Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 31

Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 31
Jóhann Bjarni Kjartansson eignaðist Volkswagen bjöllu, 1971 árgerð, árið 1993 en seldi hana nokkrum árum síðar. Nýlega fann hann bílinn aftur og er að hefjast handa við að gera hann upp. „Sagan á bak við þennan bíl hófst árið 1993. Þá keypti ég bjölluna og byrjaði, ásamt Gumma Kalla vini mínum, að gera hana upp í skúrnum hjá ömmu og afa á Selfossi. Það var ekki mjög vinsælt þar sem það var mikið ryk og vesen í kringum það. Það tók góða fjóra mánuði og við sprautuðum hana í sérstaklega falleg- um grænum lit,” segir Jóhann. Jóhann átti bjölluna í tvö ár en seldi hana þá með miklum trega. Bíllinn endaði á partasölu við Rauða- vatn og í hvert skipti sem Jóhann keyrði í bæinn sá hann bjölluna standa óhreyfða við veginn. Einn dag- inn, nokkrum árum seinna, var bíllinn horfinn og með honum vonin um að eignast hann aftur. Þar til fyrir tveimur mánuðum þegar vinirnir hitt- ust aftur. „Gummi Kalli spurði mig hvers vegna við keyptum ekki bara bjölluna aftur og ég tók hann á orðinu. Vinur minn fann bílinn í Reykhólasveit og ég hringdi í eigandann.“ Þegar eigandi bílsins heyrði söguna af bílnum féllst hann á að selja Jóhanni hann aftur. „Við þurfum að gera hana upp frá grunni, og leita að sama græna litnum. Hún verður að vera í sama lit,“ segir Jóhann og lýsir einnig sérstaklega eftir varahlutum í bílinn þar sem erfitt sé að nálgast þá. Hægt er að hafa samband við félagana í netfangi josafat@internet.is. Bjallan er komin heim SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066 SUMARDEKK HEILSÁRSDEKK OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAGEYMAÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSAR PÚSTÞJÓNUSTA Fagmenntaðir kayak kennarar og leiðsögumenn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.