Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2007, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 16.06.2007, Qupperneq 68
Þegar ég var lítill beið ég allan veturinn eftir sumrinu. Þegar það loks kom fór ég út og kom helst ekki inn aftur fyrr en hausta tók. Á vorin var hlaupið úti í stuttbuxum í fimm gráðu hita því samkvæmt dagatal- inu var sumardagurinn fyrsti fyrir heilli viku. Á sumrin tóku endalaus ævin- týri við kringum hesthús Mosfell- inga og þó svo ég skemmti mér kon- unglega voru hestamennirnir ekki ánægðir að sjá mig reyna að hitta tippin á hestunum með hrossaskít. Hestarnir voru heldur ekki ánægðir, sérstaklega þessi sem ég smellhitti í kónginn þannig að hann stökk yfir girðinguna og elti mig um allt hest- húsahverfið. Á haustin var svo spilaður fót- bolti þangað til of dimmt var til að sjá boltann. Þá tók endursköpun stórorrusta síðari heimsstyrjaldar- innar við með tindátum í sandkass- anum. Greyin grófust ýmist undir í sprengjuregni eða enduðu úti í runna. Allir nema einn sem varð konungur heimsins. Mamma er enn að finna tindáta í blómabeðunum. Sumarið var sá tími sem ég lék mér sem mest ég mátti. Lífið hætti að vera alvarlegt og allt sem ekki var gaman beið betri tíma og styttri daga. Svona upplifa flest börn sumarið. Hversu margir fullorðnir skyldu gera það? Það er eins og einhvers staðar á leiðinni glatist hæfileikinn að leika sér. Að stoppa í örskotsstund, virða hlutina fyrir sér, búa til sögu bak við þá og hlæja að þeim. Vissulega þarf að borga af lánunum, finna leikskólapláss fyrir börnin, setja köttinn í ormahreinsun og skipta um eldhúsinnréttingu en til hvers að standa í því ef maður gleymir að hafa gaman af lífinu? Á morgun er 17. júní og ég legg til að allir sem fullorðnir eru fari í skrúðgöngu og geri þá hluti sem öll börn langar að gera en mega ekki. Fáið ykkur þrjá risasnuddusleikjóa, kaupið helíumblöðru og andið að ykkur helíum og talið asnalega, gangið á móti skrúðgöngunni og fyrir alla muni leikið ykkur. Ást við fyrstu sýn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.