Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 8
 Í hvaða landi er Rauða moskan sem hefur verið mikið í fréttum síðustu vikuna? Í hvaða götu í miðbæ Reykjavíkur er fyrirhugað að koma á fót heimili fyrir heimilis- lausa menn? Hvað heitir ástralska námu- fyrirtækið sem líklega mun kaupa kanadíska álfyrirtækið Alcan, móðurfélag Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík? Sól og sumarylur virðist hafa ýtt undir veltu verslana í júnímánuði, og sýna mælingar rannsóknar- seturs verslunarinnar að velta á smávörumarkaði var 10,9 prósentum hærri í júní en sama mánuði í fyrra. Þetta stangast á við þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins og Seðlabankans, og verður sannarlega ekki til þess að hvetja Seðlabankann til að lækka stýrivexti. „Ný og endurnýjuð þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins, og reyndar fleiri spár, gera ráð fyrir því að einkaneyslan minnki eða standi í stað. Það virðist ekki vera samkvæmt þessu. Undanfarna mánuði hefur verið mikil aukning á veltu í smásölu, greiðslukorta- viðskipti eru alltaf að aukast og bílainnflutningur virðist aukast mikið,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður rannsóknarseturs verslunarinnar. Vöruverð hefur lækkað um 2 prósent á tímabilinu samkvæmt Hagstofu Íslands, svo aukin velta tengist ekki hærra vöruverði. Helstu skýringuna á þessari aukningu í smásölunni má að líkindum finna á dagatalinu. „Það voru fimm laugardagar í júnímánuði en ekki fjórir. Það var örugglega talsvert mikil sala um síðustu helgina enda lögðust margir í ferðalög, og gerðu þá vel við sig í mat og drykk,“ segir Emil. „Veðrið skiptir auðvitað líka einhverju máli.“ Þá verður metfjöldi ferðamanna á ferð um landið þetta sumarið, sem Emil segir eflaust eiga sinn þátt í aukningunni. Þó megi gera ráð fyrir því að áhrif ferðamanna verði meiri í júlí og ágúst. Sala á áfengi í júní var 13 prósentum meiri en árið áður. Sé áfengissala í janúar síðastliðnum borin saman við nýliðinn júní er aukningin 66 prósent. Áfengissala í júní var þannig óvenju mikil, og jafnaðist á við söluaukningu fyrir verslunarmannahelgi á undanförn- um árum. Þá hafði velta á kreditkortum landsmanna aukist 17,8 prósent milli ára í júní en á sama tíma dró úr veltu á debetkortum um 3,5 prósent. „Þetta er ein af þeim vísbendingum sem við höfum um að það séu meiri umsvif í samfélaginu en við höfðum ætlað,“ segir Sigurður Guðmundsson, sérfræðingur á efnahagsskrifstofu fjármála- ráðuneytisins. Í endurskoðaðri þjóðhagsspá ráðuneytisins frá miðjum júní var því spáð að draga myndi úr einkaneyslu um 1,3 prósent á árinu 2007. Von er á nýrri þjóðhagsspá samhliða útgáfu fjárlagafrumvarps í byrjun október, og segir Sigurður þessar tölur verða meðal þess sem tekið verður tillit til í þeirri spá. Ljóst sé að frá því síðasta spá var unnin hafi verið meiri vöxtur á ýmsu sviði, til dæmis í smásölu og bílainnflutningi, en komið hafi verið fram á þeim tíma. Veltan í verslunum eykst þvert á spár Velta í smávöruverslun jókst um tæp 11 prósent milli ára og virðist sem ferðalög um landið og sumarylur auki á neyslu landans. Aukningin er þvert á spá fjár- málaráðuneytisins, sem reiknaði með 1,3 prósenta samdrætti á einkaneyslu. Sumartilboð Vildarþjónustunnar 25% afsláttur hjá öllum Fosshótelum www.spar.is Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti í gær byggðirnar nyrst í Ísrael, sem verst urðu úti í hinu mánaðarlanga stríði Ísraels við Hezbollah-skæruliða í Líbanon, en rétt ár var í gær frá því það hófst. Fullyrti Olmert við þetta tækifæri að stríðið, sem sætt hefur mikilli gagnrýni innan Ísraels, hefði gert landamæri landsins öruggari. Olmert endurnýjaði jafnframt tilboð um að hefja friðarviðræður við Sýrlendinga og tók fram að Ísraelar hefðu „engan áhuga“ á að lenda í stríði við Sýrland. Meðan á ferð Olmerts um landamæra- byggðirnar stóð sagði hann að hið 34 daga langa stríð síðasta sumar hefði opinberað veikleika í hernaðargetu Ísraels og sagði að ríkisstjórn sín væri að vinna að því að bæta úr þeim. Yfir 1.000 Líbanar og 158 Ísraelar, þar af 119 hermenn, féllu í átökunum sem hófust í kjölfar þess að Hezbollah-liðar réðust á ísraelska hermenn sem voru við landamæragæzlu, felldu þrjá og tóku tvo til fanga. Núverandi ólympíumeist- ari í maraþonhlaupi karla, Stefano Baldini, verður meðal þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem fram fer 18. ágúst næstkom- andi. Norska hlaupadrottningin Grete Waitz tilkynnti um þátttökuna á blaðamannafundi í Höfða í gær. Ásamt Baldini hafa sjö aðrir erlendir maraþonhlauparar staðfest þáttöku sína. Erlendu hlaupararnir, sem hafa allir unnið alþjóðleg maraþon- hlaup, koma meðal annars frá Kenía, Tékklandi og Skotlandi. Að sögn forsvarsmanna hlaupsins er búist við að fleiri erlendir hlaupar- ar bætist í hópinn. Grete Waitz er einn mesti afreks- íþróttamaður Noregs fyrr og síðar. Hún hefur átt fjölda heimsmeta í langhlaupi, víðavangs- og maraþ- onhlaupi og vann gull á heims- meistaramótinu árið 1983 og silfur á Ólympíuleikunum árið 1984. Auk þess hefur hún unnið Lundúnamar- aþonið tvisvar og New York-mar- aþonið níu sinnum. Í dag skipuleggur Grete Osló- armaraþonið og segir hún ákvörð- un Glitnis um að gerast aðalstyrkt- araðili hlaupsins mikinn létti. „Við höfðum lengi átt í erfiðleikum með fjármögnun og ósk Glitnis um sam- starf var eins og jólapakki um mitt sumar,“ segir Grete. Glitnir óskaði eftir aðstoð Grete við skipulagningu Reykjavík- urmaraþonsins og hún tók vel í þá bón. „Ég hef ákveðna þekkingu og reynslu eftir öll þessi ár sem íþróttakona. Ég kem að Reykjavík- urmaraþoninu sem eins konar ráð- gjafi og finnst það mjög ánægju- legt,“ segir Grete. Ólympíumeistari tekur þátt Ástralska námufyrir- tækið Rio Tinto hefur gert tilboð upp á 38 milljarða dollara, eða tæpa 2.300 milljarða króna, í kanadíska álfyrirtækið Alcan, móðurfélag Alcan á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík. Boð Rio Tinto er hærra en tæplega 1.700 milljarða króna boð bandaríska álfyrirtækisins Alcoa, sem stjórn Alcan hafnaði í maí. Stjórn Alcan ætlar að mæla með því að hluthafar í Alcan taki boði Rio Tinto, en 66,7 prósent þeirra þurfa að samþykkja það. Ef salan gengur eftir mun nýja fyrirtækið heita Rio Tinto Alcan og hafa aðsetur í Montreal í Kanada. Alcan verður líklega selt Bæjarráð Hornafjarðar vill að ríkisstjórn- in flýti stofnun Vatnajökulsþjóð- garðar sem lið í mótvægisað- gerðum vegna kvótaskerðingar. Á fundi sínum í gær sagðist bæjarráðið hafa þungar áhyggjur vegna afleiðinga af kvótaskerðing- unni. „Skerðing aflaheimilda hefur víðtækar afleiðingar á atvinnulíf Hornfirðinga, það er sjómenn, fiskverkafólk, fyrirtæki og sveitarfélag,“ segir bæjar- ráðið, sem auk þess að hvetja ríkið til þess að flýta allri uppbyggingu í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð leggur til að störf á náttúruverndar- og matvælasviði Umhverfis- stofnunar verði framvegis staðsett í sveitarfélaginu. Flýti þjóðgarði við Vatnajökul Rúmlega tvítug kona hefur í Héraðsdómi Austurlands verið dæmd í fimm mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðsbundna, fyrir tvær líkamsárásir á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði í júlí í fyrra. Hún sló konu á þrítugsaldri með flösku inni í bíl þegar konan neitaði að gefa henni amfetamín sem hún bað um. Þá tók hún hana hálstaki, reif í hár hennar og lagði annað lærið yfir andlit hennar þannig að djúpt bitsár hlaust af. Seinna sama kvöld lamdi hún mann um tvítugt í höfuðið aftan frá með vínflösku, en hún hafði átt í átökum við hann fyrr um daginn. Barði tvennt með flöskum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.