Fréttablaðið - 13.07.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 13.07.2007, Síða 26
BLS. 2 | sirkus | 13. JÚLÍ 2007 H öddi Magg heitir samloka sem nefnd er í höfuðið á íþróttafrétta- manninum Herði Magnússyni og seld er á veitingastaðnum Áttunni í Hafn- arfirði. Áttan er athvarf Mafíunnar, stuðningsmannafélags FH, en Hörður lék knattspyrnu með liðinu um árabil. Í samtali við Sirkus sagðist Hörður ekki hafa heyrt af samlokunni góðu. „Ég hef ekki einu sinni komið inn á þennan stað,“ sagði íþrótta- fréttamaðurinn knái. Arnar Gísli Jensson, rekstrarstjóri Áttunnar, segir samlokunafnið verið runnið undan rifjum Mafíunnar. „Ég spurði Mafíuna um nafn og mér skilst að Hörður hafi verið kallaður þetta á sínum tíma,“ segir Arnar Gísli, sem býður auk þess upp á pizzur sem kallast Íslandsmeistarinn og Mafíaspecial sem og ham- borgara sem er nefndur Ris- inn, eftir knattspyrnuhúsi FH. Það er ljóst að stuðnings- menn FH hafa ekki gleymt Herði Magnússyni enda skor- aði hann 84 mörk í 174 leikj- um fyrir Fimleikafélagið, sem verður að teljast frábær árangur. „Ætli maður verði ekki að telja þetta einhvers konar heiður,“ sagði Hörður um samlokuna sem er nefnd í höfuðið á honum. En ætli Hörður fái samlokuna fría ef hann mætir á Áttuna? „Að sjálf- sögðu fær hann hana fría,“ segir Arnar Gísli, rekstrarstjóri Áttunnar. „Og einn kaldan með.“ Heyrst hefur Þ orgrímur Þráinsson á tvö ár í fimmtugt. Samt hefur hann aldrei litið betur út. Stífar æfingar í Laugum hafa skilað Þorgrími stinnum og stælt- um líkama sem eftir er tekið. Sannkallað musteri. „Það er hluti af mínum lífsstíl að æfa daglega. Ég á fastan tíma milli hálf tólf og eitt á hverjum degi, nema kannski á sunnudögum,“ segir Þorgrímur sem fór óhefðbundna leið í æfingum sínum. „Ég fann flottasta gæjann í Laugum, sem heitir Halldór Daða- son, og fékk að æfa með honum. Hann er fitness-gæi sem ég fylgi og hann lemur mig áfram. Ég verð að við- urkenna að ég datt í lukkupotinn með hann.“ Það eru engu upp á Þorgrím logið. Hann hefur æftt stíft síðustu mánuði og uppskorið árangur erfiðisins. Maginn orðinn eins og þvottabretti og það af bestu gerð. „Ég geri um 400 magaæfingar á dag. Eftir tuttugu ár í fótbolta eru hnén og aðrar stoðir ekki upp á marga fiska svo ég læt hlaupin eiga sig,“ segir Þorgrímur sem lyftir þess í stað lóðum. „Ég er bara grannur og spengi- legur. Vil bara halda uppi góðum standard og vera góð fyrirmynd ´59 kynslóðarinnar.“ Með magaæfingunum 400 slær Þorgrímur sjálfum Simon Cowell við. Cowell, sem er hvað þekktastur fyrir störf sín sem dómari í Idol-keppninni, þykir vera í ansi góðu formi en hann gerir 300 magaæfingar á dag, sama hvar hann er staddur. Þótt Cowell sé ári yngri en Þorgrímur á hann ekki roð í íslenska víkinginn. ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON HEFUR ALDREI LITIÐ BETUR ÚT ÞOKKALEGUR Þorgrímur Þráinsson lítur betur út núna en hann gerði þegar hann var upp á sitt besta í fótboltan- um hjá Val. Hann æfir líka daglega í einn og hálfan tíma í senn. MYND/RÓSA 400 MAGAÆFINGAR Á DAG „Hann er flott vaxinn og með góða maga- vöðva. Það sést að hann er búinn að æfa vel og heldur sér í góðu formi. Ef eitthvað er hægt að setja út á hann mætti hann vinna í brjóstvöðvunum aðeins betur … þá yrði hann SÚPER kroppur;)“ Freyja Sigurðardóttir, fitnesskona „Hann er mjög flottur, kallinn, líkist helst módeli í Calvin Klein-auglýs- ingu. Ég hugsa að ég gæti neglt fyrir hann samning við erlenda módelskrif- stofu.“ Ásdís Rán Gunnarsdótt- ir, eigandi Ice model manage- ment. Hvað segja stelpurnar? Skinkusamlokan Höddi Magg HÖDDI MAGG Samloka með skinku, osti, grænmeti og sósu er vinsæl meðal stuðningsmanna Mafíunnar. Arnar Gísli sýnir hér samlokuna góðu. HÖRÐUR MAGNÚSSON Fær eina Hödda Magg fría ef hann heimsækir Áttuna. Þórhallur á Spáni Lítið hefur farið fyrir Þórhalli Gunnarssyni í Kastljósinu að undanförnu. Það á sér þó afar eðlilegar skýringar því Þórhallur og kona hans Brynja Nordquist eru stödd á Spáni þessa dagana þar sem þau spila golf frá morgni til kvölds. Megintilgangur ferðarinnar er að slappa af og safna kröftum fyrir veturinn enda eru ýmis stór verkefni í bígerð á innlendri deild Sjónvarpsins. Eitt þeirra er spurningaþáttur sem er keppni á milli sveitarfélaga og hefst þann 14. september næstkomandi. Ekki hefur verið gefið upp hver mun stjórna þættinum en Þórhallur sagði í viðtali við Fréttablaðið í vikunni að það yrði ekki Ómar Ragnarsson, en sá stjórnaði einmitt samskonar spurningaþætti fyrir einhverjum árum síðan. Sævar Karl græðir Samkvæmt upplýsingum Sirkuss hafa Sævar Karl Ólason og Erla Þórarinsdóttir gengið frá sölu á húsnæði og verslun sinni í Bankastræti í Reykjavík. Kaupandi mun vera Jón Scheving Thorsteinsson, sem kenndur er við fjárfestinga- félagið Arev. Samkvæmt sömu heimildum er kaupverðið um 600 milljónir króna, 300 fyrir verslunina og annað eins fyrir húseignina. Sævar Karl hefur rekið tískuverslun í Bankastrætinu í rúm þrjátíu ár. Fjölmargir munu hafa sýnt áhuga á því að kaupa verslunina, meðal annarra fótboltatvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. Þeir bræður eru kunnir fagurkerar sem eru jafnan vel með á nótunum í tískuheiminum og hafa því hugsað sér gott til glóðarinnar með hugsanlegum kaupum. F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.