Fréttablaðið - 16.06.2007, Síða 24
Auglýsingar sendist á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5000.
„Ég þarf ekki að óttast
dauðann. Eini ótti minn er
snúa aftur endurholdgaður.“
Í ár eru hundrað ár liðin
frá komu Friðriks kon-
ungs VIII en þá var lokið
við gerð Konungsvegar-
ins um Þingvelli, Laugar-
vatn, Gullfoss og Geysi.
Konungsvegurinn er
sennilega ein dýrasta
vegaframkvæmd Íslands-
sögunnar eða um fjórtán
prósent af ársútgjöldum
ríkisins á þeim tíma.
Í tilefni af afmælinu
efna Ferðafélag Íslands
og Fornbílaklúbburinn til
ferðar í um þrjátíu forn-
bílum frá Reykjavík um
Þingvelli og austur að
Laugarvatni.
Lagt verður upp í ferð-
ina frá höfuðstöðvum FÍ
Mörkinni 6 klukkan 9 að
laugardagsmorgni. Ólafur
Örn Haraldsson er farar-
stjóri í ferðinni og Sigurð-
ur G. Tómasson og Gísli
Sigurðsson sjá um leið-
sögn. Áætlað er að ferð
ljúki á Laugarvatni um
klukkan tvö.
Kóngsvegur ekinn
í fornbílum
Fyrsta konan í geiminum
Afstaða, félag fanga, hefur
opnað nýja vefsíðu undir
www.timamot.is. Þar má
meðal annars skoða nýjustu
fréttir, fræðast um forvarn-
armál og lesa pistla.
Afstaða var stofnað af
föngum á Litla-Hrauni 23.
janúar 2005. Markmið fé-
lagsins eru fyrst og fremst
þau að vinna að tækifæri
fyrir fanga til ábyrgðar,
endurreisnar og að búa þeim
skilyrði til farsællar endur-
komu út í samfélag manna.
Hugað er að aðstandendum
fanga, fjölskyldum, vinum
og öllum öðrum sem sitja
í fangelsi úti í hinu frjálsa
samfélagi vegna tengsla við
fanga.
Tímamót.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og
bróðir,
Hilmar J. Hauksson
Kóngsbakka 10 og Aflagranda 20,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut
fimmtudaginn 14. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Monika Blöndal
Sara Hilmarsdóttir
Haukur Steinn Hilmarsson
Svava J. Brand
Þórunn Helga Hauksdóttir
Björn Torfi Hauksson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Kristín Ása Engilbertsdóttir
Grýtu, Djúpavogi,
lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað þriðjudaginn
12. júní. Jarðarförin auglýst síðar.
Steingrímur Ingimundarson
Ingimundur Steingrímsson
Óskar Steingrímsson Sólrún Sverrisdóttir
Hafsteinn Steingrímsson Kristbjörg Eiríksdóttir
Ragnhildur Steingrímsdóttir Vilberg M. Ármannsson
Drífa Ragnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
50 ára afmæli
Díana Vera
Jónsdóttir
hárskurðarmeistari býður til veislu
vegna 50 ára afmælis síns hinn
15. júní. Veislan verður haldin að
Kristnibraut 9 neðri hæð Grafarholti
hinn 17. júní klukkan 15.00. Allir vinir
og vandamenn eru velkomnir.
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ragnheiður Ólöf Pálsdóttir
Gaukshólum 2,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 13. júní. Útförin verður auglýst síðar.
Aðstandendur.
Björn Pétursson er nýr skólastjóri Mela-
skóla en hann er fjórði skólastjórinn í
sextíu ára sögu skólans.
Björn, sem hefur verið aðstoðarskóla-
stjóri síðan 1994, var sjálfur nemandi í
Melaskóla sem barn og hefur nú kennt
við skólann í þrjátíu ár. „Þegar ég byrj-
aði að kenna árið 1977 var það ekki óal-
gengt að kennarar væru með tvo bekki
því þá voru skólarnir tvísetnir,“ segir
Björn og rifjar upp að fyrsta veturinn í
kennslu var hann með 45 kennslustundir
á viku.
„Það hefur mjög margt breyst á þess-
um tíma, sérstaklega við einsetning-
una í kringum aldamótin og þegar við
þurftum að sjá um mat fyrir börnin. Það
hefur tekið talsverða orku og tíma af
því að við búum svo þröngt hér í Mela-
skóla, þannig að við þurftum að gera
heilmiklar breytingar,“ segir Björn,
sem sér ekki fyrir sér að miklar breyt-
ingar verði gerðar á stjórn skólans þrátt
fyrir að nýr skólastjóri taki við. „Skól-
inn stendur á mjög traustum grunni
og þar eru gömul og góð gildi við lýði.
Við reynum þó að vera dálítið fram-
farasinnuð í kennslunni. Ég mun leggja
enn meiri áherslu á upplýsingatækni
en hefur verið og nýta hana sem best,
ekki síst með tilliti til einstaklingsmið-
aðs náms. Þar sé ég ákveðna möguleika
sem mætti nýta.“
Björn segir það aðalatriði að bæði
börnum og starfsfólki líði vel í skólan-
um, en nemendur skólans eru um 600 í
fyrsta til sjöunda bekk. „Melaskóli er
einn af fjölmennustu skólum borgarinn-
ar og þeir sem eru fjölmennari eru með
nemendur frá fyrsta til tíunda bekk,
þannig að ég hygg að við séum fjöl-
mennasti barnaskólinn á landinu,“ segir
Björn og bætir því við að þegar skólinn
varð einsetinn hafi verið byggð nýbygg-
ing við skólann. „Sú bygging er nokkuð
vegleg og þar nutum við þess hvað gamli
skólinn er glæsileg bygging. Þá var ekki
hægt annað en að hafa nýju bygginguna
í stíl við hann.“