Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 42

Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 42
 31. MAÍ 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið sjómannslíf Um 160 manns starfa að ýmsum rannsóknarverkefnum hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þrátt fyrir að vera milli steins og sleggju segir Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri stofnunarinn- ar, Hafró vera góðan vinnustað. Fræðingarnir hjá Hafrannsókna- stofnuninni eru ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu. Þegar þeir gefa upp niðurstöður sínar og setja fram tillögur um kvóta eru yfir- leitt flestir óánægðir. Útgerðar- menn vilja meira og umhverfis- sinnar minna og mitt á milli steins- ins og sleggjunnar eru starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar. „Við tökum þessu öllu með still- ingu og ró,“ segir Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar. „Við gerum okkur grein fyrir hversu mikilvæga hluti við fjöllum um. Hluti sem skipta þjóðarbúið og afkomu sam- félagsins í heild miklu máli og því er bara eðlilegt að fólk hafi mis- munandi skoðanir.“ Eðlilega vinnur Hafró út frá bestu fáanlegu rannsóknargögn- um hverju sinni en Jóhann er fyrstur manna að viðurkenna að ekkert sé óbrigðult. „Við vinn- um eftir bestu vitund en auðvitað erum við ekki óskeikulir frekar en aðrir,“ segir Jóhann. „Við reynum að hlusta á öll sjónarmið því auð- vitað eiga gagnrýnisraddir full- an rétt á sér og geta jafnvel verið leiðbeinandi fyrir okkur.“ Starfsandinn er þrátt fyrir pressuna mjög góður á Hafrann- sóknastofnuninni. „Hér er mjög áhugavert og skemmtilegt að vinna,“ segir Jóhann. „Með öllum útibúum og áhöfnum rannsókna- skipa okkar eru 160 manns sem starfa hér við fjölbreytt verk- efni.“ Hafró er með útibú víða um land og eru þau, ásamt rannsóknarskip- unum tveimur Bjarna Sæmunds- syni RE 30 og Árna Friðrikssyni RE 200, augu og eyru stofnunar- innar. Unnið er að fjölmörgum rannsóknarverkefnum allan árs- ins hring, allt frá fiskeldisrann- sóknum og mengunarmælingum að rannsóknum á botnlífi land- grunnsins og áhrifum veiðafæra á það. „Við erum líka í miklum tengslum við sjómennina sjálfa og vinnum mikið með þeim og það er alltaf ánægjulegt,“ segir Jóhann. Hafrannsóknastofnunin tekur þátt í hátíðarhöldum sjómanna- dagsins og helgarinnar með ýmsum hætti. Bjarni Sæmundsson RE 30 verður til sýnis í Grindavík í dag, föstudag, en þangað rak þessi fyrsti íslenski fiskifræðingur, sem skipið er nefnt eftir, ættir sínar. Í Reykjavík tekur stofnunin þátt í Degi hafsins og verða ýmis ein- tök af fiskum til sýnis sem feng- ist hafa í rannsóknarleiðöngrum. „Sjálfur verð ég á vappi með fjöl- skyldunni hér í Reykjavík en það er hefð hjá mér,“ segir Jóhann að lokum. tryggvi@frettabladid.is Áhugaverður og skemmtilegur vinnustaður Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, er einn af 160 starfsmönnum hennar. Þeir eru um allt land og allan sæ. Eitt af meginhlutverkum Hafrannsóknastofnunarinnar er að ráðleggja sjávarútvegs- ráðherra hversu mikill kvótinn eigi að vera. Ekki er hægt að gera öllum til geðs og því alltaf einhverjir óánægðir með útkomuna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.