Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2007, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 31.05.2007, Qupperneq 1
69% 30% 37% Fr é tt a b la ð ið Fr é tt a b la ð ið M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars 2007. LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA höfuðborgarsvæðið Fimmtudagur B la ð ið B la ð ið 30 10 20 40 0 50 60 80 70 Goth-tískan á upptök sín í nýbylgju ní d áratugari Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Spretta eins og goth-kúlur Á skólaskipi í kringum landið sjómannslífFIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2007 Endurfundir skipsdrengjaÁ sjómannadaginn hittast drengir sem sigldu á skólaskipunum. BLS. 8 www.vedur.is Rúmlega tvær og hálf milljón tonna af norsk- íslenskri síld eru gengnar inn í íslensku fiskveiðilögsöguna fyrir austan land, að mati Hafrann- sóknastofnunarinnar. Margt þykir benda til þess að síldin sé að taka upp fyrra göngumynstur og muni hafa vetursetu við landið. Sjávar- útvegsráðherra telur að samnings- staða Íslendinga breytist mjög til hins betra verði það raunin. Þetta er niðurstaða mælingar Hafrannsóknastofnunar eftir árlegan leiðangur við síldar- mælingar fyrir austan land. Guðmundur J. Óskarsson, sér- fræðingur á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofnunar, stjórnaði síðari hluta rannsóknaleiðangurs- ins. „Mælingin er upp á tvær og hálfa milljón tonna en við teljum að enn meira magn sé þarna á ferðinni,“ segir Guðmundur. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir niðurstöðu mælingarinnar mjög merkileg tíðindi. „Við erum að mæla þarna meira magn innan okkar lögsögu en síðan á síldar- árunum. Nú verður áhugavert að vita hvort hún fer norður fyrir land eins og hún gerði áður.“ Jóhann segir tvennt geta skýrt síldargöng- una; breytt skilyrði í hafinu og stærð stofnsins sem hefur áhrif á útbreiðslu hennar. „Þetta hefur gríðarlega þýðingu varðandi veið- arnar og staðfestir það sem við höfum verið að halda fram um rétt okkar til veiða úr þessum stofni.“ Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra segir það augljóst mál í sínum huga að síldargangan styrki samningsstöðu Íslendinga. „Við vorum ekki yfir okkur hrifnir með niðurstöðu síðustu samninga og það voru Norðmenn ekki heldur. Þeir töldu sig eiga rétt á stærri hlutdeild með þeim rökum að stofninn héldi sig að mestu innan þeirra lögsögu. Norðmenn hafa sett fram óraunsæjar og ósann- gjarnar kröfur að okkar mati hingað til.“ Spurður hvort ekki sé ástæða til að fylgja rannsóknaleiðangrinum eftir til að afla sem mestra upplýs- inga um hvað sé að gerast í hafinu fyrir austan segir Einar að rann- sóknir séu forsenda þess að kom- ast að skynsamlegri niðurstöðu í samningum um veiðar úr stofnin- um. „En ég þarf tækifæri til að fara yfir það með Hafrannsókna- stofnun hvernig að því verður staðið á næstunni.“ Síldargangan vel á þriðju milljón tonna Rúmlega tvær og hálf milljón tonna af norsk-íslenskri síld mælast fyrir Austur- landi. Sjávarútvegsráðherra telur gönguna styrkja samningsstöðu Íslendinga um veiðar. „Mjög merkileg tíðindi“, segir forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Bubbi Morthens fer af stað með nýjan sjónvarpsþátt eftir áramót á Stöð 2 sem mun heita Bandið hans Bubba. Hann hyggst ferðast um landið og leita að tónlistar- mönnum sem syngja á íslensku. „Ég er búinn að vera í mörg ár dálítið hissa á því hvað það er lítið sungið á íslensku,“ segir Bubbi. „Í Idolinu sá ég að þegar krakkarnir sungu á íslensku fannst mér sálin í þeim koma fram,“ segir Bubbi í samtali við Fréttablaðið. Í verðlaun fyrir sigurvegarann eru þrjár milljónir íslenskra króna, plötusamningur og umboðs- maður. Stjórnar nýjum sjónvarpsþætti Tveimur tólf ára stúlkum úr Reykjanesbæ var rænt og misþyrmt af þremur eldri stúlkum um helgina. Á sunnudagskvöld hafði læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja samband við lögreglu og tilkynnti að hjá honum væru tvær stúlkur sem hefðu orðið fyrir líkamsáras. Í ljós kom að stúlkurnar höfðu verið færðar upp í bíl með valdi af þremur stúlkum; einni sautján ára og tveimur fimmtán ára. Óku þær með stúlkurnar í yfirgefið hús í Innri-Njarðvík, misþyrmdu þeim, hárreyttu, hræktu á þær og niðurlægðu. Einnig voru stúlk- urnar neyddar til að reykja sígar- ettur. Stúlkurnar þrjár voru hand- teknar skömmu síðar og færðar til yfirheyrslu. Einnig voru skýrslur teknar af foreldrum þeirra og vitnum. Barnaverndarnefnd hefur verið tilkynnt um málið og kærur lagðar fram. Málið er enn í rann- sókn en rannsóknarlögreglan á Suðurnesjum segir málið við- kvæmt þar sem allir sem komi að því séu börn. Leitandi og frum- legur kennari Elín G. Ólafsdóttir hlaut í gær Íslensku menntaverðlaunin í flokki kennara sem skilað hafa merku ævistarfi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin í Ingunnarskóla í Reykjavík í gærkvöldi. Elín kenndi í Langholtsskóla í Reykjavík í rúm fjörutíu ár. Í greinargerð dómnefndar segir að Elín hafi allan sinn feril verið leitandi og frumlegur kennari. Menntaverðlaunin í flokki skóla hlaut Hrafnagilsskóli í Eyja- fjarðarsveit, sem vakti athygli fyrir framsækni og farsælt skólastarf. Kristín Gísladóttir hlaut verðlaunin í flokki ungra kennara, en hún þótti fara ótroðnar slóðir við að afla sér kennsluefnis. Í flokki námsefnis- höfunda hlutu þau Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson verðlaunin fyrir námsefni í lífsleikni. Við erum að mæla þarna meira magn innan okkar lögsögu en síðan á síldarárunum. Nú verður áhuga- vert að vita hvort hún fer norður fyrir land eins og hún gerði áður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.