Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2007, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 16.06.2007, Qupperneq 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta kom nú þannig til að hann var áberandi í Bandaríkjunum og sölusvæði okkar þar efndi til smá samstarfs við hann,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair en á vefsvæði tónleikaferðar Pete Best kemur fram að flugfélagið styrkir ferðir hans til Bandaríkjanna. „Hann lék á tónleikum fyrir okkur í Minneapolis og við styrkj- um flugið hans á móti,“ bætir Guðjón við. „Því má eiginlega segja að við notfærum okkur nafnið hans og hljómsveitina til að kynna okkur þar vestra,“ segir hann. Á heimasíðu Dr. Gunna kemur fram að einn lesandi síðunnar taldi sig hafa barið Best augum í Skífunni uppi á Keflavíkurflug- velli. Guðjón taldi það alls ekki ólíklegt enda millilentu flugvélar Icelandair í Keflavík á leið sinni vestur um haf. Pete Best er sennilega eitt- hvert þekktasta „no-name“ tón- listarsögunnar. Hann var fyrsti trommari Bítlanna en var rekinn eftir að upptökustjórinn George Martin lýsti því yfir við þá Paul McCartney og John Lennon að hann kynni ekki við trommuslátt Best. Og var Ringo Star fenginn í staðinn. Eftirleikinn þekkja síðan flest- ir því skömmu eftir að Best hafði gengið út úr hljóðverinu með trommukjuðana sína slógu Bítlarnir öll met og urðu undir eins að einhverju mesta æði sem heimurinn hefur augum litið. „Mér skilst reyndar að hann hafi haft ágætt upp úr því að vera trommarinn sem var rek- inn úr Bítlunum,“ segir Guðjón en viðurkenndi að hann hefði lítið heyrt af afrekum Best á tónlistar- sviðinu þrátt fyrir að hafa drukk- ið tónlist Bítlana nánast með móð- urmjólkinni. Tónleikaferð Pete Best styrkt af IcelandairTeitur Þórðarson Tugir vistkvenna á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni tóku síðastlið- inn miðvikudag þátt í hinu árlega Kvennahlaupi sem verður haldið um allt land í dag. Tóku þær forskot á sæluna og fóru hringinn í kringum hjúkr- unarheimilið, margar hverjar í hjólastólum. Árangur hlaupsins má sjá á heimasíðunni vinsælu Youtube.com. Ættingjar og starfsmenn voru konunum til halds og trausts. Var yngsti keppandinn fimm ára en sá elsti 97 ára og voru þær báðar að taka þátt í fyrsta skiptið. Karlarnir áttu einnig hlut að máli með því að afhenda konunum verðlaunapeninga er þær komu í mark, kyssa þær á kinnarnar og gefa þeim djús. Inni í húsi beið þeirra síðan djasskvartettinn Te- pokar sem hélt uppi góðu stuði. Þetta var annað árið í röð sem Sóltún tekur þátt í hlaupinu og að sögn Önnu Birnu Jensdóttur framkvæmdastjóra hefur verið mikil ánægja með þátttökuna. Lifa konurnar lengi á þessum at- burði. „Dæmi um það hvað þetta er ánægjulegt og gefandi er að einn íbúinn svaf með verðlauna- peninginn og er örugglega ekki búinn að taka hann af sér,“ segir Anna Birna. „Við köllum þetta að „fara Kvennahlaupið“ því hérna eru 54 prósent af íbúunum í hjólastólum og ekki margir af hinum íbúunum geta sjálfir geng- ið hringinn einir og óstuddir. En við tökum virkan þátt, allir með sínu nefi og sumir sem eru með rafknúinn hjólastól settu bara í hraðgír.“ Kvennahlaupið hefst sem fyrr segir í dag. Svaf með verð- launapeninginn FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is Sigurður V. Steinþórsson, eig- andi vefsíðunnar klam.is, hyggst framleiða íslenskt netklám og hefur auglýst eftir áhugasöm- um „leikurum“ til að taka þátt. Þetta kemur fram á Panama.is Að sögn Sigurðar hefur fjöldi fólks sýnt verkefninu áhuga og hann er þegar kominn með sex fyrirsæt- ur; tvær stelpur og fjóra stráka. Þegar Fréttablaðið hafði sam- band við Sigurð kvaðst hann hvergi banginn við löggjafar- valdið og benti á að þrátt fyrir að bannað væri að sýna og dreifa klámi fengi Bleikt & Blátt að koma óhindrað út. „Ég ætla bara að láta reyna á þetta,“ segir Sigurður, sem er pizzusendill hjá Domino‘s um þessar mundir. Sigurður taldi líklegt að efnið myndi birtast á vefsíðunni og að í fyrstu myndu þetta vera ljósmyndir. Leikið efni væri hins vegar ekki út úr mynd- inni. Hann var þó ekki kominn með dagsetningu á því hvenær þetta verkefni færi af stað. Að sögn Sigurðar stendur hann einn í þessari framleiðslu en býður engu að síður upp á launa- greiðslur fyrir þátttöku. „Fólk getur fengið allt upp í 150 þúsund krónur í laun,“ segir Sigurður og bætti því við að þekktur aðili úr þjóðlífinu hefði sýnt þessu mikinn áhuga en vildi ekki gefa upp hver það væri. Samkvæmt 210. grein al- mennra hegningarlaga segir að „ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmynd- um eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestr- ar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.