Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 88

Fréttablaðið - 16.06.2007, Side 88
Þau undur og stórmerki hafa orðið á Íslandi að háskólar í landinu eru farnir að keppast um nemendur og auglýsa nú grimmt á hverju ári eftir umsóknum þar sem því er haldið fram að við- komandi skóli sé bestur út frá ein- hverjum sjónarmiðum og að þar sé gott að læra í góðu akademísku umhverfi og svo framvegis. hefur séð svona aug- lýsingar erlendis en ekki hérna heima fyrr en nú. Hér stígur því þjóðin enn eitt stóra skrefið í átt til heimsborgaralegs hátternis. Áferðarfallegar tilkynningar með myndum af lífsglöðum stúdent- um á göngum bjartra og opinna menntastofnanna birtast nú al- menningi á hverju skráningar- tímabili með skilaboðum hljóm- þýðrar raddar um gildi aukinnar menntunar, hvort sem er á Bif- röst, Reykjavík, Akureyri eða jafnvel á Miðnesheiði – þeim bera hvassviðrisrassi –, fyrir bæði ein- stakling og þjóðarbú. háskólaauglýsing- ar eru auðvitað rökrétt afleiðing þess að háskólarnir eru nú orðn- ir fleiri en einn og á milli þeirra ríkir samkeppni. Um það er ekk- ert nema gott að segja. Hingað til hafa einungis bankarnir auglýst í miðlunum um nokkuð sem námi viðkemur, og þá í því skyni að tæla stúdenta með bröndurum og háði til þess að opna hjá sér yfirdráttar- reikning. est lífstílus. Nám er lífs- stíll. Sjálfur lærði ég heimspeki og íslensku í Háskóla Íslands hér í eina tíð og hafði gaman af. Þá var sá háttur hafður á að haustið eftir útskrift í menntaskóla hélt fólk upp í aðalbyggingu Háskól- ans og stóð þar í anddyrinu dágóða stund og reyndi að ákveða hvað það ætti að læra í þessum eina há- skóla landsins. Sumir fóru illa út úr þessi ferli, gátu ekki ákveðið sig, og prufuðu kannski ein fimm fög áður en þeir loksins útskrifuð- ust tíu árum síðar með gráðu í því sjötta. Aðrir fóru hina leiðina og tóku einfaldlega sjö gráður. hefur það hins vegar gerst að háskólarnir eru sem sagt orðnir fleiri, þannig að ekki er lengur um það að ræða að stúdentar bara brokki niður í aðalbyggingu og skrái sig í eitthvað, þó ekki væri nema bara til að prófa. Þetta er breytt. Núna eru aðalbygging- arnar orðnar margar og ekki ljóst hvert skal brokka til þess að standa tvístígandi. En á sama tíma hefur hið athyglisverða gerst að mun auðveldara virðist vera orðið fyrir fólk að velja hvert fagið á að vera. Það virðist liggja beint við: Viðskiptafræði eða lögfræði. er boðið upp á margt annað í öllum þessum skólum, en það breytir ekki því að fjölgun skólanna hefur einkum leitt til þess að fleiri námsleiðir hafa boðist á þessu mjög svo takmarkaða sviði fræðanna. Enda er það kannski ekkert skrýtið. Þarna eru pen- ingarnir. Af þeim sökum stendur straumurinn ekki í umönnunar- stéttir, iðngreinar eða húmanísk fræði. Í öllu falli blasir við að Ís- lendingar eru varla lengur bóka- þjóð. Við erum bókaraþjóð. Bókaraþjóð Morgunmatur frá kl. 9:00 - 11:00 mánudaga - laugardaga Grilluð pylsa og gos um helgina 150,-195,- Sumarið er tíminn... 290,- 95,- SOLKATT ísskeið L17 cm 95,-/stk. SOMMAR strandpoki 45x45 cm marglitur SOMMAR kökuhjálmur Ø35 cm ýmsir litir 395,- SOMMAR flugnaspaði 2 stk. L47 cm ýmsir litir 65,- SOMMAR servíettur 50 stk. L33xB33 cm ýmsar tegundir 195,- SOMMAR djúpir pappadiskar 50 stk. ýmsir litir 395,- PLATTA gólfklæðning L45xB45 cm gegnheill akasíuviður TRÄNNÖ kollur H38 cm ýmsir litir 395,- VINÖ borð L170xB90xH73 cm 17.990,- gegnheill robiniaviður/stál VINÖ stóll m/örmum L59xB58xH85 cm 6.990,- gegnheill robiniaviður/stálLAVARÖmotta L76xB220 cm marglit 3.590,- SOMMAR gerviblóm 3 stk. prestabrá H60 cm 295,- SOMMAR bakki L33xB33 cm 495,- SOMMAR diskamotta 4 stk. 37x37 cm ýmsir litir SKINA ljósakrans Ø45 cm ýmsar tegundir 2.995,- 250,- 450,- PRALIN glas 40 cl H12 cm 295,- SOMMAR drykkjarhræra 4 stk. L24 cm 195,- Gleðilega hátíð Íslendingar! LOKAÐ 17. júní FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.