Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 2
Gunnar, er þetta stýrislaus Strætó? Robert Zoellick, fyrrverandi aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, tekur væntan- lega við af Paul Wolfowitz sem bankastjóri Alþjóðabankans í byrjun júlí. George W. Bush Banda- ríkjaforseti sagðist í gær vilja fá Zoellick í embættið og enn sem komið er bendir ekkert til annars en að 24 manna framkvæmda- stjórn bankans muni fallast á það. Nýs bankastjóra bíður erfitt verkefni við að endurvekja traust og bæta samskipti, jafnt innan bankans sem út á við. Vill Zoellick í stað Wolfowitz „Ég henti öllu frá mér og hljóp til hennar. Hún var meðvit- undarlaus og það sást bara í hvít- una í augunum á henni,“ segir Jóhann Ingi Guðbergsson, sautján ára sundlaugarvörður Íþróttamið- stöðvarinnar að Lágafelli í Mos- fellsbæ. Vika er liðin frá því hann hóf störf í lauginni en í fyrrakvöld bjargaði hann lífi tveggja ára stúlku með snarræði. Stúlkan var þar ásamt móður sinni og eldra systkini að leik í vatnsrennibraut laugarinnar og kom ekki úr kafi eftir eina ferð- ina. Sundlaugargestur sá til hennar og dreif hana upp á bakkann, en þá var hún hætt að anda. Hringt var á sjúkrabíl og Jóhann Ingi hóf lífgunartilraunir samstundis á barninu. „Hún var búin að liggja á botninum í um það bil tvær mínút- ur. Andaði ekki og ég fann engan púls. Ég blés hana því og hnoðaði. Það gekk ekkert fyrst og ég hélt að hún væri farin. Ég vildi samt ekki gefast upp og hélt áfram. Svo sáum við smá lífsmark. Stuttu síðar kastaði hún upp vatni en komst ekki alveg strax til meðvit- undar. Hún fór svo að gráta og það var frábært. Það var svo gott að heyra hana gráta. Ég vissi að það lofaði góðu. Sjúkrabíllinn kom svo rétt á eftir og tók við,“ segir Jóhann, sem segist vonast til þess að fá að hitta litlu stúlkuna þegar allir hafa jafnað sig á áfallinu. Ekkert reyndist ama að litlu stúlk- unni þegar hún kom á sjúkrahús og var hún útskrifuð af Barnaspít- ala Hringsins skömmu eftir komu. „Ég er nú bara að ná áttum,“ sagði Jóhann um líðan sína eftir atvikið. Hann segist ekki vera ókunnugur að gæta barna og var á leið eftir vinnu sína á bensínstöð, þar sem hann starfar þegar hann er ekki á sundlaugarbakkanum, til að gæta ungra skyldmenna sinna. „Hann er mikið lánsamur þessi piltur,“ sagði Jóhanna Gunnars- dóttir, forstöðumaður Íþróttamið- stöðvarinnar, um yngsta starfs- mann sinn sem sannaði sig svona eftirminnilega fyrstu viku sína í starfi. Hún segir fulla gæslu við sundlaugina og að starfsfólkið sé þjálfað í neyðarhjálp, meðal ann- ars að lífga úr dauðadái. Jóhann Ingi fer aftur í skóla í haust. Hann segist ekki viss um hvað hann ætli að leggja fyrir sig en vel geti verið að lækningar eða annað í þá átt verði fyrir valinu. Það var svo gott að heyra hana gráta Sautján ára sundlaugarvörður bjargaði lífi tveggja ára stúlku eftir að hún fannst meðvitundarlaus í lauginni. Hann hefur aðeins starfað í viku sem vörður en náð góðum tökum á skyndihjálp og endurlífgun. Litlu stúlkuna sakaði ekki. Reykingabann tekur gildi á morgun á veitinga- og skemmtistöðum landsins. Í til- efni af því verður mikið um dýrðir í kvöld. Sérstakt vindla- kvöld verður haldið á Argentínu steikhúsi en Jón Eggert Víðisson yfirþjónn segir vindla selda á heildsöluverði í kvöld. „Við höfum sett saman fjögurra rétta matseðil í tilefni dagsins þar sem við bjóðum meðal annars upp á tóbaksreyktan ís og Davidoff- reykt hreindýr. Við ætlum að kveðja þetta reykingatímabil með hvelli,“ segir Jón Eggert. Reykingakveðjupoolmót útvarpsþáttarins Capone verður haldið á Áttunni í Hafnarfirði en verðlaunin eru sígarettukarton í tugatali. Arnar Þór Gíslason, eig- andi Cafe Oliver, segir sumar- fagnað Olivers hefjast klukkan hálfátta í kvöld. „Ég lofa því að við munum leggja okkur fram við að gera síðasta reykingadaginn ógleymanlegan á Oliver,“ segir Arnar Þór. Á Prikinu verður svokallað „Smokey and the Bandit-kvöld“ þar sem selt verður tóbak á vægu verði eftir hvern rétt. Fólk verður einnig hvatt til að kveikja sér í um leið og orðið „smokey“ heyr- ist í hljóðkerfinu. - Reykingar kvaddar í kvöld Íslenskir karl- menn á aldrinum 18 til 23 ára hafa meiri væntingar til launa en jafn- öldrur þeirra fyrir sömu störf. Jafnréttisráð kynnti í gær niðurstöður könnunar sem Capacent Gallup gerði. Spurt var um viðhorf og áhuga ungmenna á tíu störfum. „Þegar konurnar eru spurðar um launavæntingar verðleggja þær sig lægra en karlar,“ segir Fanný Gunnarsdótt- ir, formaður Jafnréttisráðs. Læknir, kennari og lögfræðingur eru þau störf sem flestir hafa áhuga á. Strákar vænta hærri launa Heimsóknum á Kaffistofu Samhjálpar, þar sem utangarðsfólk og fólk sem glímir við fátækt getur fengið fría máltíð, fjölgaði um tæpan fjórðung milli áranna 2005 og 2006. Alls leituðu 1.243 mann- eskjur aðstoðar á síðasta ári og eru það 224 fleiri en árið á undan. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu samtakanna. Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, segir að ekki sé gott að festa hendur á því hvað valdi. Þó hafi verið bent á að fjölgun hafi verið meðal útlendinga sem leiti hjálpar vegna fátæktar, þeir séu nú rúm sjö prósent gesta. „Konum fjölgaði einnig mjög á milli ára eða um 138 prósent,“ segir Heiðar en bendir á að karlmenn séu og hafi verið mikill meirihluti þeirra sem leiti aðstoðar vegna fátæktar. Alls voru heimsóknir á kaffistofuna rúmlega 23 þúsund í fyrra og kom hver manneskja að meðaltali 19 sinnum í leit að aðstoð. Ríkisstjórnarflokk- arnir skipta með sér formanns- embættum í nefndum Alþingis með sama hætti og ráðuneytum. Á reglunni er þó sú undantekn- ing að fjárlaganefnd lýtur formennsku samfylkingarþing- manns og utanríkismálanefnd sjálfstæðisþingmanns. Sjálfstæðismenn fara því með formennsku í allsherjarnefnd, heilbrigðisnefnd, menntamála- nefnd og sameinaðri land- búnaðar- og sjávarútvegsnefnd en Samfylkingarmenn hafa forræði yfir efnahags- og viðskiptanefnd, félagsmála- nefnd, iðnaðarnefnd, samgöngu- nefnd og umhverfisnefnd. Kosið verður í nefndir þingsins á þingfundi í dag. Nefndunum skipt eins og ráðuneytunum Karlmaður um þrítugt var handsamaður af lögreglunni á Sauðárkróki um helgina. Að sögn lögreglunnar hafði maðurinn gengið berserks- gang og brotið rúður í ölæði í bænum. Í ljós kom að maðurinn hafði komið til landsins daginn áður og ætlaði hann að hefja störf hjá fyrirtæki eftir hvítasunnu. Eftir drykkjulætin var haft samband við vinnumiðlunina sem útvegaði honum starfið og var maðurinn sendur úr landi á mánudag þar sem hann þótti ekki heppilegur starfskraftur. Sendur úr landi eftir ölæði Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir lést í gær á líknardeild Landspítal- ans. Ásta vakti mikla athygli fyrir hetjulega baráttu sína við krabba- mein, en hún hélt úti bloggsíðu þar sem hún fjallaði á opinskáan hátt um glímuna við sjúkdóminn. Hún var útnefnd Íslending- ur ársins af tímaritinu Ísafold, meðal annars fyrir að opna umræðuna um þennan banvæna sjúkdóm sem þúsundir glíma við en fáir tjá sig um. Ásta Lovísa lætur eftir sig þrjú ung börn. Bróðir Ástu skýrði frá andlátinu á bloggsíðu hennar: „Fjölskyldan vill senda þakkarkveðjur fyrir allan stuðninginn, hlýhug og falleg orð.“ Ásta Lovísa látin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.