Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 31.05.2007, Blaðsíða 33
Mischa Barton situr fyrir í nýjasta tölublaði Elle. Leikkonan Mischa Barton, sem er þekktust fyrir leik sinn í banda- rísku sjónvarpsþáttunum O.C., situr fyrir í nýjasta tölublaðinu af franskri útgáfu tískutímarits- ins Elle. Barton, sem sagði skilið við O.C. í miðjum klíðum, var á sínum tíma harðlega gagnrýnd fyrir takmark- aða leikhæfileika af aðdáendum þáttanna og þykir enn eiga eftir að sýna hvað í henni býr. Vonast leikkonan unga til að væntanleg verkefni, svo sem kvikmyndirnar Virgin Territory, St. Trinian’s og Don’t Fade Away sem koma allar út á þessu ári, eigi eftir að kveða þessar gagnrýnis- raddir í kútinn. Það er því kannski ákveðin kald- hæðni að Barton skuli bregða sér í gervi ýmissa kvikmyndagyðja í Elle, þar á meðal Gretu Garbo, Ritu Hayworth, Marilyn Monroe og Marlene Dietrich. Það er þó aldrei að vita nema að hún hafi uppgötvað vettvang þar sem hæfi- leikarnir koma að betri notum. Mischa gerist módel Nú styttist óðum í að sundfatatíminn hefjist og því vissara að vera í formi. Kannski herrarnir geti notað sér alla þá tækni sem um var talað í síðustu viku fyrir konur. Þeir geta í það minnsta reynt alls kyns bræðslutöflur og krem, þó líklega séu íþróttirnar besta lausnin. En það eru ekki aðeins sundfötin sem valda vanda fyrir þá sem eru þéttir á velli, heldur líka fatatískan. Almennt má segja að herratískan hafi öðrum þræði fágað, ítalskt yfirbragð. Á hinn bóginn hefur aldrei verið meira aftur- hvarf til áranna ´60-´70 og ef ekki ´60- ´70 þá eru það áhrif frá ´80 í glam/rokk stílnum. Það má sjá að Hedi Slimane hefur sett varanlegt mark á herratísk- una þó hann láti nú af störfum sem að- alhönnuður Dior-herralínunnar þar sem hann hefur verið afar farsæll. Þessi þrönga horrenglutíska er allsráðandi í sumar eins og síðustu misseri. Því miður felur þessi klæðnaður illa yfir- vigt og því vissara að velja eitthvað annað fyrir þá sem eru yfir 70 kílóum. Til eru þeir líka sem eru of horaðir til að vera í „slim“ stílnum því þessi þröngi klæðnaður undirstrikar vöðvaleysi og leggir eins og hálmstrá verða að engu í slim-gallabuxum. Rétt er að hafa í huga að maður með góðan smekk og stíl verður alltaf maður með góðan smekk og stíl, hvort sem hann er í hátísku eða ekki. Síðasta sumar var það bleiki liturinn sem hélt innreið sína í fataskápa karla og er þar enn. Við bætist gult og rautt í skyrtum sem notaðar eru við hvítar hörbuxur eða gallabuxur. Buxur geta einnig verið í sægrænu (Gas) eða mynt- ugrænu (Lacoste). Áprentað munstur verður nú áberandi í ýmsum litum sem hefur verið meira ríkjandi í kventísku undanfarin misseri en heldur nú inn- reið sína í herratískuna. Síðasta sumar voru bermúda-hnébuxurnar áberandi og verða það áfram í sumar. Það er því alveg hægt að taka þær fram að nýju sem keyptar voru fyrir ári. Í sumar eru stuttbuxurnar notaðar við nokkuð fína jakka, líkt og jakkaföt með stuttum buxum (Benetton). Hins vegar segja tískufræðingarnir að við þennan bún- ing eigi að nota mokkasíur en alls ekki þvengskó (tong), það sé algjört stílbrot. Önnur mikilvæg flík í sumar er pólóbolurinn, annað hvort einlitur eða í sterkum litum eins og eldrauðu (Lacoste) eða röndóttu, mjög sixtie´s. Lykilorðið í tískuheiminum síðustu ár er fylgihutir og karlmenn fara ekki varhluta af þeirri þróun. Nú eiga allir menn að ganga með tösku og helst á hún að vera úr leðri því tautösk- ur eru á útleið. Herratöskurnar eru í sumar með rennilásum og aukahlutum til skreytinga líkt og kventöskur hafa verið. Stærðir: 27 - 35 4.690 kr. Stærðir 27 - 35 4.690 kr. Stærðir 27 - 35 5.890 kr. Stærðir 21 - 26 5.990 kr. Stærðir 21 - 26 5.390 kr. Nýbýlavegi 12 • Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 • Laugardaga 10-16 g æ ð i o g g l æ s i l e i k i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.