórnin búi til ný aldursmörk fyrir ellilífeyrisþega. Fólk fer á eftir- laun 67 ára og margir hætta þá í vinnu. M.a. hafa þeir hætt vegna þess að svo mikið hefur farið í skatt af tekjum þeirra og vegna mikill- ar skerðingar á tryggingabótum þeirra. Eftir að ellilífeyrisþegar hætta að vinna getur verið erfitt að byrja á ný síðar. Í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að afnema eigi skerðingar trygg- ingabóta vegna launatekna maka, 70 ára og eldri. Hér eru einnig búin til ný aldursmörk. Ellilífeyrisaldur er 67 ára og því á að afnema skerð- ingu tryggingabóta vegna launa- tekna maka frá 67 ára aldri en ekki síðar. Einnig segir í stefnuyfirlýs- ingunni, að skoða eigi hvort undan- skilja megi hluta af lífeyrissjóðs- tekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu. Það var í kosningastefnuskrá Samfylk- ingarinnar, að lífeyrisþegar ættu að geta fengið 100 þúsund króna lífeyrissjóðstekjur án skerðing- ar tryggingabóta. Verður að ætla að félagsmálaráðherra reyni að tryggja það. Samfylkingin lagði áherslu á það fyrir kosningarnar að eyða biðlist- um eldri borgara eftir hjúkrun- arrými og að tryggja sem flest- um einbýli á hjúkrunarheimilum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir, að hraða beri upp- byggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og að einbýlum verði fjölg- að. Einnig á að efla sólarhrings- þjónustu fyrir aldraða og auka ein- staklingsmiðaða þjónustu. Það eru mörg góð ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar en önnur vantar, t.d. um að lækka skatt á lífeyristekjum. Ekki ætti að vera hærri skattur en 10% á þann hluta lífeyrissjóðstekna, sem telst fjármagnstekjur. Að þeirri breytingu ber að vinna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Lífeyrissjóðsmál aldraðra Reykjavíkur- listinn leið undir lok vegna valda- pólitískra til- þrifa Samfylk- ingarinnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.