Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 16.06.2007, Qupperneq 42
hús&heimili Karen Björk Óskarsdóttir, grafísk- ur hönnuður og starfsmaður hjá JKE Design, fékk áhuga fyrir Feng shui aðeins sextán ára gömul, á þeim tíma sem fyrirbærið var lítið þekkt hérlendis. Hún hefur ásamt fjölskyldunni innréttað heimili sitt í anda þessarar hugmyndafræði, sem er aldagömul og á rætur að rekja til kínverskra munka. „Ég trúi því einlægt að nauðsyn- legt sé að skapa ákveðið jafnvægi á heimilinu. Að jafna út frumefnin eld, vatn, jörð og loft, með mark- vissri notkun til dæmis málms og viðar,“ segir Karen. „Í samræmi við Feng shui leita ég eftir lát- lausum húsgögnum og hlutum og þá einna helst í ljósum litum. Litir hafa nefnilega mikið að segja. Það er gott að hafa umhverfið svolítið hlutlaust, því þá er það ekki orku- frekt. Hengja síðan upp myndir í afgerandi litum sem maður leitar í, án þess þó að þær verði ríkjandi á heimilinu.“ Ekki vantar listaverkin á heim- ilið, þar á meðal eftir Karen sjálfa, sem hefur fengist við myndlist, frá útskrift úr Myndlistarskóla Akureyrar. „Þetta eru abstrakt verk, svolítið út í kúbisma,“ segir hún hugsi. „Ég sæki mikið í línu- form. Minna er meira.“ Þegar talið berst að sýningahaldi verður listakonan hins vegar hógværðin uppmáluð og segist helst ein- göngu mála fyrir sjálfa sig, vini og vandamenn. Málverk Karenar eiga sameigin- legt með öðrum heimilismunum að falla að kínversku hugmynda- fræðinni. Brátt munu þessir hlutir eignast nýjan samastað þar sem fjölskyldan hefur fest kaup á stærra húsnæði. „Við ætlum að byrja á að skipta út eldhúsinu,“ segir Karen. „Setja upp ljósa inn- réttingu blandaða einhverri teg- und af viði og gleri og leggja stein á gólfið. Svo verður pottur úti á verönd, þar sem okkur þykir gott að vera úti við. Rennandi vatn á líka að stuðla að aukinni velgengni samkvæmt Feng shui. Frumefnin fjögur ættu því svo sannarlega að fá gott svigrúm á nýja heimilinu.“ roald@frettabladid.is Feng shui fyrir heimilið Karen Björk Óskarsdóttir hefur innréttað heimili sitt í anda Feng shui. Þessi glæsilega mynd er eftir yngsta listamanninn á heimilinu, Andreu Ósk dóttur Karenar, en hún er máluð á skeljar. Þetta málverk eftir Karen kallast „Fjölskyldubönd“, það fyrsta sem hún gerði. Það sýnir blóð og æðar og táknar fjölskylduböndin. Glerverk, eitt af mörgum eftir Karen þar sem unnið er með frumefnin, í þessu tilviki loft. Innrétting úr beyki sem Karen lakkaði sjálf þegar hún festi sér kaup á íbúðinni og skipti um höld á. Mikið er af listaverkum á heimili Karenar. Málverkið yfir sófanum er eftir Óla G. 16. JÚNÍ 2007 LAUGARDAGUR6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.