Fréttablaðið - 16.06.2007, Page 6
opið til kl. 22.00 öll kvöld
Amina í Mál og menningu
Laugardag klukkan 15:00. Láttu sjá þig!
Óþrjótandi
verkefni!
Ef þú ert arkitekt og langar að vinna að fjölbreyttum og ögrandi
verkefnum, þá erum við hjá deiliskipulagsdeild Skipulags- og
byggarsviðs Reykjavíkur að leita að frjóum og skemmtilegum
starfsfélaga. Hér er góður hópur teymisarkitekta sem hlakkar til
að fá þig um borð.
Nánari upplýsingar um starfið má
finna á vefsíðu sviðsins, skipbygg.is.
Rannsóknardeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál konu sem er
grunuð um að hafa stundað að misnota kennitölur
fólks til þess að svíkja út lyf. Lögregla vinnur meðal
annars að því að safna saman þeim tilvikum sem þar
sem konan hefur svikið úr lyf.
Það var Landlæknisembættið sem kærði lyfja-
svindlarann til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
nýlega. Svindlarinn, sem er kona á miðjum aldri, er
grunuð um að hafa notað kennitölur allmargra
einstaklinga. Hún hafði stundað iðju sína á flestum
heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og
einnig utan þess, að sögn Matthíasar Halldórssonar
landlæknis. Að hans sögn sveik hún einkum út
íbúkód sterkar, sem er verkjalyf með kódeini.
Embættið kærði hana fyrir skjalafals, að sögn
landlæknis.
Hann skrifaði lögreglunni ítarlegt bréf vegna
þessa máls. Að sögn hans hafði hún stundað það að
svíkja út lyf á fölskum forsendum í að minnsta kosti
eitt ár. Hún var víða komin á svartan lista, að sögn
landlæknis, en leitaði þá jafnharðan á ný mið.
Þetta er orðið einstakt mál vegna umfangs.
Lögregla rannsakar lyfjasvik
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á
Selfossi, telur líklegt að bifhjól mannanna sem óku á
ofsahraða framhjá stöðvunarmerkjum lögreglunnar
aðfararnótt mánudags verði gerð upptæk. Akstrinum
lauk með alvarlegu slysi.
„Krafan verður gerð en síðan er það dómara að taka
afstöðu til hennar,“ segir Ólafur. Í nýjum umferðarlög-
um sem tóku gildi í apríl segir að þegar um stórfelldan
eða ítrekaðan hraðakstur sé að ræða megi gera öku-
tæki ökumanns upptækt til ríkissjóðs. „Það er komin
mjög skýr heimild frá löggjafanum um að þetta megi
gera og eins og málið lítur út í dag virðist sem ákvæði
þessarar nýju lagagreinar eigi vel við í þessu tilfelli,“
segir Ólafur en þessu ákvæði hefur ekki verið beitt
áður.
Komið hefur í ljós að annar mannanna, sá sem minna
slasaðist, var sviptur ökuréttindum í fyrra fyrir að aka
á 181 kílómetra hraða og sinna ekki stöðvunarmerkj-
um. Hann var einnig sviptur ökuréttindum í fjóra mán-
uði árið 2004 fyrir hraðakstur.
Einar Guðmundsson, forstöðumaður Forvarnahúss
Sjóvár, tekur í sama streng og Ólafur og segir eðlilegt
að beita þessum viðurlögum. „Þarna er sýndur ein-
beittur brotavilji. Mennirnir virða ekki lögregluna og
ætla sér greinilega að keyra svona hratt,“ segir
Einar.
Bifhjólamaðurinn sem slasaðist í slysinu liggur
enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.
Honum er haldið sofandi í öndunarvél.
Bæjarstjórar smærri
sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu eru hissa á þeirri ákvörðun
bæjarráðs Kópavogs að leggja til
við bæjarstjórn að gefið verði frítt í
strætó frá næstu áramótum. Þeir
segja óeðlilegt að sveitarfélög taki
ákvarðarnir um málefni strætó
hvert í sínu horni og kalla eftir
meira samstarfi á vettvangi Sam-
bands sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu (SSH) eða stjórnar Strætó
bs.
Bæjarstjórar Álftaness, Garða-
bæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnar-
ness segja ákvörðun meirihlutans í
Kópavogi koma á óvart, ekki síst í
ljósi þess að Gunnar I. Birgisson,
bæjarstjóri Kópavogs, hafi verið
talsvert gagnrýninn á þá ákvörðun
Reykjavíkurborgar að gefa náms-
mönnum ókeypis í strætó frá og
með haustinu.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
Garðabæjar, segir að fulltrúi Garða-
bæjar í stjórn Strætó hafi óskað
eftir fundi í stjórninni vegna máls-
ins. Þá verður og fundað um Strætó
hjá stjórn SSH 25. júní. „Það verður
klárlega havarí á þeim fundi,“ segir
Ragnheiður Ríkharðdóttir, bæjar-
stjóri Mosfellsbæjar.
Gunnar segir ekki hafa verið rætt
formlega í bæjarstjórn eða bæjar-
ráði Garðabæjar hvort bærinn eigi
að fylgja fordæmi Kópavogs eða
annarra sveitarfélaga sem ákveðið
hafa að gefa frítt í strætó – ýmist
öllum eða ákveðnum hópum. „Ég
hef ekki verið talsmaður þess að
gefa frítt í strætó,“ segir hann. „En
með þessum aðgerðum er að vissu
leyti verið að stilla öllum sveitar-
félögunum upp við vegg.“ Ragn-
heiður er sammála. „Það hefur auð-
vitað ruðningsáhrif að stærstu
sveitarfélögin skuli ákveða að gera
þetta.“
Sigurður Magnússon, bæjarstjóri
Álftaness, segir sérkennilega að
málum staðið. „Við höfum áhyggjur
af þessari þróun mála í Strætó.“
Jónmundur Guðmarsson, bæjar-
stjóri Seltjarnarness, segir bæjar-
stjórnina ekki andvíga aðgerðinni í
sjálfu sér, bærinn hafi talað fyrir
samskonar tilraun. Betur hefði þó
farið á því að slík ákvörðun hefði
verið tekin í stjórn Strætó.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur
frá áramótum gefið eldri borgurum
ókeypis aðgang að strætó. Lúðvík
Geirsson bæjarstjóri segist þó vera
skýr talsmaður þess að sveitar-
félögin gangi sameinuð í mál sem
þessi. Annað gangi ekki upp. Þá
segir hann mikilvægt að gengið
verði til viðræðna við ríkisstjórnina
um að hún beiti sér í þessum
málum.
Ármanni Kr. Ólafssyni, stjórnar-
formaður Strætó bs., sagðist í
útvarpsfréttum í gær lítast vel á þá
tilraun sem Kópavogsbær hygðist
leggja út í. Þó sagði Ármann, sem
jafnframt er forseti bæjarstjórnar í
Kópavogi, að óráðlegt væri að önnur
sveitarfélög færu að fordæmi Kópa-
vogsbæjar. Skynsamlegra væri að
bíða og sjá hvort tilraunin í Kópa-
vogi væri hagkvæm.
Kollegarnir hissa á
ákvörðun um Strætó
Bæjarstjórar eru hissa á sinnaskiptum meirihlutans í Kópavogi hvað varðar Strætó.
Kallað er eftir meira samráði. Búist er við hitafundi um málið 25. júní. Stjórnarfor-
manni Strætó líst vel á tilraunina en biður aðra bæi að bíða eftir niðurstöðunni.
Leiðtogi hryðju-
verkasamtakanna Jemaah
Islamiyah var handtekinn í
síðustu viku ásamt næstráðanda
sínum, að því er lögreglan á
Indónesíu greindi frá í gær.
Handtökurnar eru taldar vera
mikið áfall fyrir samtökin sem
eru sögð ábyrg fyrir hryðju-
verkaárásunum á Balí árið 2002
ásamt fleiri árásum í Indónesíu,
sem er fjölmennasta múslima-
þjóð veraldar.
Markmið Jemaah Islamiyah er
að koma á fót íslömsku ríki í
suðausturhluta Asíu. Liðsmenn
samtakanna hafa staðið fyrir fjölda
árása á kristna á svæðinu.
Hryðjuverkafor-
ingi handtekinn
Hefur þú gefið blóð?
Skoðar þú klám reglulega?