Fréttablaðið - 16.06.2007, Síða 76

Fréttablaðið - 16.06.2007, Síða 76
Listinn yfir þá söngvara og hljóm- sveitir sem ætla að koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu 1. júlí næstkomandi verður sífellt stærri og glæsi- legri og í gær bættust Anastacia, Andrea Bocelli, Josh Groban og Fergie úr Black Eyed Peas í hóp- inn. Hjartnær tíu ár eru liðin frá því að Díana lést í umferðarslysi í París og af því tilefni hafa synir hennar, prinsarnir Vilhjálmur og Harry, skipu- lagt tónleika sem fram fara á Wembley-leikvanginum. Tónleikarnir verða í raun einn allsherjar söngleik- ur þar sem listamennirn- ir koma fram hver í sínu lagi. Enginn annar en Andrew Lloyd Webber sér um stjórn söng- leiksins. Meðal annarra sem hafa boðað komu sína á Wembley þetta kvöld eru Take That, Duran Duran, Bryan Ferry, Rod Stewart, Kanye West og að sjálfsögðu Sir Elton John, sem var náinn trúnaðarvinur Díönu á meðan hún lifði. Allir vilja spila til heiðurs Díönu Gríman, íslensku leiklistar- verðlaunin, voru haldin í fimmta sinn í íslensku óperunni í gærkvöldi. Benedikt Erlingsson var óumdeildur sigurvegari kvöldsins. Sýningin Dagur vonar hreppti eftirsóttustu verðlaun Grímunnar í gærkvöldi og var kjörin besta sýning ársins. Leikfélag Reykja- víkur setti upp sýninguna, sem er eftir Birgi Sigurðsson, en Hilmir Snær Guðnason leikstýr- ir. Það var hins vegar áðurnefnd- ur Benedikt sem stal senunni en hann hlaut þrenn verðlaun. Benedikt var kjörinn leikstjóri ársins fyrir Ófögru veröld, einnig í sviðsetningu Leikfélags Reykja- víkur, og þá hlaut hann tvenn verðlaun fyrir frammistöðu sína í Mr. Skallagrímssyni, sem leik- ari ársins og leikskáld ársins. Þetta er í annað sinn sem Bene- dikt reynist sigursæll á Grímunni en fyrir tveimur árum var hann valinn leikstjóri ársins þegar hann stýrði Draumaleik, sem þá var einnig valin besta sýning árs- ins. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmir Snær stýrir verðlauna- leiksýningu en hann hefur tví- vegis hlotið Grímuna fyrir best- an leik í aðalhlutverki, árið 2003 fyrir Veisluna og í fyrra fyrir frammistöðu sína í sýningunni Ég er mín eigin kona. Leikararnir Herdís Þorvalds- dóttir og Róbert Arnfinnsson hlutu heiðursverðlaun Leiklistar- sambands Íslands í gær fyrir ævistarf sitt í þágu leiklistar á Íslandi. Voru þau hyllt af við- stöddum í Óperunni í gær þegar forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti þeim verðlaunin. Úrslitin í gær komu fáum á óvart og voru í takt við það sem flestir gagnrýnendur höfðu spáð. Dr. Jón Viðar Jónsson leiklist- arfræðingur spáði Degi vonar verðlaununum í viðtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu og þá hefur Sveinn Einarsson, leik- húsfræðingur og fyrrverandi Þjóð- leikhússtjóri, látið hafa eftir sér að Dagur vonar sé í hópi bestu leikrita sem skrifuð hafa verið hér á landi á síðustu árum. Benedikt hefur hlotið einróma lof fyrir túlkun sína á Agli Skallagríms- syni í leiksýningu sinni sem sýnd er á Landnámssetr- inu í Borgarnesi. Benedikt var ein- mitt upptekinn við leik í sýning- unni framan af kvöldi í gær en var fluttur með þyrlu frá Borgar- nesi til Reykjavíkur í gærkvöldi. Benedikt mætti á hátíðina í tæka tíð til að taka á móti verðlaunum sínum. Fyrr á árinu hlaut Benedikt Samfélagsverðlaun Fréttablaðs- ins sem uppfræðari ársins fyrir Mr. Skallagrímsson. Þá sagði Benedikt að vinsældir verksins kæmu sér mikið á óvart. „Mér datt ekki í hug að svona stór hluti þjóðarinnar hefði þennan Íslend- ingasagnanörd í sér,“ sagði Bene- dikt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.