Fréttablaðið - 13.07.2007, Side 20

Fréttablaðið - 13.07.2007, Side 20
greinar@frettabladid.is Kæri Einar Már Jónsson! Þar sem þú situr úti í París, hefur þú skrifað bók gegn frjálshyggju, Bréf til Maríu. Þú hefur augljós- lega hugsað þér að skrifa nýtt Bréf til Láru. En þú ert enginn Þór- bergur. Þótt bók þín sé prýðilega skrifuð, er hún ekki nærri því eins hressileg og pistill meistarans, en íslenskir vinstri menn verða ætíð gramir, þegar ég bendi þeim á, hversu mikið Þórbergur tók þar upp eftir Óskari Wilde. Þú hefur samt margt þarft að segja um „póstmódernista“ nútímans og ráðstjórnarvini fyrri ára. Mér er ekki ljóst, hvort póst- módernistar teljast frekar með svikahröppunum, sem ófu klæðið, eða keisaranum, sem bar það keikur, en hitt er víst, að þessi keisari er ekki í neinum fötum. Það er líka sorglegt, hversu lengi franskir og íslenskir sósíalistar vörðu alræðið í sósíalistaríkjunum. Þeir gerðu hróp að þeim, sem sögðu sannleikann, og var átrúnaðargoð þitt, Laxness, þar fremstur í fylkingu. Í Bréfi þínu til Maríu er átakanleg þversögn. Þú eyðir drjúgum hluta verksins í að kvarta undan íslenskum skattyfirvöldum, sem leikið hafi þig grátt. Ég þekki aðeins þína hlið af bréfinu og get þess vegna ekki dæmt um málið. Hins vegar eru nógu mörg dæmi um tillitsleysi, yfirgang og rangsleitni valdsmanna jafnt í Frakklandi og á Íslandi til þess, að saga þín gæti verið sönn. En sýnir hún þá ekki það, sem við frjáls- hyggjumenn segjum, að tortryggja ber valdið? Einn stærsti gallinn á bók þinni, Einar Már, er, að þú deilir á kenningu, sem þú hirðir ekki um að kynnast. Þú safnar saman undir heitinu „frjálshyggju“ öllum hagstjórnarhugmyndum vest- rænna ríkisstjórna síðustu áratugi, jafnvel hinnar frönsku, sem hefur fram að þessu lítt skeytt um frelsi. Evrópusambandið er ekki heldur neitt vígi frjálshyggjumanna: Það leyfir frjáls viðskipti innan Evrópu, en torveldar innflutning til álfunnar. Blekiðjubáknið í Brüssel hefur meiri áhuga á valdi en frelsi. Frjálshyggja sprettur upp úr tveimur hugmyndum. John Locke taldi, að takmarka yrði ríkisvaldið, og Adam Smith benti á, að mannlegt samlíf gæti verið skipulegt án þess að vera skipu- lagt. Frjálshyggjumenn trúa frekar á viðskipti en valdboð. Ef þú þarft eitthvað frá ókunnugum, Einar Már, þá vilja frjálshyggju- menn, að þú neyðir þá ekki til að láta það af hendi, heldur greiðir það verð fyrir það, sem þið eigandinn komið ykkur saman um. Þú átt að fara fram með verði, ekki sverði. Í Bréfi til Maríu hneykslast þú á bók eftir góðvin minn, Henri Lepage, Demain le capitalisme (Morgundagurinn er kapítalism- ans), þar sem hann kynnir rannsóknir ýmissa bandarískra hagfræðinga. En þessir hagfræð- ingar telja ekki, eins og þú heldur, að maðurinn sé sálarlaus reiknivél, heldur, að kostnaður skipti máli. Gary Becker kemst til dæmis að þeirri niðurstöðu, að kynþáttafor- dómar bitni ekki síður á þeim, sem hefur þá, en hinum, sem verður fyrir þeim. Á frjálsum markaði stendur kynþáttahatarinn ekki vel að vígi gagnvart ötulum keppinaut, sem nýtir sér fordómalaust krafta allra kynþátta. Sam Peltzman sýnir fram á, að strangt lyfjaeftirlit kostar fleiri mannslíf en það bjargar. Ýmist hægir eftirlitið á ferð notadrjúgra lyfja út á markaðinn eða stöðvar hana, þótt vissulega komi það líka í veg fyrir sölu einhverra hættulegra lyfja. Margt er fleira merkilegt í bók Lepages. Hann segir þar til dæmis frá rannsóknum James M. Buchanans, sem spyr, hvers vegna menn ættu að skipta um eðli, þegar þeir hætta viðskiptum og hefja stjórnmál. Ef við treystum því ekki, að bakarinn baki brauð handa okkur af manngæsku, heldur vegna ávinningsvonar, hvers vegna ættum við þá að gera ráð fyrir, að embættismaðurinn láti aðeins stjórnast af almannaheill? Eftir reynslu þína af íslenskum skattheimtumönnum ættirðu að vera sammála Buchanan. Það færi draumlyndum menntamönnum eins og þér, Einar Már, betur að styðja hinn frjálsa markað en hallmæla honum. Þú sýslar við norræn fræði úti í París, en í Bangladess værir þú löngu fallinn úr hor. Þú skrifar ádeilurit, og í sósíalistaríkjunum sálugu hefðir þú umsvifalaust verið sendur í vinnubúðir. Þú hefur vissulega ekki eins há laun og ýmsir kaupahéðnar, en peningar skipta hvort sem er ekki mestu máli í lífinu, eins og þú tekur einmitt oft fram í Bréfi til Maríu. Bréf til Einars Más Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyris-sjóðnum var hér fyrir skömmu að gera úttekt á íslensku efnahagslífi. Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkis- fjármálin hér og talið þörf á auknu aðhaldi þar. Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verð- bólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar. En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina. Sjóður- inn hefur lagt til, að Íbúðalánasjóður væri einkavædd- ur og sagt, að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna. Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál. Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir nýlega, að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu. Í kjölfar þess- arar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins frekleg íhlutun um innanlandsmál. Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort Íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 pró- senta lánum til húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóður segir, að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönk- unum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána. Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabank- anum. Ekki kemur til greina að mínu mati, að einkavæða Íbúðalánasjóð. Og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamál ríkisstarfs- manna er innanlandsmál hér sem Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af. Íslensku bankarnir hafa lengi rennt hýru auga til Íbúðalánasjóðs. Þeir hafa viljað fá starfsemi Íbúðalánasjóðs inn í bankana, alla eða að hluta til. Síðustu misserin hafa bankarnir barist fyrir því, að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heild- sölubanka og afgreiðsla íbúðalána yrði flutt í bank- ana. Bankarnir hugsa þetta vafalaust sem fyrsta skrefið á þeirri braut að klófesta Íbúðalánasjóð alveg. Ég er algerlega andvígur þessari breytingu. Ég tel, að starfsemi sjóðsins eigi að vera óbreytt. Ég tel víst, að vextir mundu strax hækka á íbúðalánum, ef sjóðurinn yrði fluttur í bankana. Íbúðalánasjóður hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri. Og sjálfsagt er farsælast að viðhalda þeirri samkeppni íbúðalána, sem er í dag milli bankanna og Íbúðalánasjóðs. Höfundur er viðskiptafræðingur. Ekki einkavæða Íbúðalánasjóð Hringdu í síma ef blaðið berst ekki N ú í júlí eru rétt tvö ár liðin frá því að skattheimta af dísilolíu var einfölduð. Þungaskattur var felldur niður og í hans stað var olíugjaldið hækkað. Eitt af yfirlýstum markmiðum breytinganna var að fjölga dísilbílum í fólksbílaflota þjóðarinnar. Fyrir vikið átti bílaflotinn að gefa frá sér minna magn gróðurhúsalofttegunda og þar með verða umhverfisvænni. Full ástæða er hins vegar til að efast um að ráðamenn þjóðarinnar hafi raunverulegan áhuga á að umhverfisvernd á meðan verðið á dísilolíu er það sama og á bensíni. Kostir dísilvéla umfram bensínvélar gagnvart náttúrunni liggja fyrir. Dísilvélar eyða að minnsta kosti fjórðungi minna eldsneyti en bensínvélar og útblástur þeirra er hreinni. Um þetta er ekki deilt. Dísilbílavæðingin er enda fyrir löngu hafin um alla Evrópu. Að meðaltali er annar hver fólksbíll í álfunni búinn dísilvél. Norðmenn voru heldur seinni í gang en margar aðrar þjóðir. Þar er þó þetta hlutfall um 45 prósent. Eftir skattabreytingar um síðustu áramót er svo komið að þrír af hverjum fjórum nýjum heimilisbílum í Noregi eru búnir dísilvél. Ísland hefur setið vandræðalega eftir í þessum efnum. Hér er hlutfall dísilbíla aðeins um átján prósent allra fólksbíla. Samkvæmt áætlunum stjórnvalda má gera gera ráð fyrir að þetta hlutfall verði komið í 45 prósent árið 2010. Þó má reikna með að við Íslendingar verðum þá enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða. Ef spár ganga eftir verða bílar með dísilvélum orðnir sjötíu prósent allra bíla sem aka um álfuna innan fárra ára. Það sem hefur knúið þessa miklu dísilbyltingu áfram er efnhagslegur sparnaður af minni eldsneytisnotkun og að sjálfsögðu stóraukin umhverfisvitund. Ólíkt Íslandi hafa stjórnmálamenn nágrannalandanna fylgt fögrum orðum sínum eftir með raunverulegum aðgerðum. Í Svíþjóð kostar lítrinn af dísilolíu til dæmis 11 krónum minna en bensínlítrinn. Í Noregi og Danmörku er þessi munur 17 krónur. Það þýðir að dísillítrinn í Danmörku og Noregi er 15 prósentum ódýrari en bensínlítrinn. Á íslenskri bensínstöð munar hins vegar ekki nema einni krónu á lítranum á dísilolíu og bensíni. Það er 1 prósents munur. Auðvitað er það ekki annað en pólitísk ákvörðun að hafa verðið á dísilolíunni svo hátt. Fyrir kosningarnar í vor töluðu stjórnmálamenn landsins svo til einni rödd um mikilvægi bættrar umgengni við náttúruna. Þeir hafa tækin til að fylgja þeim orðum eftir. Eldsneyti sem mengar minna á að vera ódýrara en meira mengandi eldsneyti. Sama á að gilda um ökutækin sjálf. Hver er skynsemin í því að dísilbílar eru nú jafn dýrir, eða jafnvel dýrari, en bensínbílar af sömu gerð? Eftir hverju er verið að bíða? Eftir hverju er verið að bíða?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.