Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 8

Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 8
Íslenska loftvarna- kerfið verður lagað að varnarkerf- um annarra evrópskra NATO-ríkja og endurnýjað í framtíðinni. Við- ræður embættismanna um framtíð kerfisins fóru fram samhliða við- ræðum Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur utanríkisráðherra og Nicholas Burns, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, á fimmtu- dag. Bjarni Vestmann, sendifulltrúi á varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, segir að viðræðurnar hafi gengið vel og Bandaríkjamenn séu jákvæðir. „Það er verið að ræða hvernig við tökum yfir reksturinn á kerfinu, en einnig hugsanlegt framlag Bandaríkjamanna til upp- færslu á hugbúnaði loftvarna- kerfisins.“ Bandarísk stjórnvöld sjá um rekstur loftvarnakerfisins fram til 15. ágúst, þegar íslensk stjórnvöld taka við. Utanríkisráðherra upp- lýsti í Fréttablaðinu í gær að kostn- aður Íslands vegna reksturs kerfisins yrði um 800 milljónir króna á ári. Bjarni segir íslenska loftvarna- kerfið með því fullkomnasta í heimi. Hlutverk þess er tvíþætt. Annars vegar má í gegnum ratsjár- kerfi fylgjast með flugumferð við landið, þar með talið umferð flug- véla sem ekki nota sjálfvirkan rat- sjársvara, sem borgaraleg flugum- ferðarstjórn fylgist með. Hins vegar er kerfið notað til að stýra orrustuþotum í íslenskri lofthelgi. Ratsjárstofnun hefur frá síðasta hausti fylgst með upplýsingum úr loftvarnarkerfinu. Ólafur Örn Har- aldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, segir starfsmenn stofnunarinnar fylgjast með lofthelginni allan sólarhringinn, sérstaklega flugvél- um sem ekki séu með sjálfvirkan ratsjársvara í gangi. Hann vildi þó ekki gefa upp hvort slík óþekkt loftför hefðu komið inn í lofthelg- ina á því tæpa ári sem starfsmenn stofnunarinnar hefðu staðið vakt- ina. Loftvarnakerfið er nauðsynlegt til þess að æfingar erlendra her- flugvéla geti farið fram hér á landi, en slíkar æfingar eru meðal annars fyrirhugaðar í ágúst. Kerfið er einnig nauðsynlegt ákveði NATO að hefja lofthelgiseftirlit við Ísland, en ákvörðun verður vænt- anlega tekin í næstu viku um hvort af slíku eftirliti verður. Íslenska loftvarnakerfið liggur á milli tveggja stórra kerfa, annars vegar Bandaríkjanna og Kanada en hins vegar evrópskra NATO- ríkja. Bjarni segir að til standi að samræma kerfið evrópska kerfinu, sem geri það meðal annars að verk- um að uppfærslur þess verði ódýr- ari í framtíðinni. Varnarkerfi lagað að kerfum Evrópuríkja Til stendur að endurbæta íslenska loftvarnarkerfið og laga það að kerfum evrópskra NATO-ríkja. Kerfið fylgist með óþekktum loftförum við Ísland og er nauðsynlegt til að erlendar orrustuþotur geti athafnað sig í íslenskri lofthelgi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.