Fréttablaðið - 16.06.2007, Síða 4
Dómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur hefur ítrekað við
stjórn Lífsýnasafns Rannsóknar-
stofu Háskólans í meinafræði
fyrri beiðni dómsins um að gerð
verði mannerfðafræðileg rann-
sókn á lífsýnum úr Lúðvík Gizurar-
syni, móður hans, svo og Her-
manni Jónassyni fyrrum
forsætisráðherra. Ítrekunin var
send formanni stjórnar safnsins
11. júní.
Lúðvík og tvö börn Hermanns
hafa átt í langvinnum málaferlum.
Lúðvík krafðist þess að gerð yrði
mannerfðafræðileg rannsókn á
lífsýnum úr móður hans og Her-
manni til viðurkenningar á því að
Hermann sé faðir hans.
Málið hófst með því að Lúðvík
höfðaði véfengingarmál árið 2003
fyrir dómstólum til staðfestingar
á því að Gizur, eiginmaður móður
hans, væri ekki faðir hans. Dómur
gekk í því máli í byrjun árs 2004.
Sannað hafði verið með mann-
erfðafræðilegum rannsóknum að
Gizur gæti ekki verið faðir Lúð-
víks. Lúðvík er því föðurlaus í dag.
Faðernismálið var síðan þingfest
haustið 2004 og hefur síðan verið
rekið ýmist fyrir héraðsdómi eða
Hæstarétti.
Héraðsdómur Reykjavíkur
hafði þrisvar sinnum heimilað
mannerfðafræðilega rannsókn, en
börn Hermanns jafnharðan kært
til Hæstaréttar, sem hnekkti dóm-
unum þar til 9. mars að hann stað-
festi úrskurð héraðsdóms.
Stjórn lífsýnasafnsins taldi það
orðalag í dómi Hæstaréttar, „...að
þess væri farið á leit...“ við Rann-
sóknarstofu að rannsóknin yrði
gerð, óljóst, og skrifaði Héraðs-
dómi bréf þess efnis. Í svari dóms-
ins er vitnað í dóm Hæstaréttar
sem ótvírætt heimili mannerfða-
fræðilega rannsókn á umræddum
lífssýnum. Beiðni þar um er jafn-
framt ítrekuð eins og áður sagði.
Jóhannes Björnsson, formaður
stjórnar Lífsýnasafns RH, kveðst
ekki geta tjáð sig um hvort rann-
sóknin á lífsýnunum sé hafin.
„Nú liggur fyrir úrskurður hér-
aðsdóms um að hún verði gerð og
hún verður gerð,“ segir Jóhannes.
Spurður um hversu langan tíma
rannsókn af þessu tagi taki, segir
hann gera megi ráð fyrir tveimur
til fjórum vikum. Spurður hvers
vegna rannsókn hefði ekki hafist
strax eftir dóm Hæstaréttar segir
Jóhannes skýringar vera á því.
„Hæstiréttur heimilaði einungis
rannsókn, en nú liggur fyrir
þriggja eða fjögurra daga gamall
úrskurður frá Héraðsdómi um að
hún skuli gerð. Hún verður gerð
og niðurstöður munu liggja fyrir á
næstu vikum.“
Ítrekar beiðni um
rannsókn á lífsýnum
Dómari við Héraðsdóm hefur ítrekað beiðni til stjórnar Lífsýnasafns Rann-
sóknarstofu Háskólans í meinafræðum þess efnis að gerð verði mannerfða-
fræðileg rannsókn á sýnum úr Hermanni Jónassyni og Lúðvíki Gizurarsyni.
Viðræður Serbíu
við Evrópusam-
bandið, sem eru
undirbúningur að
hugsanlegri
framtíðaraðild
landsins, voru á
miðvikudag teknar
upp að nýju eftir
árshlé. Þeim hafði
verið slegið á frest vegna skorts á
að stjórnvöld í Belgrad hefðu
uppi á og framseldu eftirlýsta
meinta stríðsglæpamenn.
Endurupptaka viðræðna um
svonefndan Stöðugleika- og
aðlögunarsamning er liður í
viðleitni ESB til að hjálpa Serbum
að segja skilið við þjóðernisein-
angrunarstefnu liðinna ára.
Fulltrúar frá Serbíu sátu
jafnframt í gær í fyrsta sinn fund
varnarmálaráðherra NATO-ríkja
og samstarfsríkja þeirra í
Samstarfi í þágu friðar.
Viðræður tekn-
ar upp að nýju
Eftir atburði síðustu
fimm daga er Palestína klofin í
tvennt. Gaza-ströndin og Vestur-
bakkinn, sem liggja sitthvoru
megin við Ísrael, eru nú undir
stjórn sitthvorrar palestínsku
fylkingarinnar þar sem Hamas
stýrir Gaza-ströndinni og Fatah
fer með völd á Vesturbakkanum.
Mahmoud Abbas, forseti Palest-
ínu og leiðtogi Fatah, skipaði í gær
fjármálaráðherra Palestínu, hinn
óháða Salam Fayyad, forsætisráð-
herra í stað Ismail Haniyeh, leið-
toga Hamas, sem hann rak daginn
áður ásamt ríkisstjórninni sem
fylkingarnar mynduðu fyrir þrem-
ur mánuðum.
Haniyeh neitar hins vegar að
láta af embætti og segir stöðu
ástands slíka að ekki sé hægt að
taka einhliða ákvarðanir.
Abbas lýsti yfir neyðarástandi
eftir að ljóst var að Hamas hafði
náð yfirráðum á Gaza og hyggst
stjórna með forsetatilskipunum
þar til aðstæður bjóði upp á
snemmbúnar kosningar. Tilskipun
Abbas um myndun nýrrar ríkis-
stjórnar mun ekki breyta því að
Hamas hefur stjórn á Gaza en
gæti styrkt frekar völd Fatah yfir
Vesturbakkanum og lagt grund-
völl að tveimur aðskildum palest-
ínskum stjórnvöldum.
Yfir níutíu manns létust í átök-
unum á Gaza síðustu daga og tugir
særðust.
Mannræningjarnir sem hafa
haft Alan Johnston, fréttamann
BBC, í haldi á Gaza tilkynntu í
gær að þeir myndu sleppa
honum innan sólarhrings eftir
samningaviðræður við Hamas.
Stuttu áður hafði Hamas
heitið því að tryggja lausn
Johnstons, sem virðist vera til
marks um viðleitni samtakanna
til að fá ekki alþjóðasamfélagið
upp á móti sér. Hamas þykir
með þessu hafa sent skilaboð til
herskárra hópa um að þau
hyggist koma á reglu á svæðinu.
Johnston hefur verið í haldi í
þrjá mánuði, lengur en nokkur
annar vestrænn fréttamaður
sem hefur verið rænt á Gaza.
Mál manns, sem
grunaður er um að hafa falsað
peninga og komið þeim í umferð
hefur verið sent til ákæruvaldsins.
Maðurinn, sem er um tvítugt,
var úrskurðaður í gæsluvarðhald í
lok apríl. Rannsóknardeild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu hefur farið með rannsókn
málsins. Maðurinn játaði sök við
yfirheyrslur. Um allnokkra
fjárhæð er að ræða sem hann
falsaði með tölvubúnaði. Sam-
kvæmt upplýsingum Fréttablaðs-
ins eru allir fölsuðu seðlarnir
komnir í leitirnar.
Allt að tólf ára fangelsi getur
legið við því að falsa, stuðla að
dreifingu eða koma fölsuðum
peningaseðlum í umferð.
Peningafalsari
til ákæruvalds
Nokkrir vinstri-
flokkar á Norðurlöndunum skora
á ríkisstjórnir landa sinna að
viðurkenna sjálfstæði Vestur-
Sahara. Landið hefur verið
hersetið af Marokkó í 35 ár, síðan
Spánverjar yfirgáfu þessa
fyrrverandi nýlendu sína.
Einnig segja vinstriflokkarnir
að Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna hafi nýlega bókað að
unnið skuli að því að Vestur-
Sahara fari með stjórn eigin
mála. Samningaviðræður um
stjórnskipan fari fram í júní.
„Íbúar Vestur-Sahara þurfa því
nauðsynlega á stuðningi að halda
í sjálfstæðisbaráttu sinni næstu
daga,“ segir í yfirlýsingu.
Ísland aðstoði
Vestur-Sahara