Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 24

Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 24
hagur heimilanna Pressar vítamínsprengju á morgnana Alma Dröfn Geirdal, framkvæmda- stjóri Forma, á sjálfvirka rykmoppu og þarf því ekki að moppa gólfin sjálf. Verðmerkingar á ýmsum vörutegundum í verslunum Byko gefa til kynna að þær séu á tilboði þótt enginn afsláttur sé í boði. Ekki er ætlunin að blekkja neytendur og merkingunum verður breytt, segir inn- kaupastjóri Byko. Verðmerkingar á mörgum vörutegundum í verslun- um Byko gefa til kynna að vörurnar séu á tilboði þótt þær séu það ekki, með þeim afleiðingum að neytend- ur fá ekki afslátt sem þeir telja sig eiga rétt á. For- svarsmenn Byko viðurkenna að þetta sé gagnrýni- vert og ætla að breyta því eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Ákveðnir vöruflokkar hafa um langt árabil verið merktir með stöfunum TB á verðmiða í verslunum Byko, til dæmis svo til öll rafmagnsheimilistæki, parket og ýmis rafmagnsverkfæri. Starfsmenn versl- ana Byko hafa upplýst að stafirnir séu skammstöfun fyrir orðið „tilboð“ og vörurnar því í raun á tilboði í verslununum. Allir viðskiptavinir Byko geta fengið viðskiptakort sem gefur 10 prósent afslátt af vörum öðrum en til- boðsvörum, eins og fram kemur á vef Byko. Þegar þessir neytendur kaupa vörur sem eru TB-merktar fá þeir ekki afslátt af vörunum þó ekki komi skýrt fram að þær séu á tilboði. „Mér finnst þetta alveg út úr kortinu,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir, stjórnandi leiðbein- ingar- og kvörtunar- þjónustu Neytenda- samtakanna. „Það gilda lög um þetta [...] þegar eitthvað er auglýst á útsölu þýðir ekki að koma með eitthvert verð og segja að það sé tilboð, eða þetta sé útsala. Þarna er verið að gabba neytendur, ef eitthvað er sett á útsölu á neyt- andinn alltaf rétt á því að sjá upprunalegt verð og útsalan, tilboðið eða afslátturinn reiknast af því verði.“ Pétur Andrésson, innkaupastjóri Byko, segir TB- merkingarnar hafa komist þannig á að upphaflega hafi einungis tilboðsvörur verið merktar með TB, svo kassastarfsmenn áttuðu sig á því að ekki ætti að veita afslátt. Mál hafi svo þróast þannig að TB hafi einnig verið notað á vöruflokka sem séu þess eðlis að ekki sé hægt að veita af þeim afslátt. Ekki hafi verið ætlunin að blekkja neytendur. Alls séu á bilinu 13 til 15 prósent af veltu Byko vegna TB-vara. Til hefur staðið í nokkurn tíma að breyta þessum merkingum og þar með skilmálum viðskiptakortsins, segir Pétur. Fyrirspurn Fréttablaðsins verði til þess að þær breytingar verði kláraðar. Vörur á tíma- bundnu tilboði verði eftir sem áður merktar TB. Til viðbótar komi ný merking, EA, sem standi fyrir „ekki afsláttur“. Jafnframt verði þess getið þegar við- skiptavinir fái afsláttarkjör að þau gildi ekki á vörum sem merktar eru með EA. Vörur tilboðsmerktar en eru ekki á tilboði Verð á hádegismáltíð í mötuneyt- um grunnskóla er afar misjafnt eftir skólum. Neytendastofa kann- aði á dögunum verð á skólamáltíð- um í kjölfar lækkunar virðisauka- skatts 1. mars síðastliðinn. Dýrasti hádegisverðurinn er í Grunnskól- anum í Stykkishólmi en þar kostar maturinn 417 kr. Ódýrasta máltíð- in er í mötuneyti Grunnskólans á Hellu en þar kostar máltíðin aðeins 140 kr. Könnunin tók til 124 skóla í 39 sveitarfélögum. Í 38 skólum greiða nemendur aðeins fyrir hráefnið. Í 79 skólum greiða þeir einnig hluta rekstrarkostnaðar og í fjórum skólum greiða nem- endur allan kostnað við skólamötuneytið, þar með talið laun, rekstur og viðhald. Aðeins tveir skólar, Grunnskóli Skaga- strandar og Stóru-Vogaskóli í Vatnsleysustrandarhreppi, bjóða upp á ókeypis skólamáltíðir. Könnunin leiðir í ljós að algengt er að skilmálar séu óljósir um skiptingu milli hráefniskostnaðar og annars kostnaðar. Neytenda- stofa hvetur forsvarsmenn mötu- neytanna til þess að hafa skýra skilmála um kostnaðarskiptingu og verðmyndun máltíða. Ekkert mat var lagt á gæði mál- tíðanna í könnuninni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.