Fréttablaðið - 13.07.2007, Page 49

Fréttablaðið - 13.07.2007, Page 49
Kl. 19.00 Sýningaropnun á Korpúlfsstöðum. Verkefnið „Alien Structure in Urban Landscape” er samvinnuverkefni níu listamanna frá Reykjavík, Hamborg og Prag sem staðið hefur síðastliðin þrjú ár. Útkoman er fjölbreytt, innsetning ljósmynda, kvikmynda, teikninga, málverka og rýmisverka sem miða að því að varpa ljósi á hið ókunna og sérkennilega í menningu borgarinnar. Þeim sem leið eiga fram hjá Korpúlfsstöðum er því boðið á fjölbreytta og nýstarlega sýn á menningu og umhverfi Reykjavíkur, Prag og Hamborgar um helgina. Árlega djasshátíðin Jazz undir fjöllum fer fram í fjórða skiptið á Skógum á morgun. Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi hátíð- arinnar frá upphafi, segir hana hafa fengið afar góðar viðtökur á liðnum árum. „Jazz undir fjöllum er skemmti- legur menningarviðburður í fal- legu umhverfi. Það er ekkert allt of mikið af tónlistarhátíðum á Suð- urlandi, svo hún er kærkomin við- bót í flóruna,“ sagði Sigurður, sem vonast til að fá gesti sem víðast að. „Fólk sem á leið um þjóðveginn kíkir væntanlega inn yfir daginn, og svo koma einhverjir sem staldra yfir nótt. Veðurspáin fyrir svæðið er góð, það skemmir ekki. En við viljum líka sjá fólk úr nær- liggjandi sveitum og sýslum. Við viljum ekki síður skemmta því,“ sagði hann. Í ár fer hátíðin fram á einum degi, þegar fimmtán tónlistarmenn koma fram á sex tónleikum. „Formið á þessu hefur nú reyndar aldrei verið eins. Við höfum bæði haft tveggja og þriggja daga pró- gramm, en ætlum að prófa að hafa þetta á einum degi í ár. Við verð- um með tónleika frá eitt um dag- inn og nánast til miðnættis, að undanskildu smá kvöldverðar- hléi,“ útskýrði Sigurður. Fyrir kvöldverðarhlé leika ungir og efnilegir tónlistarmenn tónlist sína í kaffiteríu Byggðasafnsins á Skógum. Á kvöldtónleikunum stíg- ur svo Tríó Björns Thoroddsens á stokk ásamt gestunum Andreu Gylfadóttur og Halldóri Braga- syni. „Þetta er mjög breiður hópur listamanna. Yfir daginn er þetta yngra fólk og upprennandi, þeir yngstu eru að ljúka námi við FÍH á næstunni og aðrir eru tiltölulega nýkomnir heim úr námi úti,“ sagði Sigurður. Ívar Guðmundsson og hljómsveit halda minningartónleika um trompetleikarann Viðar Alfreðs- son klukkan 15. „Viðar, sem var frábær trompetleikari, átti ættir að rekja til Eyjafjalla og hljóðfæri hans eru geymd þarna á safninu. Við vorum með minningartónleika á fyrstu hátíðinni og datt núna í hug að gera þetta að árlegum við- burði,“ útskýrði Sigurður. Hátíðin hefst klukkan 13 á morg- un og lýkur um miðnætti. Inn á kvöldtónleikana er aðgangseyrir 1.500 krónur. Í gær opnaði Magnús Páls- son athyglisverða sýningu í Galleríinu i8 á Klapparstíg 33. Sýningin mun standa til 18. ágúst næstkomandi og ber yfirskriftina Minning Þórarins Nefjólfssonar. „Frá unga aldri hefur setið í mér sagan af Þórarni og viðskiptum hans við Nor- egskonung,“ segir Magnús. „Fyrr á árum gerði ég iðu- lega myndlistarverk í minn- ingu persóna, atburða og fyrirbæra. Þar á meðal eru t.d. Minning Njálsbrennu, Minning Írafells-Móra og Minning fjallaþokunnar. Ég leyfi mér nú að bæta enn einni minningunni við, nefnilega Minningu Þórar- ins Nefjólfssonar.“ Á sýningunni sýnir Magnús skúlptúra og myndbönd. „Nýlega var ég spurður hvers vegna menningararfinn bæri svo oft fyrir í verkum mínum. Ég mun hafa svarað því sem svo að þetta væri ekki með ráðum gert held- ur sé þessi arfur svo ríkur þátt- ur í allri minni tilvist og vitund- arlífi að hann þrengi sér óboðinn inn í verk mín og framkvæmdir. Þessa skýringu endurtek ég gjarnan nú.“ Samtímis sýningu Magnúsar mun Unnur Mjöll S. Leifsdóttir sýna verk sitt Með hundshaus undir stiganum. Unnur stundaði nám í myndlist við Hunter Coll- ege í New York og Listaháskóla Íslands en þaðan útskrifaðist hún árið 2005 með BA-gráðu frá myndlistardeild. Unnur Mjöll hefur skapað sér og list sinni vettvang bæði í New York og Seoul. Hún hefur einnig sýnt reglulega á Íslandi m.a. í Nýlista- safninu, Gallery Kling og Bang og Gallery Suð Suð Vestur. Gallerí i8 er opið þriðjudaga- föstudaga frá kl. 11-17 og á laug- ardögum frá kl. 13-17. Tónlistarkonan Kira Kira heldur tónleika í 12 tónum í dag en hún er nýkomin úr löngu tónleika- ferðalagi. Túrinn hófst í Helsinki þar sem Kira Kira tók upp plöt- una Our Map to the Monster Olympics í hljóðveri Samuli Kos- minen á eynni Suomenlinna. Hljómsveitin hélt nokkra tón- leika í Helsinki og eina í Stokk- hólmi. Þá hélt hún til Bandaríkj- anna með New York sveitinni Mice Parade og söngvaskáldinu Tom Brosseau. Á fimmtudaginn kom Kira Kira svo fram í Iðnó og nú er komið að 12 tónum. Tónleik- arnir hefjast klukkan fimm og allir eru velkomnir. Kira Kira í 12 tónum Klassískar perlur á Gljúfrasteini Sýningar haustsins komnar í sölu á netinu! Miðasala á netinu! www.leikhusid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.