Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 16
Kvenkyns hákarlar geta frjóvgað egg sín og fætt afkvæmi án sæðis frá karlkyns hákarli samkvæmt nýrri rannsókn á meyfæðingu hamarsháfs í dýragarði í Nebraska í Bandaríkjunum. Árið 2001 fæddist hákarl í Henry Doorly-dýragarðinum í búri þriggja kvenkyns hákarla en enginn af þeim hafði komist í tæri við karlkyns hákarl í að minnsta kosti þrjú ár. Við rann- sókn á kjarnsýru afkvæmisins fundust engin merki um að karl- kyns hákarl hefði komið að getn- aðinum. Hákarlasérfræðingar segja þetta fyrsta staðfesta til- fellið um meyfæðingu hákarls. Kynlaus æxlun er algeng meðal nokkurra skordýrateg- unda, fágætari hjá skriðdýrum og fiskum og hefur aldrei verið skráð hjá spendýrum. „Þessar niðurstöður komu mjög á óvart vegna þess að fólk vissi ekki betur en að allir hákarlar fjölguðu sér bara með mökun karl- og kvenhákarls, þar sem fósturvísirinn þarf kjarn- sýru frá báðum foreldrum til að ná fullum þroska, eins og hjá spendýrum,“ sagði sjávar- líffræðingurinn Paulo Prodohl við Queens-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Írskir og banda- rískir vísindamenn unnu saman að rannsókninni. Áður en rannsóknin var gerð töldu margir hákarlasérfræð- ingar að fæðing hákarlsins væri til marks um þekktan hæfileika kvenhákarls til að geyma sæði í langan tíma. Sex mánuðir er algengt en þrjú ár hefði verið einsdæmi. Sú skýring getur þó ekki átt við þar sem engin merki fundust um kjarnsýru frá karl- kyns hákarli. Þessi athyglisverða uppgötv- un er þó ekki endilega góðar fréttir fyrir tegundina að mati vísindamanna. Prodohl sagði að ef meyfæðingar væru að eiga sér stað úti í náttúrunni vegna þess að kvenkyns hákarlar gætu ekki fundið karlkyns mökunar- félaga, gæti það þýtt „þróunar- legan dauða sem ógnaði tilveru tegundarinnar“. Prodohl grunar að þetta sé nú þegar vandamál úti í náttúrunni og benti á að fjöldi bláhákarla við vestur- strönd Írlands hefði dregist saman um níutíu prósent undan- farin tólf ár. Bot Hueter, forstöðumaður hákarlarannsóknarseturs í Flórída, efast um að mey- fæðingar eigi sér stað úti í nátt- úrunni þar sem það sé „þróunar- legt úrræði til að viðhalda tegundinni þegar önnur úrræði þverra“. Þetta sé algjört neyðar- úrræði þar sem það leiði til erfðafræðilegrar einsleitni sem komi smám saman niður á hæfni tegundarinnar. „En sem skamm- tíma mótvægi við útrýmingu hefur það sína kosti.“ Þessar niðurstöður komu mjög á óvart vegna þess að fólk vissi ekki betur en að allir hákarlar fjölguðu sér bara með mökun karl- og kvenhákarls, þar sem fósturvísirinn þarf kjarnsýru frá báðum foreldrum til að ná fullum þroska, eins og hjá spendýrum. Meyfæðing há- karls staðfest í fyrsta sinn Írskir og bandarískir vísindamenn hafa sannað að karlkyns hákarl kom hvergi nærri getnaði hákarls í bandarískum dýragarði. Þróunarlegt neyðarrúrræði segir forstöðumaður rannsóknarseturs. Köfunarflokkur Björgunar- félags Akraness hefur tekið í notkun nýjan fjarskiptabúnað. Með honum geta leitar- stjórnendur á yfirborðinu talað við kafara með GSM-símum. Kafararnir geta einnig talað saman neðansjávar í allt að tveggja kílómetra fjarlægð. Sveitin safnaði fyrir búnaðin- um með því að mála sumarbú- staði verkalýðsfélags Akraness í Svínadal og Húsafelli. „Þetta er alveg hreint meiri háttar tæki,“ segir Ásgeir Ein- arsson, formaður köfunarflokks- ins. „Við vorum að prófa það í Hvalfirðinum um helgina og það virkaði frábærlega án allra trufl- ana eða skruðninga.“ Hann segir tækið virka þannig að lítið stykki sé sett framan á munnstykki kafarans, sem hann tali í. Við vinstra eyrað komi annað stykki til hlustunar. „Með þessum búnaði er öryggi kafara aukið og öll leit bætt. Nú er mun auðveldara að skipu- leggja leit en þegar allir voru sambandslausir,“ segir Ásgeir. „Stjórnandinn á yfirborðinu, sem er kannski reyndasti kafarinn, getur raðað köfurunum nákvæm- lega niður í stað þess að senda þá þvert og kruss út um allt.“ Spjallað í neðansjávargemsa Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands vestra verið dæmdur til að greiða 250 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa haft í vörslum sínum barnaklám. Efnið fannst í tölvu mannsins eftir ábendingu frá alþjóðalög- reglunni Interpol. Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn að skoða mikið klám á vefnum, en bar við að umrætt barnaklám hefði vistast á tölvu hans vegna svokallaðra „pop-up“ glugga. Sérfræðingi þótti það ólíklegt. Litið var til þess að einungis sex af myndunum töldust grófar, og að maðurinn hefði reynt að eyða myndunum. Sagði „pop-up“ glugga orsökina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.