Fréttablaðið - 16.06.2007, Page 80

Fréttablaðið - 16.06.2007, Page 80
Getur eitthvert lið stöðvað meistarana? Guðmundur Sævarsson, bakvörðurinn knái í FH, skoraði í fyrrakvöld annað mark sinna manna gegn KR í Vesturbænum. Það var hans ellefta mark í efstu deild á ferlinum en þar af hefur hann skorað sex þeirra á móti KR. Guðmundur skoraði þrennu í 7-0 sigrinum fræga á Kaplakrikavelli í lokaleik umferðarinnar 2002 og þar að auki hefur hann skorað þrí- vegis í Vesturbænum. „Ég held nú að liðinu öllu líði yfirleitt vel í Vesturbænum,“ sagði hann aðspurður um hverju þetta sætti. „Ég legg svo sem enga sérstaka áherslu á að skora gegn KR,“ bætti hann við. Markið í fyrrakvöld skoraði hann þar að auki með skalla sem þykir heldur óvenjulegt. „Ég man nú ekki hvenær ég skoraði síðast með skalla. Ég held samt að það hafi einhvern tímann gerst áður í meistaraflokki,“ sagði hann. Hann er þó alls ekki óvanur því að skora mörk því hann lék sem framherji í gegnum alla yngri flokkana hjá FH. Þótti hann mark- heppinn með eindæmum. Guðmundur spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild árið 2001. „Ég spilaði sem bakvörður í 2-3 leikjum þegar Hilmar Björnsson meiddist en annars lék ég fyrst og fremst á hægri kantinum þessi fyrstu ár í deildinni. Það var svo árið 2004 sem ég fór í bakvörðinn. Mér líkar vel þar og þar að auki gefur þjálfarinn mér leyfi til að sækja aðeins fram á völlinn,“ sagði hann. Hann er vitanlega sáttur við ár- angur FH-liðsins til þessa á mót- inu og segir að það stefni að sínum fjórða Íslandsmeistaratitli í röð. „Ég held að við hefðum vel sætt okkur við þessa góðu byrjun fyrir mót.“ Meira en helmingur markanna gegn KR San Antonio tryggði sér fjórða NBA-titil sinn á níu árum í fyrrinótt eftir 83-82 sigur á Cleveland. Spurs sópaði einvíg- inu 4-0 og leikmenn Cavs, með LeBron James í broddi fylkingar, sáu aldrei til sólar. Frakkinn Tony Parker var val- inn verðmætasti leikmaður úr- slitanna og þegar fáni þjóðar hans var kominn yfir axlirnar sagði hann að þetta væri „draumi lík- ast. Ég vil ekki vakna.“ „Ég þreytist aldrei á að vinna titla, þetta er líklega sá sætasti hingað til,“ sagði Duncan. Spurs sópaði Cleveland Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son starfar sem sölumaður hjá Góu-Lindu í sumar en stundar þar að auki tannlæknanám. „Það er kannski smá kaldhæðni í því að vera að selja nammi og vera svo í tannlækningum,“ sagði Ásgeir í léttum tón en hann skoraði fyrra mark FH í 2-0 sigrinum á KR. „Mér fannst þetta verðskuldaður sigur. Við vissum að þeir ætluðu að selja sig dýrt en væru líka brot- hættir. Við urðum svolítið væru- kærir eftir að við komumst yfir og seinni hálfleikur var frekar bragð- daufur. Hann var frekar þægilegur, mér fannst þeir ekki vera að gera neitt,“ sagði Ásgeir. Margir einblína á KR og stöðu þess þegar deildin er skoðuð og þá gleymist oft að hampa Íslands- meisturunum, sem hafa spilað frá- bærlega. „Það tekur bara pressuna af okkur, ég held að það sé bara fínt. Það eru allir sem vilja vinna okkur. Menn koma ákveðnari til leiks gegn okkur eins og hefur verið með KR í gegnum árin,“ sagði Ásgeir. Hlutverk þessa frábæra miðju- manns vill oft gleymast. Ásgeir er máttarstólpi í FH-liðinu en hefur ekki alltaf verið í sviðsljósinu. Ás- geir er vitanlega ánægður með tímabilið hjá meisturunum fram að þessu. „Mórallinn er frábær og sjálfstraustið er líka gott eins og sést í leikjunum,“ sagði Ásgeir. Hann meiddist á hné í janúar og missti af öllu undirbúningstíma- bilinu. „Þetta eru álagsmeiðsli í hnénu. Ég finn alltaf fyrir þessu en læt þetta ekki hafa nein áhrif á minn leik. Þetta jafnar sig líklega ekki alveg meðan maður þjösnast á þessu,“ sagði Ásgeir Gunnar Ás- geirsson. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson er leikmaður 6. umferðar Landsbankadeildar karla hjá Fréttablaðinu. Ásgeir átti frábæran leik á miðju FH sem vann KR 2-0. Körfuknattleiksdeild KR hefur fengið góðan liðsstyrk en Joshua Helm hefur samið við félagið. Hann var valinn besti er- lendi leikmaður úrvalsdeildarinn- ar þegar hann lék með KFÍ fyrir tveimur árum þar sem hann skor- aði 37,2 stig að meðaltali í leik. Tyson Pattersson verður ekki áfram hjá KR en auk Joshua hefur Jovan Zdravevski samið við KR. Kominn í KR Síðari leikur Íslands og Serbíu um laust sæti á EM í Noregi í janúar fer fram í Laug- ardalshöll á sunnudag og er þegar orðið uppselt. Serbarnir unnu fyrri leikinn ytra með einu marki og því erfitt verkefni sem bíður landsliðsins. Arnór Atlason hefur verið að æfa með liðinu síðustu daga en hann var ekki með úti í Serbíu og eru nú einhverjar líkur á því að hann verði í hópnum. Alexander Petersson fékk högg á hnéð á æf- ingu í fyrradag en ætti að verða klár á morgun. Aðrir eru heilir. „Það er mikil stemning í mann- skapnum og undirbúningur hefur gengið vel. Það er hugur í mann- skapnum og við ætlum okkur að klára verkefnið og við treystum á stuðning áhorfenda í Höllinni,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðs- þjálfari, sem er hugsanlega að stýra landsliðinu í síðasta skipti á morgun. Arnór kannski í hópnum MasterCard korthafar fá miðann á þessa skemmtilegu fjölskyldumynd á aðeins 600 kr. meðan myndin er sýnd, greiði þeir með kortinu. Myndin er sýnd í Laugarásbíói og Smárabíói. Meira á www.kreditkort.is/klubbar 600 kall meðan myndin er í sýningum! Komin í bíó! Komin í bíó!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.