Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 82

Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 82
 Franska landsliðið hefur unnið báða leiki sína í riðlinum 6- 0 og situr í sæti númer 7 á styrk- leikalista FIFA. Ísland er í 21. sæti. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þó hvergi banginn fyrir leikinn. „Það er raunhæft að stefna á sigur, en þetta verður mjög erfiður leikur. Frakkar eru sterk þjóð en það má ekki gleyma því að við erum líka með marga leikmenn sem eru framúrskarandi á alþjóðlegan mælikvarða,“ sagði Sigurður. „Frakkar spila mjög góða knatt- spyrnu, þær halda boltanum vel og spila skemmtilega. Þær eru með nokkra mjög fljóta leikmenn, meðal annars eina allra fljótustu stelpu sem ég hef séð. Við þurf- um að hafa góðar gætur á þeim því þær eru sterkar sóknarlega. Ef við spilum þéttan varnarleik og beitum öguðum skyndisóknum eigum við eftir að fá okkar færi. Þau þurfum við að nýta og þá eigum við fulla möguleika á að vinna, ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Sigurður. Landsliðsþjálfarinn hefur skoðað lið Frakka vel og meðal annars sá hann leik þeirra gegn Grikkjum. „Ég mun gera leikmönnum mínum ljóst fyrir leikinn hvernig Frakk- ar spila. Maður sér ákveðna rútínu hjá þeim, við þurfum að vera vak- andi fyrir því. Ég hef séð nokkra leiki með þeim á spólum og svo fór ég á leikinn gegn Grikkjum.“ Gegn jafn sterku liði er eðli- legt að landsliðsþjálfarinn leggi áherslu á varnarleikinn. „Við munum leggja áherslu á þéttan varnarleik. Við erum með sterkt lið sóknarlega, liðið hefur skorað í öllum leikjum undir minni stjórn nema einum og við erum að skora meira en tvö mörk að meðaltali í leik. Við erum líka sterk í föstum leikatriðum, það þurfum við að nýta okkur,“ sagði Sigurður. Í næstu viku mæta Íslending- ar Serbum, sem munu auk Frakka keppa við Ísland um laust sæti á EM. „Þessir tveir leikir núna eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, líklega mikilvægustu leikirnir. Við þurfum á góðum úrslitum á heima- velli að halda,“ sagði þjálfarinn. Íslenska kvennalandsliðið mætir því franska í undankeppni EM á Laugardals- velli í dag. Frakkar hafa á að skipa einu besta liði heims en landsliðsþjálfarinn er bjartsýnn fyrir leikinn. Hann segir að varnarleikurinn verði í fyrirrúmi. Stephen Frail, aðstoðar- þjálfari Hearts, fer fögrum orðum um unglingalandsliðs- manninn Eggert Gunnþór Jóns- son sem er á mála hjá félaginu. Frail vonast til að Eggert fái fleiri tækifæri til að sýna sig á næsta tímabili en hann kom við sögu í fimm leikjum liðsins í vetur. „Maður sér hversu góður leik- maður hann er þegar orðinn þegar hann spilar með aðalliðinu, jafnvel í æfingaleikjum. Hann er góður íþróttamaður og hefur gott viðhorf. Hann er ávallt tilbúinn til að læra meira og leggja meira á sig. Hann bætir sig í hverjum leik með aðalliðinu og ég hef séð hann standa sig gríðarlega vel með varaliðinu. Stundum hefur hann meiri áhyggjur af því sem aðrir eru að gera í liðinu en að einbeita sér að eigin frammi- stöðu. Ég vona að hann komi sér almennilega fram á sjónarsviðið á næsta tímabili,“ sagði Frail í samtali við The Scotsman. Fyrr í sumar var það ljóst að Frakkinn Julien Brellier færi frá liðinu og segir greinarhöfundur að Eggert gæti vel fyllt skarð hans á miðjunni. Frail líkir honum einnig við Theodór Bjarnason hjá Celtic. „Þeir eru báðir gríðarlega hungr- aðir í árangur.“ Í byrjunarliðinu í haust? Klausturhvammur 1 220 Hafnarfjörður Tvær íbúðir Stærð: 306 fm Fjöldi herbergja: 8 Byggingarár: 1980 Brunabótamat: 38.750.000 Bílskúr: Já Verð: 59.900.000 Glæsilegt endaraðhús sem skiptist í tvær íbúðir. Á jarðhæð er 4ra herbergja íbúð sem er mjög góð til útleigu. Aðalíbúðin er einnig 4ra herbergja sem skiptist í tvennar stofur, stórt unglingaherbergi og rúmgott hjónaherbergi ásamt 29fm innbyggðum bílskúr. Húsið að utan er í mjög góðu ástandi. Glæsileg eign sem mikið hefur verði lagt í. Lítið mál er að sameina íbúðirnar tvær aftur saman. Sjón er sögu ríkari. Lind Þórarinn Jónsson Lögg. fasteignasali Brynjar Ingólfsson Sölufulltrúi thorarinn@remax.is brynjar@remax.is Opið Hús Í DAG kl. 15-16. Verið velkomin! RE/MAX Lind - Bæjarlind 14-16 - 201 Kópavogur - Sími: 5209500 - www.remax.is 823 1990 TM styður kvennaknattspyrnu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.