Fréttablaðið - 31.05.2007, Qupperneq 33
Mischa Barton situr fyrir í
nýjasta tölublaði Elle.
Leikkonan Mischa Barton, sem er
þekktust fyrir leik sinn í banda-
rísku sjónvarpsþáttunum O.C.,
situr fyrir í nýjasta tölublaðinu
af franskri útgáfu tískutímarits-
ins Elle.
Barton, sem sagði skilið við O.C.
í miðjum klíðum, var á sínum tíma
harðlega gagnrýnd fyrir takmark-
aða leikhæfileika af aðdáendum
þáttanna og þykir enn eiga eftir
að sýna hvað í henni býr.
Vonast leikkonan unga til að
væntanleg verkefni, svo sem
kvikmyndirnar Virgin Territory,
St. Trinian’s og Don’t Fade Away
sem koma allar út á þessu ári, eigi
eftir að kveða þessar gagnrýnis-
raddir í kútinn.
Það er því kannski ákveðin kald-
hæðni að Barton skuli bregða sér
í gervi ýmissa kvikmyndagyðja
í Elle, þar á meðal Gretu Garbo,
Ritu Hayworth, Marilyn Monroe
og Marlene Dietrich. Það er þó
aldrei að vita nema að hún hafi
uppgötvað vettvang þar sem hæfi-
leikarnir koma að betri notum.
Mischa
gerist módel
Nú styttist óðum í að sundfatatíminn
hefjist og því vissara að vera í formi.
Kannski herrarnir geti notað sér alla þá
tækni sem um var talað í síðustu viku
fyrir konur. Þeir geta í það minnsta
reynt alls kyns bræðslutöflur og krem,
þó líklega séu íþróttirnar besta lausnin.
En það eru ekki aðeins sundfötin sem
valda vanda fyrir þá sem eru þéttir á
velli, heldur líka fatatískan. Almennt
má segja að herratískan hafi öðrum
þræði fágað, ítalskt yfirbragð. Á hinn
bóginn hefur aldrei verið meira aftur-
hvarf til áranna ´60-´70 og ef ekki ´60-
´70 þá eru það áhrif frá ´80 í glam/rokk
stílnum. Það má sjá að Hedi Slimane
hefur sett varanlegt mark á herratísk-
una þó hann láti nú af störfum sem að-
alhönnuður Dior-herralínunnar þar sem
hann hefur verið afar farsæll. Þessi
þrönga horrenglutíska er allsráðandi
í sumar eins og síðustu misseri. Því
miður felur þessi klæðnaður illa yfir-
vigt og því vissara að velja eitthvað
annað fyrir þá sem eru yfir 70 kílóum.
Til eru þeir líka sem eru of horaðir til að
vera í „slim“ stílnum því þessi þröngi klæðnaður
undirstrikar vöðvaleysi og leggir eins og hálmstrá
verða að engu í slim-gallabuxum.
Rétt er að hafa í huga að maður með góðan
smekk og stíl verður alltaf maður með góðan
smekk og stíl, hvort sem hann er í hátísku eða
ekki.
Síðasta sumar var það bleiki liturinn
sem hélt innreið sína í fataskápa karla
og er þar enn. Við bætist gult og rautt
í skyrtum sem notaðar eru við hvítar
hörbuxur eða gallabuxur. Buxur geta
einnig verið í sægrænu (Gas) eða mynt-
ugrænu (Lacoste). Áprentað munstur
verður nú áberandi í ýmsum litum sem
hefur verið meira ríkjandi í kventísku
undanfarin misseri en heldur nú inn-
reið sína í herratískuna. Síðasta sumar
voru bermúda-hnébuxurnar áberandi
og verða það áfram í sumar. Það er því
alveg hægt að taka þær fram að nýju
sem keyptar voru fyrir ári. Í sumar
eru stuttbuxurnar notaðar við nokkuð
fína jakka, líkt og jakkaföt með stuttum
buxum (Benetton). Hins vegar segja
tískufræðingarnir að við þennan bún-
ing eigi að nota mokkasíur en alls ekki
þvengskó (tong), það sé algjört stílbrot.
Önnur mikilvæg flík í sumar er
pólóbolurinn, annað hvort einlitur
eða í sterkum litum eins og eldrauðu
(Lacoste) eða röndóttu, mjög sixtie´s.
Lykilorðið í tískuheiminum síðustu ár
er fylgihutir og karlmenn fara ekki varhluta af
þeirri þróun. Nú eiga allir menn að ganga með
tösku og helst á hún að vera úr leðri því tautösk-
ur eru á útleið. Herratöskurnar eru í sumar með
rennilásum og aukahlutum til skreytinga líkt og
kventöskur hafa verið.
Stærðir: 27 - 35
4.690 kr.
Stærðir 27 - 35
4.690 kr.
Stærðir 27 - 35
5.890 kr.
Stærðir 21 - 26
5.990 kr.
Stærðir 21 - 26
5.390 kr.
Nýbýlavegi 12 • Sími 554 3533
Opið virka daga 10-18 • Laugardaga 10-16
g æ ð i o g g l æ s i l e i k i