Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 2
Hrafnkell, var þetta
sannkallaður svanasöngur?
Sveitarstjórn Flóa-
hrepps útilokar ekki að Urriða-
fossvirkjun verði reist í neðri
hluta Þjórsár. Ekki var gert ráð
fyrir virkjun í drögum að aðal-
skipulagi sem samþykkt var á
miðvikudag. Ákveðið var eftir
fund með fulltrúum Landsvirkj-
unar í gær að kynna tvær tillögur
að aðalskipulagi hreppsins á íbúa-
fundi 25. júní næstkomandi.
Önnur tillagan gerir ráð fyrir
fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun í
neðri hluta Þjórsár en hin stendur
óbreytt frá samþykkt fundar
sveitarstjórnar þar sem ekki er
gert ráð fyrir virkjuninni. Full-
trúar sveitarstjórnar og Lands-
virkjunar funduðu í gær að frum-
kvæði fyrirtækisins. Landsvirkjun
lýsti undrun sinni og áhyggjum
yfir ákvörðun sveitarstjórnarinn-
ar á fimmtudag.
Helgi Bjarnason, verkefnis-
stjóri á verkfræði- og fram-
kvæmdasviði Landsvirkjunar,
sat fundinn með sveitarstjórnar-
mönnum í gær ásamt Friðriki
Sophussyni, forstjóra fyrirtækis-
ins. Helgi segir að aðallega hafi
verið rætt um samgöngur, ferða-
þjónustu og vatnsvernd sem mót-
vægisaðgerðir á svæðinu. „Við
erum ekki þeirrar skoðunar að
Flóamenn séu á móti virkjun
heldur að þeir telji sig ekki hafa
forsendur fyrir að hafa hana á
skipulaginu án frekari upplýs-
inga.“
Helgi telur meiri líkur en minni
á því að Urriðafossvirkjun verði
reist. „Ég hef aldrei haft það á til-
finningunni að sveitarfélagið sé á
móti virkjuninni sem slíkri. Þeir
hafa aðeins viljað koma í veg
fyrir að tjón hljótist af fram-
kvæmdum með mótvægisaðgerð-
um.“ Hann segir niðurstöðu fund-
arins jákvæða og hafa afstýrt því
að Landsvirkjun hafi „þurft að
fara lagalegar krókaleiðir til að
koma virkjuninni inn í aðalskipu-
lagið“.
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Flóahrepps, segir að viðræðum
verði haldið áfram um hvort
hægt sé að finna grundvöll sem
báðir aðilar sætta sig við. „Aðal-
skipulagið verður kynnt með
báðum kostum inni og því haldið
opnu að auglýsa tillögu með eða
án virkjunar.“ Aðalsteinn neitar
því að fulltrúar Landsvirkjunar
hafi gert sveitarstjórninni sér-
stakt tilboð til að bæta hugsan-
legan skaða af virkjunarfram-
kvæmdum. „En það er ýmislegt
sem hefur verið upp á borðinu
eins og samgöngur, raforkumál
og hagsmunir varðandi ferða-
þjónustu.“
Tillögur kynntar með og
án Urriðafossvirkjunar
Drög að aðalskipulagi Flóahrepps verða kynnt með og án Urriðafossvirkjunar. Ákvörðun um að gera ekki
ráð fyrir virkjun var dregin til baka eftir fund með Landsvirkjun, sem telur að virkjunin rísi.
Búast má við ágætis veðri um
land allt á morgun og því ættu
hátíðarhöld í tilefni þjóðhátíðar-
dagsins að fara vel fram. Besta
veðrið verður fyrir norðan og inn til
landsins austan- og vestanlands. Á
Suðurlandi og á höfuðborgarsvæð-
inu gætu dottið einhverjir dropar.
Trausti Jónsson, veðurfræðingur
á Veðurstofu Íslands, segir að um
fínasta þjóðhátíðarveður sé að
ræða. Margir halda því fram að allt-
af sé leiðinlegt veður á 17. júní en
Trausti er alls ekki á þeirri skoðun.
„Mér finnst nú að veðrið hafi yfir-
leitt verið gott á þessum degi,“
segir Trausti.
Besta veðrið
fyrir norðan
Nýtt hlutafélag mun taka
við öllum eignum og skuldum
Samvinnutrygginga og verður
hlutafé hins nýja félags meðal
annars skipt á milli fyrrverandi
tryggingataka félagsins. Þetta var
ákveðið á fulltrúaráðsfundi félags-
ins í gær. Nýja félagið fær nafnið
Gift fjárfestingarfélag.
Hluthafar í nýju félagi verða á
fimmta tug þúsunda, en eigið fé
þess losar rúma þrjátíu milljarða
króna, samkvæmt tilkynningu frá
Samvinnutryggingum. Samkvæmt
úttekt Fréttablaðsins má ætla að
helstu eignarhlutir Samvinnu-
trygginga nemi hátt á fimmta tug
milljarða króna.
Stærstu eignir hins nýja félags
verða hlutafé í Exista hf. og
íslenskum fjármálastofnunum og
óbeinn eignarhlutur á tæpum
þriðjungshlut í Icelandair Group
hf. í gegnum Langflug ehf.
Samvinnutryggingar voru áður
gagnkvæmt tryggingafélag og eru
eigendur þess að stórum hluta
fyrrverandi tryggingatakar. Um
einstaklinga og fyrirtæki er að
ræða sem áttu skilyrtan eignar-
hlut í Samvinnutryggingum, sem
tryggðu hjá félaginu síðustu tvö
heilu rekstrarár þess og hafa
tryggt hjá Vátryggingafélagi
Íslands fram til 1. júní 2006.
Skiptalokum Samvinnutrygg-
inga lýkur í fyrsta lagi næsta
haust og verður eigendum tilkynnt
um hluti sína í Gift fjárfestingar-
félagi um leið og niðurstaða liggur
fyrir.
Yfir fjörutíu þúsund hluthafar
Rjúpum hefur fækkað
um rúman fjórðung frá síðasta
ári. Þetta kemur fram í talningu
Náttúrustofnunar Íslands (NÍ)
sem gerð var opinber í gær. Útlit
er fyrir að þeim fækki enn meira á
næstu fjórum til fimm árum.
„Það er alltaf einhverjar nátt-
úrulegar sveiflur í stofninum en
topparnir verða alltaf lægri og
lægri,“ segir Ólafur Karl Nielsen,
fuglafræðingur hjá NÍ. Þetta er
annað árið í röð sem rjúpum
fækkar eftir að rjúpnaveiðibann-
inu var aflétt.
Veiðibannið stóð frá árinu 2003
til 2005 en á þeim árum óx stofn-
inn um áttatíu til hundrað prósent
á milli ára. Sá vöxtur átti sér ekki
hliðstæðu á fyrri árum og var
búist við því að uppsveiflan myndi
vara í fjögur til fimm ár. Fækkun-
in nú þykir því koma á óvart.
Ólafur segir síðasta stóra topp
rjúpnastofnsins hafa verið fyrir
um það bil hálfri öld. Allar ytri
aðstæður séu gjörbreyttar síðan
þá. Margar rjúpur drepist við að
fljúga á girðingar og línur og
minkurinn drepi margar.
Auk þess hafi bættar samgöngur
og öflugri farartæki valdið því að
rjúpan hafi misst griðlönd sín
undan svokölluðum veiðimönnum.
„Við getum bara lýst ástandinu
eins og það er en ástæðurnar fyrir
því er verra að segja um,“ segir
Ólafur.
Mat á veiðiþoli stofnsins mun
liggja fyrir í ágúst, eftir að lagt
hefur verið mat á varpárangur
rjúpna í sumar. Sigmar B. Hauks-
son, formaður skotveiðifélags
Íslands, segir veiðimenn ekki hafa
áhyggjur þangað til þær tölur liggi
fyrir.
Betur fór en á horfðist þegar
rúta með þrjátíu og fjóra franska
ferðamenn fór út af veginum
austan við Öndverðarnes á
Snæfellsnesi. Vegkantur gaf sig og
á tímabili vó rútan salt á veginum
en eins metra fall var niður af
honum. Verktakar sem voru við
vinnu rétt hjá slysstað komu
fólkinu til bjargar og drógu rútuna
aftur upp á veginn.
Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð
var virkjuð og björgunarsveitir og
tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar
voru kallaðar út á meðan talið var
að hætta væri á ferð. Þyrlurnar
voru þó afturkallaðar eftir björgun
verktakans.
Verktaki kemur
til bjargar
Ísraelska ríkisstjórnin
samþykkti í gær skipun Ehud
Barak sem varnarmálaráðherra.
Skipunin, sem fylgir í kjölfar
sigurs Barak í formannskjöri
Verkamannaflokksins, markar
endurkomu þessa fyrrverandi
forsætisráðherra í stjórnmál, sex
árum eftir niðurlægjandi kosninga-
ósigur fyrir Ariel Sharon um
forsætisráðherraembættið.
Talið er að Barak muni styrkja
stöðu Olmerts forsætisráðherra,
sem hefur sætt harðri gagnrýni
fyrir það hvernig staðið var að
stríðinu við Hisbollah-samtökin í
Líbanon í fyrrasumar.
Barak varnar-
málaráðherra