Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2007, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 13.07.2007, Qupperneq 56
Kom ekki til greina að spila í KA-búningnum Forráðamenn 1. deildar- félagsins Fjarðabyggðar undrast vinnubrögð KSÍ í sumar. Félagið er ekki sátt við hversu oft það þarf að spila seint á kvöldin á útivöllum en mikill ferðakostnaður bætist þar með ofan á kostnað við gist- ingu og síðast en ekki síst vinnu- tap hjá um 20 manna hópi leik- manna og annarra starfsmanna. Ferðakostnaður Fjarðabyggðar í útileiki er um 300 þúsund krónur til Reykjavíkur en ferðir til Sand- gerðis, Ólafsvíkur og Vestmanna- eyja eru enn dýrari. „Gisting fyrir hópinn kostar um 50 þúsund en svo er það vinnutapið sem klúbb- urinn og leikmenn taka bara á sig. Án skilnings leikmanna og þrot- lausrar sjálfboðavinnu væri þetta ekki hægt,“ segir Elvar Jónsson, aðstoðarþjálfari og stjórnarmaður hjá Fjarðabyggð. Austfirðingar samþykktu að færa heimaleik sinn gegn Njarðvík til klukkan 18 til að Suðurnesjaliðið kæmist heim með flugi um kvöld- ið. „Við sögðum já við því strax með því munnlega skilyrði frá KSÍ að komið yrði til móts við okkur í kringum mótið á sama hátt en það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Elvar. Ferðakostnaður félagsins er um fimm milljónir króna á ári. Fjarðabyggð leitaðist eftir því að færa leiki sína til að ná flugi heim en komu að tómum kofunum hjá KSÍ. „Við fengum þau svör frá KSÍ að það væri einfaldlega ekki hægt,“ sagði Elvar sem var sér- staklega ósáttur með vinnubrögð KSÍ í einum leik, útileiknum gegn Víkingum í Ólafsvík. „Víkingar samþykktu fegins hendi að færa leikinn en KSÍ neit- aði á grundvelli dómaramála. Við hefðum aldrei náð flugi heim en við vorum komnir til Reykjavíkur um miðja nótt og flugum heim snemma um morguninn. Við erum mjög ósáttir með það. Við sóttum líka um fleiri leiki en það gekk ekk- ert,“ segir Elvar en sex útileikir félagsins af ellefu eru klukkan 20. Birkir Sveinsson mótastjóri sagði við Fréttablaðið í gær að dómararnir hefðu einfaldlega ekki komist fyrr til Ólafsvíkur, en ann- ars hefði verið auðvelt að færa leikinn. Beiðnin um að færa hann hefði einfaldlega komið eftir að búið var að raða niður leikjunum. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á Austurlandi nýverið þar sem Fjarðabúar vöktu athygli á málinu. „Hann sýndi þessu mik- inn skilning og var að mér skilst ósáttur með sína menn,“ sagði Elvar. Hann benti einnig á að KSÍ hafi fært leik af helgi og inn í miðja viku vegna U19 ára móts landsliða. „Við hefðum viljað fá upplýsing- ar um mótið fyrr til að sækja um breytingar eftir því. Það lá fyrir að fresta þurfti leikjum vegna móts- ins,“ segir Elvar. Ferðakostnaður- inn er mikill og KSÍ getur enn sem komið er ekki komið til móts við félög af landsbyggðinni með ferða- kostnað. „Það er pólitísk ákvörðun hjá þeim að hafa engan ferðasjóð. KSÍ hefur aftur á móti þrýst vel á rík- isstjórnina og nú er kominn á ferðajöfnunarsjóður fyrir öll félög í öllum íþróttagreinum á landinu. Mér skilst að um 30 milljónum sé úthlutað á árinu en ég held að kostnaður íþróttahreyfingarinnar sé um 700 milljónir á ári,“ sagði Elvar sem er áhyggjufullur hvað framtíðina varðar. „Ég veit hreinlega ekki hversu lengi við getum staðið undir þessu. Ég vil gjarnan sjá KSÍ koma til móts við félög utan af landi með meiri sveigjanleika varðandi ferðalög, til dæmis gætum við spilað alla útileikina okkar á laug- ardögum, en einhverjum verður alltaf mismunað, þannig er það bara.“ Fjarðabyggð er ekki sátt við hversu lítinn skilning félagið fær frá KSÍ. Ekkert er komið til móts við félagið vegna gríðarlegs ferðakostnaðar sem kemur niður á starfsemi félagsins. Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, hafði lítið fram að færa þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Þórir vildi ekkert tjá sig um mál ÍA og Keflavíkur sem hann situr yfir og skoðar um þessar mundir. Hann staðfesti þó að greinargerðir sem hann óskaði eftir frá félögunum vegna atvika sem áttu sér stað eftir leik félag- anna í Landsbankadeildinni í síð- ustu viku væru komnar í hús. „Ég er enn ekki búinn að taka neina ákvörðun í þessu. Hún verð- ur tekin á næstu dögum,“ sagði Þórir. Framkvæmdastjórinn getur skotið einstaka tilvikum til aga- nefndar sem hittist á fundum á þriðjudögum. Þórir sagðist ætla að vera búinn að ákveða sig fyrir næsta fund. Þórir var frekar þurr á manninn og vildi ekki einu sinni tjá sig um hvort greinargerðirnar væru lang- ar eða stuttar. Það var engin svör að hafa.. Þórir vildi heldur ekki tjá sig um ummæli Magnúsar Gylfason- ar, þjálfara Víkings, í vikunni. Magnús sagði eftir leikinn gegn ÍA að Guðjón Þórðarson, og fleiri þjálfarar í deildinni, fengju betri meðferð þar sem þeir kvörtuðu frekar í dómurum en aðrir. „Mér fannst dómgæslan skelfi- leg og vil að það komi fram. Maður á kannski að taka sömu taktík og Gaui og fleiri og hrauna yfir dómara til að fá betri dóm- gæslu,“ sagði Magnús. Þórir sagðist hafa séð ummælin en neitaði að tjá sig um einstaka atvik. „Ég tjái mig ekki um þetta mál að svo stöddu.“ Ummæli Magnúsar minna um margt á ummæli Leifs Garðars- sonar, þjálfara Fylkis, og Kristj- áns Guðmundssonar, þjálfara Keflavíkur í fyrra. Þar sakaði Kristján þáverandi þjálfara ÍA, Ólaf Þórðarson, um að stjórna dómgæslunni og Leifur sagðist ekki fá réttláta meðferð þar sem hann væri nýr þjálfari í deildinni. Fyrir ummælin fékk Kristján ávít- un og sekt frá KSÍ en Leifur var áminntur. Engin ákvörðun enn hjá Þóri Guðjón Árni Antoníus- son, varnarmaður Keflvíkinga, er ekki fótbrotinn og stefnir ótrauður á að spila leikinn gegn KR á sunnudaginn. Guðjón var fluttur með sjúkrabíl eftir samstuð í leiknum gegn Þrótti á miðvikudag og var í fyrstu óttast að hann væri fótbrotinn. „Ég slapp vel en þegar ég heyrði að þetta gæti verið fótbrot var mér nú ekki alveg sama. Þetta var mjög vont og ég gat ekkert stigið í fótinn en ég held að legghlífin hafi tekið mesta höggið og bjargað mér eitthvað. Ég má ekkert æfa strax en ég sé til hvernig ég er á laugardaginn,“ sagði Guðjón Árni í gær en hann var kominn aftur inn í klefa Keflavíkur að leik loknum. Mun betur fór en á horfðist Norðmaðurinn André Schei Lindbæk sem lék með FH í fyrrasumar gengur ekkert að komast á samning. Lindbæk gekk til liðs við Íslandsmeistara FH seinni hluta síðasta sumars, spilaði fjóra leiki en datt síðan út úr byrjunarliðinu og fór burt frá liðinu. Hann spilaði sem áhugamaður með danska 1. deildarliðinu Köge í vetur en hefur ekki enn tekst að komast á atvinnumannasamning. Lindbæk á að baki litríkan feril en hann hefur spilað með liðum eins og Lyn, Skeid, Las Palmas, Numancia og Viking. Nú leitar hann sér að nýju félagi og er að reyna að komast aftur í norsku úrvalsdeildina. Hann æfir nú með Start í von um að komast á samning. André Lindbæk er enn án liðs Sigurbjörn Hafþórsson skoraði sigurmark Keflvíkinga í 1-0 bikarsigrinum á Þrótti á miðvikudaginn. Leikmenn Þróttar mótmæltu markinu ákaft og töldu að Sigurbjörn hefði skorað með hendinni. „Ég setti hann inn með mjöðminni eða lærinu,“ sagði Sigurbjörn við Fréttablaðið en hann potaði sendingu frá Símun Samuelsen yfir línuna. „Varnar- maðurinn næst mér sá þetta alveg. Þetta var aldrei hendi og það var sætt að skora,“ sagði markaskorarinn sem var að skora sitt fyrsta mark fyrir Keflavík. Skoraði ekki með hendinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.