Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 8

Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 8
Hversu margir verða kærðir í stóra Lúkasarmálinu? Hvaða fyrrum leikmaður Vals skoraði fyrir Fylki gegn sínu gamla liði í fyrrakvöld? Lag eftir hvaða norsku hljómsveit er að finna á nýrri smáskífu Garðars Thórs Cortes? Utanríkisráðherrar Egyptalands og Jórdaníu gengu á fund stjórnvalda í Jerúsalem í gær til að kynna formlega fyrir þeim friðaráætlun Arababandalagsins. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist hins vegar ekki ætla að bíða eftir Arababandalaginu, heldur semja beint við Mahmoud Abbas um stofnun Palestínuríkis. Olmert staðfesti þetta á blaðamannafundi með Shimon Peres Ísraelsforseta í gær. Olmert lagði þó áherslu á að engar tímasetningar lægju fyrir. Hugmyndin er sú að Palestínuríki verði stofnað á Gaza-svæðinu og stærstum hluta Vesturbakkans, en byrjað verði á að semja um stjórnfyrirkomulag hins nýja ríkis. Að því búnu verði hægt að ræða endanleg landamæri. Friðartillögur Arababandalagsins felast í því að 22 aðildarríki bandalagsins viðurkenni Ísraelsríki gegn því að Ísraelar afhendi allt land sem þeir hertóku í stríðinu 1967. Ísraelsstjórn hafnaði þessari friðaráætlun þegar Arababandalagið kom fyrst fram með hana árið 2002, þegar uppreisn Palestínumanna var í hámarki, en dró nokkuð úr andstöðu sinni eftir að Araba- bandalagið ítrekaði boð sitt í mars síðastliðnum. Ísraelar tóku þá vel í boðið og sögðu það geta orðið grundvöll að frekari viðræðum. Mark Regev, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Ísrael, sagði þessa heimsókn tvímælalaust vera sögulega: „Þetta er í fyrsta skipti sem Arababanda- lagið sendir fulltrúa sína til Ísraels.“ Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egypta- lands, hvatti Ísraelsmenn til að hugleiða þetta friðartilboð af fullri alvöru. „Við erum að rétta út til ykkar friðarhönd frá öllum löndum þessa heimshluta,“ sagði hinn jórdanski starfsbróðir hans, Abdul Ilah Khatib. Þeir hittu að máli bæði Shimon Peres forseta, Ehud Olmert forsætisráðherra, Tzipi Livni utanrík- isráðherra og Ehud Barak varnarmálaráðherra. Olmert segist ætla að semja við Abbas Utanríkisráðherra Egyptalands og Jórdaníu kynntu ísraelskum ráðamönnum formlega friðartillögur Arababandalagsins. Heimsókn þeirra þykir söguleg. Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is F í t o n / S Í A Þar sem tryggingar snúast um fólk Nýtt líf þarf öryggi VÍS og Öryggismiðstöð Íslands bjóða barnshafandi konum viðbótar- búnað við öryggisbelti bifreiðar, BeSafe meðgöngubelti, sem eykur þægindi og öryggi móður og barns. BeSafe meðgöngubeltið skorðar mjaðmastreng bílbeltisins undir kvið móðurinnar og minnkar þannig líkur á að ófætt barn hennar verði fyrir hnjaski ef til harkalegs átaks kemur. Meðgöngubeltið hefur þegar sannað gildi sitt og varnað því að börn í móðurkviði verði fyrir skaða vegna stöðu bílbeltisins. Kynntu þér málið nánar á vis.is eða hafðu samband við þjónustuver VÍS í síma 560 5000. Auglýsingasími – Mest lesið Nokkrir Akureyringar hafa kvartað til lögreglu undanfar- ið vegna byssuhvella sem óma um bæinn á öllum tímum sólarhrings- ins og raska svefnró sumra. Hvellirnir koma frá gasbyssu sem sett var upp við Akureyrarhöfn í vor til þess að fæla í burtu fugla. „Við tökum það auðvitað til skoðunar ef þetta veldur óþægind- um en okkur hafa ekki borist margar kvartanir,“ segir Hörður Blöndal hafnarstjóri. Hann segir að byssan hafi skilað góðum árangri en áður fór mikill tími í þrif á bryggjunni auk þess sem mávarnir tóku óblíðlega á móti far- þegum skemmtiferðaskipanna. Byssuhvellir raska ró íbúa Framkvæmdastjóri Múlavirkjunar, Eggert Kjartansson, mótmælir þeim ásökunum að Múlavirkjun sé ekki í samræmi við skipulag. Sigurður Ásbjörnsson hjá Skipulagsstofnun segir að skýringar framkvæmdastjórans sýni að ekki hafi verið staðið við fyrri yfirlýsingar sem voru forsenda þess að virkjunin var leyfð. Í viðtali við Skessuhorn, sem er birt á vef blaðsins, segir Eggert að stíflan sé ekki hærri en ráð var fyrir gert. Kaupandi rafmagnsins hafi hins vegar óskað eftir því að meiri orka yrði afhent yfir daginn en á nóttunni. „Því er framleitt meira rafmagn á daginn en gert var ráð fyrir, en minna á nóttunni,“ sagði Eggert. Meðaltalsframleiðslan sé 1,9 megavött sem er eins og ráð var fyrir gert. Sigurður Ásbjörnsson segir að Múlavirkjun hafi átt að vera rennslisvirkjun, sem þýðir að jafnt rennsli sé í virkjuninni. Nú sé hins vegar vatni safnað þegar ekki er verið að framleiða rafmagn. Með þessu verða meiri sveiflur á vatnsyfirborðinu. „Frumforsendurn- ar eru því gjörbreyttar,“ sagði Sigurður. „Ef menn hefðu ætlað að hlíta leikreglum hefðu þeir átt að tilgreina þessar breytingar til Skipulagsstofnunar. Það var aldrei gert.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.