Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 2

Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 2
 „Við teljum hættu á því að kirkjan og aðalorgel hennar geti orðið fyrir skemmdum vegna byggingar fyrirhugaðs bílakjall- ara,“ segir Örn Steinar Sigurðs- son, hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu á að stækka Iðnskól- ann í Reykjavík. Samfara hefur Reykjavíkurborg kynnt áform um byggingu bílakjallara milli skól- ans og Hallgrímskirkju. Sóknar- nefndin fól af því tilefni Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen (VST) að meta áhrif framkvæmd- anna á kirkjuna. Helsta niðurstaða VST er að til þess að stækka megi Iðnskólann þurfi fleiri bílastæði og þau þurfi óhjákvæmilega að vera í bílakjall- ara. Það gangi hins vegar alls ekki upp. Í áliti VST, sem ritað er af fyrr- nefndum Erni Steinari og sóknar- nefndin gerir að hluta athuga- semda sinna, segir að Hallgrímskirkja sé reist á klöpp- inni á Skólavörðuhæð. Stefnt sé að því að hefja viðgerðir á sprungum í turni kirkjunnar í haust. Bygging fyrirhugaðs bílakjallara sé hins vegar verulegt áhyggjuefni því uppgröft fyrir kjallarann verði að langmestu leyti að gera með fleyg- un og sprengingum. „Titringur vegna þessa mun óhjákvæmilega berast yfir í kirkj- una og geta valdið sprungum í mannvirkinu,“ segir í verkfræðiá- litinu. „Verði um skemmdir að ræða er augljóst að viðgerðar- kostnaður verður mjög hár og eðlilegt að kirkjan krefji fram- kvæmdaaðilann um þann kostn- að sem af við- gerðunum hlýst.“ Einnig er nefnt að í Hall- grímskirkju sé viðkvæmur búnaður, eink- um aðalorgelið sem þoli illa titring og geti hæglega orðið fyrir skemmdum. Í mótmælabréfi sóknarnefndar- formannsins Jóhannesar Pálma- sonar til borgaryfirvalda segir auk þess að stækkun Iðnskólans muni þrengja um of að kirkjunni. „Hvatt er til þess að leitað verði annarra leiða til þess að leysa framtíðarvanda Iðnskólans í Reykjavík, svo sem með því að vinna að flutningi hans úr miðborg Reykjavíkur,“ segir Jóhannes. Júlíana Gottskálksdóttir, for- stöðumaður Listasafns Einars Jónssonar, hefur einnig lýst áhyggjum við Fréttablaðið vegna áhrifa sem sprengingar á Skóla- vörðuholti kunni að valda á safn- bygginguna og listaverkin þar. Meðal annarra sem mótmæla er stjórn Austurbæjarskóla og for- eldrar í hverfinu sem telja að aðkeyrsla að bílakjallaranum með- fram vesturhlið skólans muni stefna öryggi barna þar í mikla hættu. Munu heimta bætur vegna sprengjuskaða Verkfræðingar segja sprengingar við bílastæðahús milli Hallgrímskirkju og Iðn- skólans munu valda skemmdum á kirkjunni og orgeli þess. Sóknarnefndin vill að Iðnskólinn flytji burt og áskilur sér bætur verði kirkjan fyrir skemmdum. „Manni finnst maður vera sá eini sem hefur komist þetta og er ofboðslega stoltur,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölf- usi, sem kleif Mont Blanc í síðustu viku. „Skrifstofumaður sem situr á rassinum allt árið en er búinn að æfa sig vel og uppker eins og hann sáir verður ofsalega montinn af sjálfum sér,“ bætir Ólafur við. Með Ólafi Áka í för var Örn Orri Einarsson. Að sögn Ólafs kom honum á óvart hversu krefjandi gangan var á þetta hæsta fjall Vest- ur-Evrópu: „Neðst er snjóbráð og þungt færi. Ofar er farið eftir sprungusvæði og eftir hryggjum þar sem er þverhnípi á báða bóga. Það er farið um jökulsvæði þar sem ísexin og broddarnir eru not- aðir eingöngu. Á niðurleiðinni var maður að sökkva í snjó upp á mið læri og fara yfir mjög sprunginn skriðjökul sem mér fannst um tíma að enginn kæmist yfir nema fugl- inn fljúgandi – en við fórum þó yfir hann.“ Ólafur gekk á Kilimanjaro í Kenýa í hittifyrra og hefur gengið á fjölmörg fjöll hér innanlands. Hann kveðst vera í ágætu formi þótt hann sé orðinn 52 ára. „ Ég er dálítið að horfa til Elbrus á Kákasusfjöllunum og eins til Nepal. Og ég er líka alveg ákveð- inn að fara til Perú. Þetta er allt á áætlun til ársins 2013.“ Stoltur bæjarstjóri á toppnum Rússar minntust þess í gær að 70 ár voru liðin frá því að „hreinsanirnar miklu“ hófust árið 1937, þegar milljónir manna voru, samkvæmt skipun- um frá Jósef Stalín, sagðar „óvinir ríkisins“ og ýmist teknar af lífi án dóms og laga eða sendar í fangabúðir. Nokkur hundruð manns komu saman á Rauða torginu í Moskvu, allt börn fórnarlambanna, lögðu blóm á stéttina og kveiktu á kertum til að minnast fórnar- lamba þessa myrkasta tímabils í sögu Sovétríkjanna. Vladimír Pútín Rússlandsfor- seti sagði í síðasta mánuði að Rússar ættu ekki að skammast sín fyrir þetta tímabil, því „verri hlutir hafa gerst í öðrum lönd- um“. Sjötíu ár frá hreinsununum Búið er að ráða í fimm af ellefu stöðugildum sem Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins auglýsti í byrjun mánað- arins. Félagsmálaráðherra efndi til sérstaks átaks vegna fjölda barna sem beið eftir þjónustunni. Einnig er unnið að því að fá húsnæði gömlu heilsugæslunnar í Kópavogi undir átakið, að sögn Stefáns J. Hreiðarssonar forstöðu- manns. „Þarna eru bara tíu metrar milli húsa, þetta mundi nýtast okkur gífurlega vel.“ Stefán segist eiga von á að ráða í hinar stöðurnar á næstu mánuð- um. „Þetta er stórt verkefni, en við setjum heiður okkar að veði að standa vel að verki,“ segir Stefán. Ráða fólk og leita húsnæðis Héraðsdómur Suður- lands hefur dæmt Vestmanna- eyjabæ til að greiða fyrrum eiganda matvælaverksmiðjunnar Öndvegisrétta rúmlega tvær milljónir króna vegna útlagðs kostnaðar. Þróunarfélag Vestmannaeyja gerði samning við eiganda Öndvegisrétta árið 2001 um kaup á fyrirtækinu og flutning þess til Vestmannaeyja, en ekkert varð úr því að fyrirtækið hæfi starfsemi. Kostnaðurinn varð til vegna fyrirhugaðrar uppsetningar í Eyjum. Bærinn var sýknaður af kröfu um launagreiðslur og skaðabætur. Vestmannaeyjar greiða kostnað Mikill mannfjöldi var við kveðju- og minningarathöfn um Einar Odd Kristjánsson alþingis- mann í Hallgrímskirkju í gær. Einar Oddur varð bráðkvaddur í fjallgöngu nærri heimabyggð sinni á Flateyri laugardaginn 14. júlí. Útför hans verður gerð frá Flateyrarkirkju næsta laugardag. Einar Oddur var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvest- urkjördæmi. Hann var 64 ára að aldri og lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Gerðu Gísladóttur og þrjú uppkomin börn. Þeir Geir H. Haarde forsætis- ráðherra, Davíð Oddsson seðla- bankastjóri, Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Víglund- ur Þorsteinsson, stjórnarformað- ur BM Vallár, Styrmir Gunnars- son, ritstjóri Morgunblaðsins, Gunnar J. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Ásmundur Stefáns- son ríkissáttasemjari báru kist- una út úr kirkjunni. Farið var út fyrir ákvæði í starfsleyfi fiskimjöls- verksmiðju HB Granda á Akranesi fyrr á þessu ári. Í umsögn til bæjaryfirvalda á Akranesi segir Umhverfisstofnun að fyrirtækið hafi skýrt mál sitt að hluta en eigi enn eftir að skýra verklag við rotvörn og þrif og atriði varðandi mengunarvarnar- búnað. Umhverfisstofnun segir að þegar starfsemin hefjist á ný verði vel fylgst með því að verksmiðjan haldi sig innan marka starfsleyfis- ins. Kvartað var undan gríðar- miklum óþef af vinnslunni. Mun fylgjast vel með á Akranesi Árni, verðurðu ekki bara að grafa þetta sjálfur?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.