Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 13

Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 13
 Um 430 manns hafa látist úr hungri í Norður- Kóreu á síðustu vikum. Þetta fullyrða hjálparsamtökin Góðir vinir, sem hafa bækistöðvar í Suður-Kóreu. Ástandið er verst í norðurhluta landsins. Stjórnvöld í Norður- Kóreu segja dauðsföllin stafa af sjúkdómum, en hjálparsamtökin fullyrða að ástæðan sé næringar- skortur til langframa. Stjórnvöld í Suður-Kóreu gátu ekki staðfest þessar fullyrðingar, en sumar fyrri fullyrðingar hjálparsamtakanna um ástandið í Norður-Kóreu hafa síðar fengist staðfestar. Hundruð dóu í síðasta mánuði Fjölmörg hagsmuna- samtök og stofnanir loka skrif- stofum sínum yfir afmarkað tímabil í sumar. Meðal þeirra eru Landssam- band íslenskra útvegsmanna, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins, sem hafa öll lokað skrifstofum sínum til 7. ágúst. Bændasamtök Íslands opna skrifstofur sínar á ný á morgun eftir nokkurt hlé, en einungis lágmarksþjónusta verður veitt á skrifstofum VR til 13. ágúst. Sumarlokanir hjá stofnunum Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkti ályktun á fundi sínum á þriðjudag þar sem þungum áhyggjum var lýst yfir þeirri ákvörðun sjávar- útvegsráðherra að skera niður aflaheimildir í þorski á næsta fiskveiðiári. Ljóst væri að þessar aðgerðir hefðu mjög neikvæð áhrif á samfélagið í Snæfellsbæ og tekjumissir samfélagsins yrði rúmir tveir milljarðar. Bæjarráð ályktar að því sé treyst að ríkisstjórnin muni koma með mótvægisaðgerðir til að draga úr þeim gríðarlegu neikvæðu áhrifum sem skerðing þorskkvótans hafi í bæjarfélag- inu. Bæjarráð lýsti því jafnframt yfir að Snæfellsbær væri tilbúinn til að vinna með ríkisstjórninni að tillögum. Tekjumissir tveir milljarðar Hafin hefur verið undir- skriftasöfnun á netinu þar sem samtökin Saving Iceland eru hvött til að hætta ólöglegum mótmæla- aðgerðum sínum. Þrír ungir menn, Bjarki Vigfús- son, Brynjar Guðnason og Hjalti Björn Valþórsson, standa á bak við söfnunina. „Okkur ofbjóða þessar aðgerðir einfaldlega, þar sem lög eru virt að vettugi vegna einhvers æðri málstaðar,“ segir Brynjar. Í áskoruninni kemur fram að það að vekja athygli á málstað sínum sé grundvallarréttur allra. Að gera það með ólöglegum hætti, svo sem með skerðingu ferðafrels- is hins almenna borgara, með eignaspjöllum á byggingum í einkaeigu og umferðartöfum, sé hins vegar ólíðandi. Framkoma sem slík sé dæmd til þess að koma niður á málstaðnum en ekki vinna honum brautargengi. Á heimasíðunni, depilhogg.com, eru allir hvattir til að setja nafn sitt á listann - einu gildi um pólit- ískar skoðanir þess. „Málstaður- inn skiptir engu í þessu samhengi, aðgerðirnar eru óeðlilegar sama hver málstaðurinn er. Á meðal okkar þriggja eru skiptar skoðan- ir á þessu en við erum engir stór- iðjusinnar sjálfir,“ segir Brynjar. Framkoman komi niður á málstaðnum Vitalie Varince, 38 ára gamall moldóvskur yfirmaður í verksmiðju, fékk lánaðar tæplega 370 þúsund krónur frá starfsmönnum sínum til að borga fyrir jarðarför eiginkonu sinnar, sem hann sagði hafa látist í bílslysi þegar hún var ófrísk. Konan var hins vegar enn sprelllifandi. Varinca var handtekinn og ákærður fyrir fjársvik eftir að vinir hans kíktu í heimsókn til að athuga hvernig honum liði. Vinum hans brá heldur betur í brún þegar konan hans kom fullfrísk til dyra. Þetta kom fram á fréttavef Ananova. Laug að konan sín væri dáin

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.