Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 51

Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 51
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2007 15sjómannslíf fréttablaðið Sýningin „Hertur, frystur, salt- aður – fiskur í lífi borgarbúa“ verður opnuð á sjóminjasafn- inu. Hún fjallar um Fiskvinnslu BÚR á Granda og Meistaravöll- um. Sýningin Hertur, frystur, saltaður – fiskur í lífi borgarbúa verður opnuð í Sjóminjasafni Reykjavík- ur næsta laugardag. Á sýningunni er fjallað um fiskvinnslu BÚR á Granda og Meistaravöllum. Bæjarútgerð Reykjavíkur hóf rekstur árið 1947 með komu fyrsta nýsköpunartogarans, Ingólfs Arnarsonar RE 201. Í kjöl- farið sigldi hver togarinn á fætur öðrum og innan fárra ára gerði BÚR út átta togara. Árið 1950 lét BÚR reisa stóra fiskverkunarstöð á Meistaravöllum við Kaplaskjóls- veg. Þar var um árabil rekin um- fangsmikil saltfisk- og skreiðar- vinnsla, auk síldarvinnslu og þjón- ustu við togara útgerðarinnar. Þessi vinnsla útvegaði hundr- uðum borgarbúa, eldri sem yngri, atvinnu. Árið 1959 keypti bæjar- útgerðin hraðfrystihús Fiskiðju- vers ríkisins á Grandagarði 8 og var þar rekin fiskvinnsla og fryst- ing fram til ársins 1985. Sýningin í Sjóminjasafninu fjallar um þessa miklu land- vinnslu á sjávarafurðum sem Bæjarútgerðin stóð fyrir í áratugi og var gríðarlega mikilvæg í at- vinnulífi borgarbúa. Á sýningunni má meðal ann- ars sjá skreiðartrönur, saltfiskinn og innsýn í frystingu. Um fimm- tíu mannlífsmyndir frá starfsemi BÚR verða á veggjum sýningar- salarins og ef til vill geta fyrrum BÚR-stelpur þekkt sig á myndum. Þess má geta að núverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Vil- hjálmsson, var í síðustu BÚR- stjórninni ásamt þeim Kristjáni Benediktssyni og Björgvini Guð- mundssyni. Hann opnar sýning- una kl. 11.00. Hertur, frystur og saltaður Af er það sem áður var í fiskverkun. Í Sjóminjasafninu er dregin upp mynd af starfsemi BÚR, fiskvinnslufyrirtækis í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STAÐREYNDIR UM SJÓMANNADAGINN Sjómannadagurinn var fyrst haldinn í Reykjavík og Ísafirði 6. júní 1938 og breiddist siðurinn út um allt land á fáum árum. Sjómannadagurinn er venju- lega haldinn fyrsta sunnudag í júní. Eina undantekningin á því er þegar hvítasunnu ber upp á þann dag. Talið er að um tvö þúsund sjómenn hafi tekið þátt í skrúð- göngu í Reykjavík árið 1938. Nú er sjómannadagurinn víða mesti hátíðisdagur að jólunum undanskildum. Á sjómannadeginum er starf sjómanna kynnt og á hann að efla samhug sjómanna. Einnig minnast menn drukkn- aðra sjómanna. Það eru samtök sjómanna sem sjá um hátíðar- höldin. Árið 1987 voru sett sérstök lög um sjómannadaginn þar sem tímasetning hans var lögfest og settar reglur til að tryggja sem flestum sjómönnum frí þann dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.